Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 11
fréttir 11 Helgin 24.-26. maí 2013
Menntaskólinn á Akureyri
Leggur metnað sinn í að bjóða framúrskarandi
kennslu á meðan sérfræðingar Advania sjá um
rekstur tölvukerfisins.
MP banki
Veitir viðskiptavinum sínum úrvals
bankaþjónustu með öll gögn á öruggum
stað í hýsingarsal Advania.
Lækning
Býður upp á viðurkennda sérfræðiþjónustu
og trúnaðarupplýsingar eru í öruggu skjóli
bak við traustan eldvegg Advania.
Mannvit
Sér um faglega verkfræðiráðgjöf og keyrir
tölvukerfið si á öflugum og áreiðanlegum
búnaði frá Advania.
fyrirtækið
réttum stað?
með hjartað á
Er
Tölvukerfið er gjarnan hjartað í starfsemi
fyrirtækja. Umsjón þess, hýsing og rekstur
krefst hins vegar sérfræðiþekkingar.
Meðan þú einbeitir þér að rekstri fyrirtækisins
sjá sérfræðingar Advania um að tölvukerfið þi
sé í réum takti.
Ókeypis greining
Hafðu samband núna – við bjóðum ókeypis
greiningu á tölvukerfinu til 15. júní. Nánari
upplýsingar á www.advania.is/tolvukerfid.
Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-1
0
8
4
Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, vekja athygli
á því á vef sínum að ríkisstjórnin, sem við tók
í gær, hefur fallið frá áformum um hækkun
virðisaukaskatts á gistingu úr 7% í 14%. Sam-
kvæmt ákvörðun fyrri stjórnvalda átti hún
taka gildi 1. september næstkomandi. Skatta-
hækkunin var mjög umdeild á sínum tíma og
var harðlega mótmælt af ferðaþjónustunni.
Jafnframt var vakin athygli á því að virðis-
aukaskattur á gistingu í flestum samkeppnis-
löndum okkar er í lægra þrepi en almennt er
– væntanlega til að laða að gesti. Það má því
sjá að ferðaþjónustuaðilum er létt.
Í kafla stjórnarsáttmálans um ferðaþjón-
ustu segir. „Langtímastefnumótun fyrir
ferðaþjónustu á Íslandi er nauðsynleg með
tilliti til uppbyggingar innviða, markaðs-
setningar landsins og sköpunar verðmætra
starfa í greininni. Leitast verður við að nýta
betur tækifæri á sviði menningartengdrar
ferðaþjónustu og efla heilsárs ferðaþjónustu.
Kannaðir verða möguleikar á gjaldtöku til
uppbyggingar ferðamannastaða til að bregð-
ast við auknum fjölda ferðamanna í náttúru
Íslands og tryggja sjálfbærni.
Fallið verður frá áformum fyrri ríkisstjórn-
ar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjón-
ustu.“
SAF nefnir það einnig á síðu sinni að trygg-
ingagjald verði lækkað en það hefur mikil
áhrif í ferðaþjónustu þar sem starfsmanna-
kostnaður er mikill. - jh
Skattar Óbreyttur virðiSaukaSkattur á giStingu
Ferðaþjónustan andar léttar
Virðisauka-
skattur á
gistingu helst
áfram 7% eins
og verið hefur,
samkvæmt
ákvörðun
nýrrar ríkis-
stjórnar. Fyrri
stjórnvöld
höfðu ákveðið
að hækka
skattinn í 14%
í september
næstkomandi.
4,2 milljónir
söfnuðust á góð-
gerðarkvöldverði
Á góðgerðarkvöldverði fyrir Barnaspít-
ala Hringsins um síðustu helgi söfnuðust
4,2 milljónir króna. Að kvöldverðinum
stóðu Guðlaugur Victor Pálsson, Gísli
Guðmundsson, Jón Örn Stefánsson, Mar-
teinn Þorkelsson og Rútur Snorrason.
Uppselt var á kvöldverðinn og komust
færri að en vildu. Allir þeir að kvöldinu
komu gáfu vinnu sína, auk þess sem
fjölmörg fyrirtæki styrktu söfnunina.
Uppboð var haldið á áritaðri landslið-
streyju Ólafs Stefánssonar handbolta-
manns og seldist hún á fjögur hundruð
þúsund krónur. Ágóði kvöldverðarins
var afhentur Barnaspítalanum í gær og
voru Solla Stirða og Íþróttaálfurinn við-
stödd afhendinguna.
Guðlaugur
Victor
Pálsson.
Mælingar sem
forvörn
Hjartaheill og SÍBS bjóða ókeypis
mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri,
blóðfitu og súrefnismettun um helgina
í SÍBS-húsinu Síðumúla 6. Hjúkrunar-
fræðinemar í Háskóla Íslands munu
framkvæma mælingarnar og gefa
vinnu sína báða dagana. „Hjarta- og
æðasjúkdómar eru ein algengasta orsök
dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á
Vesturlöndum,“ segir Guðmundur Löve,
framkvæmdastjóri SÍBS í tilkynningu.
Lífstílssjúkdómar eru þegar orðnir
heilsufarsvandi númer eitt, að sögn Guð-
mundar. Þeir eiga það sameiginlegt að
þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu
mataræði, hreyfingu og öðrum lífsstíls-
breytingum. Hann hvetur alla sem eru á
eða komnir að miðjum aldri til þess að
koma í mælingu. „Þetta er ekki eitthvað
sem er gott að vita, það getur beinlínis
verið lífsnauðsynlegt.“ Opið er frá kl.
11-15 laugardag og sunnudag. -sda