Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 11

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 11
fréttir 11 Helgin 24.-26. maí 2013 Menntaskólinn á Akureyri Leggur metnað sinn í að bjóða framúrskarandi kennslu á meðan sérfræðingar Advania sjá um rekstur tölvukerfisins. MP banki Veitir viðskiptavinum sínum úrvals bankaþjónustu með öll gögn á öruggum stað í hýsingarsal Advania. Lækning Býður upp á viðurkennda sérfræðiþjónustu og trúnaðarupplýsingar eru í öruggu skjóli bak við traustan eldvegg Advania. Mannvit Sér um faglega verkfræðiráðgjöf og keyrir tölvukerfið si€ á öflugum og áreiðanlegum búnaði frá Advania. fyrirtækið réttum stað? með hjartað á Er Tölvukerfið er gjarnan hjartað í starfsemi fyrirtækja. Umsjón þess, hýsing og rekstur krefst hins vegar sérfræðiþekkingar. Meðan þú einbeitir þér að rekstri fyrirtækisins sjá sérfræðingar Advania um að tölvukerfið þi­ sé í ré­um takti. Ókeypis greining Hafðu samband núna – við bjóðum ókeypis greiningu á tölvukerfinu til 15. júní. Nánari upplýsingar á www.advania.is/tolvukerfid. Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -1 0 8 4 Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, vekja athygli á því á vef sínum að ríkisstjórnin, sem við tók í gær, hefur fallið frá áformum um hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7% í 14%. Sam- kvæmt ákvörðun fyrri stjórnvalda átti hún taka gildi 1. september næstkomandi. Skatta- hækkunin var mjög umdeild á sínum tíma og var harðlega mótmælt af ferðaþjónustunni. Jafnframt var vakin athygli á því að virðis- aukaskattur á gistingu í flestum samkeppnis- löndum okkar er í lægra þrepi en almennt er – væntanlega til að laða að gesti. Það má því sjá að ferðaþjónustuaðilum er létt. Í kafla stjórnarsáttmálans um ferðaþjón- ustu segir. „Langtímastefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er nauðsynleg með tilliti til uppbyggingar innviða, markaðs- setningar landsins og sköpunar verðmætra starfa í greininni. Leitast verður við að nýta betur tækifæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og efla heilsárs ferðaþjónustu. Kannaðir verða möguleikar á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregð- ast við auknum fjölda ferðamanna í náttúru Íslands og tryggja sjálfbærni. Fallið verður frá áformum fyrri ríkisstjórn- ar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjón- ustu.“ SAF nefnir það einnig á síðu sinni að trygg- ingagjald verði lækkað en það hefur mikil áhrif í ferðaþjónustu þar sem starfsmanna- kostnaður er mikill. - jh  Skattar Óbreyttur virðiSaukaSkattur á giStingu Ferðaþjónustan andar léttar Virðisauka- skattur á gistingu helst áfram 7% eins og verið hefur, samkvæmt ákvörðun nýrrar ríkis- stjórnar. Fyrri stjórnvöld höfðu ákveðið að hækka skattinn í 14% í september næstkomandi. 4,2 milljónir söfnuðust á góð- gerðarkvöldverði Á góðgerðarkvöldverði fyrir Barnaspít- ala Hringsins um síðustu helgi söfnuðust 4,2 milljónir króna. Að kvöldverðinum stóðu Guðlaugur Victor Pálsson, Gísli Guðmundsson, Jón Örn Stefánsson, Mar- teinn Þorkelsson og Rútur Snorrason. Uppselt var á kvöldverðinn og komust færri að en vildu. Allir þeir að kvöldinu komu gáfu vinnu sína, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki styrktu söfnunina. Uppboð var haldið á áritaðri landslið- streyju Ólafs Stefánssonar handbolta- manns og seldist hún á fjögur hundruð þúsund krónur. Ágóði kvöldverðarins var afhentur Barnaspítalanum í gær og voru Solla Stirða og Íþróttaálfurinn við- stödd afhendinguna. Guðlaugur Victor Pálsson. Mælingar sem forvörn Hjartaheill og SÍBS bjóða ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun um helgina í SÍBS-húsinu Síðumúla 6. Hjúkrunar- fræðinemar í Háskóla Íslands munu framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana. „Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á Vesturlöndum,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS í tilkynningu. Lífstílssjúkdómar eru þegar orðnir heilsufarsvandi númer eitt, að sögn Guð- mundar. Þeir eiga það sameiginlegt að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði, hreyfingu og öðrum lífsstíls- breytingum. Hann hvetur alla sem eru á eða komnir að miðjum aldri til þess að koma í mælingu. „Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, það getur beinlínis verið lífsnauðsynlegt.“ Opið er frá kl. 11-15 laugardag og sunnudag. -sda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.