Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 34
34 ferðir Helgin 10.-12. maí 2013  Ferðaráðleggingar Hagkvæmt en um leið Huggulegt Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is T Ú R I S T I Þ ú getur verið á bremsunni og drukkið vatn úr krönunum, keypt öl í sjoppunni og eytt degin-um í að skoða Litlu hafmeyjuna. En það er ekki víst að sú dagskrá hljómi spennandi þó gjaldeyririnn sé takmarkaður. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem vilja fá meira úr dvölinni í gömlu höfuðborginni án þess að eyða miklu. Ódýr og góður kvöldmatur Á veitingastöðunum Vespa og Madklubben í Store Kongensgade hafa gestirnir úr örfáum réttum að velja en í staðinn er verðlagið hagstætt. Fjögurra rétta máltíð kostar um 5000 krónur (250 krónur) og einnig er hægt að panta færri rétti og halda reikningnum í lágmarki. Báðir staðirnar njóta vinsælda meðal Kaup- mannahafnarbúa sem vilja fara út að borða á smekk- legum stöðum sem „servera“ góðan mat fyrir lítið. Ókeypis á söfn Á Ríkislistasafninu, Statens Museum for Kunst, er ekki rukkað fyrir aðgang að föstu sýningunni og því hægt að ganga um þetta fallega safn og skoða brot af því besta sem danskir og norrænir listamenn hafa gert síðustu sjö aldir. Á safninu er einnig nokkur verk eftir þekktustu listamenn Evrópu og svo hanga líka uppi verk eftir drottninguna. Henni er þó lítill greiði gerður með því að vera sett í þennan fína félagsskap. Á sunnudögum kostar ekkert inn á Glyptoteket, við hliðina á Tívolí, sem er sennilega glæsilegasta safn borgarinnar og Þjóðminja- safnið er líka ókeypis. Gömlu hótelin Í útjaðri borgarinnar eru nokkur nýleg og ódýr hótel. Gestirnir eyða þó sennilega sparnaðinum í strætómiða og tapa dýrmætum tíma. Í nágrenni við Nýhöfn eru nokkur hótel sem eiga það sam- merkt að vera ódýrari en gengur og gerist í þessum hluta borgar- innar og helsta ástæðan fyrir því er sú að herbergin eru orðin soldið slitin. En þau eru snyrtileg og ljóm- andi kostur fyrir þá sem vilja búa í Frederiksstaden, einu fallegasta hverfi Skandinavíu. Þau helstu eru Christian IV, Maritime og Esplanaden en á því síðast- nefnda fá lesendur Túrista ókeypis morgunmat (sjá nánar á Túristi.is). Magafylli í hádeginu Á matarmarkaði Kaupmannahafnarbúa, Torvehall- erne við Nörreport, er mikið úrval af góðgæti. Bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Ma Poule er einn vinsælasti básinn á markaðnum og þar er fók- userað á franskt hráefni. Í hádeginu fyllist allt við standinn af fólki sem vill fá andasamlokuna víðfrægu. Hún samanstendur af vænum skammti af smjörsteiktu andarkjöti, sinnepi og salati í ciabatta brauði. Þó samlokan sé ekki sú ódýrasta í Köben (55 danskar) þá stendur hún með manni allan daginn og sparar fólki millimáltíðirnar. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferða- vefnum Túristi.is þar sem má lesa meira um ferðalög til Kaupmannahöfn. Sparnaðarráð fyrir heims- borgara í Kaupmannahöfn Torvehallerne: Andarkjötið steikt í frönsku samlokuna sem hefur verið valinn sú besta í Kaupmannahöfn af matgæðingum Politiken. Statens Museum for Kunst: Það kostar ekkert inn á Ríkis- listasafnið í Kaup- mannahöfn þar sem margir dýr- gripir eru til sýnis og líka tvö verk eftir drottn- inguna. Vespa. Fjögurra rétta ítölsk máltíð með víni á Vespa við St. Kongensgade 90 kostar 400 danskar. 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Útivist í Tíról Sumar 16 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Í þessari skemmtilegu útivistarferð til Austurríkis gefst farþegum tækifæri til að stunda hressandi hreyfingu og fyllast krafti og ánægju í töfrandi umhverfi Alpanna. 24. - 31. ágúst Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Ferðir við allra hæfi Skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is Ferðafélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.