Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 12
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 5 2 2 NÝSKÖPUN EYKUR VERÐMÆTI Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektar- verðum árangri. Við bjóðum þér á námskeið Mörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka 30. maí nk. kl. 9–10.30. Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is. NEYÐARLÍNAN 112 NÝTT SNJALLSÍMAFORRIT EYKUR ÖRYGGI FERÐAFÓLKS H allgrímur segir að Samfylk-ingin og Framsókn hafi birst sem andstæðir pólar í kosn- ingabaráttunni. Þessir tveir flokkar hafi hagað sér með mjög ólíkum hætti. „Árni Páll og Samfylkingin not- uðu mörg flókin og tæknileg orð en Sigmundur Davíð notaði tungumál fólksins og mjög fá og einföld skila- boð. Það er algjört grundvallaratr- iði. Þótt það tryggi ekki velgengni er það nauðsynlegt skilyrði fyrir vel- gengni,“ segir Hallgrímur. „Það gátu allir í landinu endurtek- ið hvað það var sem Framsókn stóð fyrir. Unglingar jafnt og fullorðnar vissu að Framsókn ætlar að lækka skuldirnar og það var snjallt hvernig Framsókn rammaði skilaboðin inn með því að skapa þessa andstæðu póla, heimilin og hrægammana. Þetta talaði líka vel inn í tíðarand- ann. Núna eru þeir tímar að vestræn þjóðfélög eru mjög markaðsdrifin og umhverfið hvetur einstaklingana til að spyrja sig: hvað er ég að fá út úr þessu? Allir vita hins vegar hvað loforð Framsóknar um 20% lækkun skulda þýðir. Fólk skildi hins vegar ekkert í því hvað Samfylkingin átti við með því að tala um hluti eins og „efnahags- legan stöðugleika” og „heilbrigða for- gangsröðun” - sem er eitthvað óá- þreifanlegt og eitthvað handan við daglegan veruleika. Þetta er í hnotskurn munurinn á því að snerta fólk og snerta það ekki. Framsóknarflokknum tókst það en Samfylkingunni ekki.“ Hallgrímur er líka búinn að skil- greina ímynd leiðtoga allra flokk- anna og hvað heppnaðist og hvað heppnaðist ekki eins vel í baráttu þeirra. Hann fór yfir ímynd leið- toganna í stafrófsröð eins og nú er í tísku. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Að snerta fólk eða snerta það ekki Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur hefur í tíu ár veitt fyrirtækjum ráðgjöf í ímyndarmálum og hefur meðal annars komið að ímyndaupp- byggingu íslenskra fjármálafyrirtækja eftir hrunið. Hann fylgdist með Alþingiskosning- unum frá sjónarhóli ímyndarfræðanna, kortlagði ímynd stjórn- málaforingjanna og sagði Fréttatímanum frá því hvað það var sem sigurvegararnir gerðu rétt og hvað brást hjá þeim sem urðu undir í kosningabaráttunni. Hallgrímur Óskarsson, er verkfræðingur sem vinnur við ímyndarráðgjöf og spáði mikið í ímynd flokka og leiðtoga í kosningabaráttunni. Árni Páll Árnason „Það má segja að það sé grunnregla ef stjórnmálaleið- togi eða fyrirtæki þarf að ná til almennings að tala ekki í staðreyndum heldur gildum sem fólk tengir við. Samt var eins og Árni Páll forðaðist þetta. Hann talaði að mestu leyti í hugmyndum, stefnum og hugtökum sem fólk náði illa að tengja sig við. Eftir að hann tók við sem formaður tók hann af skarið í stjórnarskrármálinu og margir upplifðu þær aðgerðir á neikvæðan hátt og vildu heyra hvaða rök hann hefði en það tókst ekki að koma þeim í gegn. Dagana eftir þá ákvörðun hélt hann hins vegar fundi um allt önnur mál. Það er mikilvægt að mæta almenningi þar sem hann er staddur í huganum og tala um þau mál sem brenna á almenningi. En Árni Páll reyndi að nálgast umræðuna á annan hátt. Hann notaði tæknileg frekar en almenn orð, talaði mikið um “efnahagslegan stöðugleika” og “heilbrigða forgangsröðun” sem er eitthvað sem fáir skilja og eru ekki orð sem fjölskyldur nota þegar þau ræða um hvort þau hafi efni á að greiða af húsinu eða önnur mál sem brenna á þeim. Það var eins og Árni Páll forðaðist að tala um gildin sem tengjast stefnu hans á því tungumáli sem fólk notar og skilur.“ Hvað gerði Árni Páll vel? „Það má færa rök fyrir því að allir geri vel, Árni Páll er viðkunnanlegur en ég held að fólk missi fókus þegar hann fer að tala. Hann er líka of langorður. Þetta snýst ekki um stefnuna heldur hitt hvernig er stefnan er römmuð inn. Hann þarf að taka alveg í gegn hvernig hann rammar inn skila- boðin þannig að fólk skilji þau. Það kristallast í því sem Mörður Árnason sagði eftir kosningar: „Mig mundi reka í vörðurnar ef einhver spyrði snögglega um meginskilaboð flokksins í kosningunum.“ Og Mörður var þingmaður flokksins.“ Birgitta Jónsdóttir „Smám saman varð Birgitta óumdeilanlegur leiðtogi Pírata og sannfærandi leiðtogi fyrir afl sem er sannarlega með ný gildi. Það var aðalkostur Pírata að þau náðu að fá fólk til að trúa að þau væru nýtt afl sem vildi innleiða önnur vinnubrögð. Það kom þeim á endanum inn á þing. Eitt af því sem styrkti ímynd þeirra var vefurinn sem þau opnuðu til að sýna mæt- ingu og atkvæðagreiðsluþátttöku þingmanna. Með þessu sýndu þau: “svona ætlum við að vinna og þetta stöndum við fyrir”. Þau tengdu sig við gildi sem mikil purn er eftir hjá ákveðnum hópi. Birgitta sjálf er trúverðugur leiðtogi jaðarhóps. Hún hefur staðið fyrir þannig gildi og ég held að margir séu ánægðir með að hún er enn inni á þingi. Það er tiltölulega auðvelt að útskýra hvers vegna þau náðu í gegn; þetta var einfalt konsept sem fólk skildi og þau gátu rekið sýnilega kosningabaráttu á netinu.” 12 fréttaskýring Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.