Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 50
50 bækur Helgin 24.-26. maí 2013  RitdómuR böRnin í dimmuvík Lág kolvetna lífsstíllinn eftir Gunnar Má Sigfússon var mest selda bók lands- ins dagana 5.-8. maí, samkvæmt metsölulis ta bókaverslana. Hún er jafn- framt söluhæsta bókin frá áramótum. vinsæl lífsstílsbók  Elskhuginn ÞEkktuR höfunduR daðRaR við ERótík v aka-Helgafell gefur út erótísku skáldsöguna Elskhuginn sem sögð er vera eftir vel kynntan og viðurkenndan íslenskan rithöfund sem kjósi að skrifa sína fyrstu erótísku bók undir dulnefninu Karl Fransson. „Ég er einstaklega stoltur af þessu verki og vildi glaður hafa nafnið mitt feitletrað á bókarkápunni en innst inni langaði mig líka að vera stikkfrí,“ segir Karl. „Ég ákvað þetta áður en ég skrifaði fyrsta stafinn. Því fylgir notaleg tilfinn- ing að senda frá sér sögu og þurfa ekki að svara fyrir eitt eða neitt. Dulúðin er spennandi og ný áskorun fyrir mig, að þora að standa fyrir utan verkið. Það eru engin feimnismál í bókinni en mörg álita- mál. Einhverjir lesendur munu án efa hugsa; Vá, loksins þorir einhver að ræða þessi mál á hispurslausan máta.“ Elskhuginn segir frá Patrice, þrítugum arkitektanema af íslenskum ættum sem vinnur með náminu á lúxushóteli í París. Hann kemst í kynni við hina heillandi Mirabelle, konu auðugs demantakaup- manns, sem getur veitt Patrice meiri unað en hann hefur nokkru sinni áður kynnst. Hún er þó ekki eina konan sem kveikir hjá honum ástríðubál og löngun til æsilegs kynlífs þannig að hann leiðist út á hættulegar slóðir nautnalífsins. „París er ein mest spennandi borg heims og því frábær vettvangur erótískr- ar sögu. Reykjavík hefði líka verið upp- lögð fyrir erótíkina og vissulega er erótík út um allt, þótt það sé ekki öllum ljóst því við lítum lífið mismunandi augum,“ segir Karl aðspurður um valið á sögusviðinu. „Þessi saga gæti gerst í hvaða borg sem er enda elskhugar og elskendur á hverju götuhorni. Ég hafði Ísland alls ekki ein- göngu í huga sem markaðssvæði þegar ég skrifaði söguna enda er hún þess eðlis að geta slegið í gegn í hvaða landi sem er.“ Erótíska bylgjan í bókmenntum er meðal annars rakin til gríðarlegra vinsælda þríleiksins sem kenndur er við 50 gráa skugga og Karl hefur aðeins kynnt sér það verk. „Ég las fyrstu 130 blaðsíðurnar í 50 gráir skuggar, gafst svo upp, einhverra hluta vegna. Allt sem við gerum, lesum eða sjáum hefur beint eða óbeint áhrif á okkur. Ég hef ekki hug- mynd um hvort Elskhuginn hefði orðið til ef 50 gráir skuggar hefði aldrei verið skrifuð. En eflaust sáði hún litlum fræjum í kollinn á mér sem stökkbreyttust og ráðskuðust með mig.“ Karl segist aldrei hafa skemmt sér eins vel við að skrifa nokkra bók. „Þetta er fyrsta sagan sem ég hef skrifað án þess að hafa planað söguþráðinn fyrirfram. Vissulega hafði ég óljósa hugmynd um hvað ég vildi að gerðist en sagan skrifaði sig sjálf. Því má heldur ekki gleyma að þetta er fyrsta nútíma erótíska bókin, sem ég veit um, sem er skrifuð út frá sjónarhorni karlmanns. Og þar með munu konur geta komist að ýmsu sem karlmenn þora ekki að ræða innbyrðis, eins og til dæmis hvað þeim þykir best þegar kemur að kynlífi. Hvar er G-blettur karlmannsins?“ Hulduhöfundurinn Stella Blómkvist hefur verið mörgum ráðgáta um árabil og kemur óneitanlega upp í hugann enda má ætla að fljótlega muni hefjast mikil leit að manneskjunni á bak við Karl Fransson. „Ég hef ekki lesið bók eftir Stellu Blóm- kvist en ég hef verið spurður hvort ég sé Stella Blómkvist, eins og margir aðrir. Og það er aldrei að vita enda hef ég ekki lesið bók eftir sjálfan mig,“ segir höfundurinn, vægast sagt óræður. „Á ákveðnum tímapunkti verður því án efa ljóstrað upp hver höfundur Elsk- hugans er og mun ég þá stoltur gangast við verkinu. En sú uppljóstrun gæti orðið eftir þrjú ár eða 30 ár. Breytir engu fyrir mig. Ég hef enga þörf fyrir kastljós fjöl- miðla en hef mikla þörf fyrir að skrifa. Og það er frábært að fá að vera á bak við luktar dyr og hlýða á getgátur.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Skrifar stoltur undir dulnefni Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fyrri hluta styrkja til þýðinga fyrir þetta ár. Þýðingar á verkum William Faulkner, Virginu Woolf, Mo Yan, Kiran Desai og Madelaine Miller eru meðal þeirra sem hljóta styrki. Atli Magnússon fær styrk til að þýða Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf og Rúnar Helgi Vignisson fyrir þýðingu á As I Lay Dying eftir William Faulkner. Þá hlýtur Böðvar Guðmundsson styrk til þess að þýða Change eftir Mo Yan, Kjartan Jónsson fyrir þýðingu á Inheritance of Loss eftir Kiran Desai og Þórunn Hjartardóttir fyrir The Song of Achilles eftir Madeline Miller. Kiran Desai og Madeline Miller verða gestir á Bók- menntahátíð Í Reykjavík í september. Alls bárust 39 umsóknir um þýðingastyrki frá 21 aðila og var sótt um rúmar 22 milljónir króna. Að þessu sinni var 6.750.000 króna úthlutað í styrki til þýðinga á íslensku. Þýðingar á Woolf og Faulkner fá styrki Átjánda bók Lee Child, Never Go Back, um harðjaxlinn Jack Reacher kemur út á frummálinu í haust. Forlagið hefur gefið út nokkrar Reac- her-bækur á íslensku og byrjaði á þeirri elleftu, Bad Luck And Trouble, sem fékk íslenska titilinn Í frjálsu falli. Nú fá íslenskir lesendur að kynnast Reac- her þegar hann er nýbyrjaður á stefnulausu flakki sínu um Bandaríkin í fyrstu bókinni um vöðvatröllið. The Killing Floor kom út í Bandaríkjunum 1997 og nú á íslensku þar sem hún nefnist Rutt úr vegi. Eftir áralanga herþjónustu og tilkomumikinn feril sem herlögreglumaður leggur hinn rótlausi Reacher í ferðalag um Bandaríkin. Farangurinn er nánast enginn, tannbursti og útrunnið vegabréf. Í Rutt úr vegi er Reacher að hefja endalaust ferðalag sitt. Hann stekkur án neinnar sérstakrar ástæðu út úr rútunni í smábæ og er nánast samstundis hand- tekinn, grunaður um morð. Eftir stutta en afdrifaríka viðdvöl í fangelsi ákveður Reacher að leysa morðgátuna upp á eigin spýtur og sekkur fljótt djúpt ofan í spillingar- og lygavef umfangsmikilla peningafalsara. Reacher kynntur til leiks Börnin í Dimmuvík eftir Jón Atla Jónasson er átakanleg lýs- ing á lífi fjölskyldu einnar sem lifir við harðræði og örbirgð í koti nokkru í ónefndri og afskekktri vík árið 1930. Aðal- persóna bókarinnar er tólf ára stúlka, elst þriggja systkina. Frásögnin hefst þegar hún situr á kirkjubekk í jarðarför aldr- aðs bróður síns í kirkju í þorpi í nágrenni víkurinnar og rifjar upp atburði sem hvílt hafa á henni alla tíð. Um leið lýsir hún eymdar- og sultarlífi fjölskyldunnar sem þjáist af næringarskorti en hefur tekist að halda í sér lífinu á búskap sem samanstóð af fáeinum ám og að auki þeim litla fiski sem fjölskylduföðurnum tókst að krækja í. Þegar óþekktur sjúkdómur leggst á féð þannig að slátra þarf því öllu og grafa eru fjölskyldunni flest sund lokuð. Börnin eru ekki einungis líkamlega vannærð heldur einnig andlega vanrækt af foreldrum sínum. Móðirin er lögst í kör eftir áfall í kjölfar barnsmissis en hún hafði eignast fyrirbura sem ekki var lífs auðið. „Hún hætti að tala og hún hætti að sjá. Þegar við systkinin rákumst inn fyrir sjónsvið hennar leit hún á okkur eins og við værum henni algjörlega ókunnug. Hún fór án þess að fara nokkuð.“ Elsta dóttirin tekur að sér móðurhlutverkið og sinnir yngri systkinum sín- um af fremsta megni í eilífri baráttu við hungrið – sem jafnframt skilgreinir þau. Líkt og í hefðbundnum nóvellum er hápunkt- ur sögunnar í lok hennar. Snemma í sögunni er sagt frá því að yngsta systirin hafi verið skamm- líf, hún hafi lifað sex ár og að þegar sagan gerist er hún sex ára. Sögulokin koma því ekki á óvart, dauði barnsins, enda umlykja hryllingurinn og hörmungarn- ar frásögnina alla. Sagan er nokkuð vel skrifuð og frásagnarmátinn meitlað- ur. Höfundur leikur sér að því að gera mörkin milli raunveru- leika og hins ímyndaða óljós, börnin upplifa martraðir í vöku og draumi og hegðun bróðurins ber vott um geðveiki eða vitstol, hvort sem er vegna hungurs eða erfða nema hvort tveggja sé. Systurnar virðast þær einu sem halda sönsum enda drífur ábyrgðin hina eldri áfram. Ábyrgðin og hungrið. Og dauðinn – sem einungis er hægt að slá á frest. Það kom mér því verulega á óvart að sjálfsbjargarviðleitni elstu dóttur- innar bæri loks ábyrgðina ofurliði enda þurfti ég að marglesa síðustu síðuna áður en ég sættist við endinn. En þannig eiga sögur að vera. Þær eiga að skilja eftir spurningar. Og þegar spurningarnar snúast um lífið og dauðann – er höfundurinn að gera eitthvað rétt. -sda Átakanleg saga um hungur og dauða  börnin í dimmuvík Jón Atli Jónasson JPV, 83 síður, 2013 Tom Cruise tróð sér í hlutverk Reachers í fyrstu bíómyndinni um kappann, í óþökk fjölmargra aðdáenda söguhetjunnar. Bókarkápan sem höfundurinn felur sig bak við lofar heitri erótík þekkts höfundar. „Ég hef aldrei óttast gagn- rýni, hvorki sem rit- höfundur né í öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Erótíska skáldsagan Elskhuginn kemur út á næstunni. Höfundur bókarinnar kallar sig Karl Fransson og skrifar bókina í skjóli dulnefnisins sem hann segir gefa sér ákveðið frelsi. Sam- kvæmt upplýsingum frá útgefanda er hér á ferðinni vel kynntur höfundur sem hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann segist í samtali við Fréttatímann hafa legið undir grun um að vera umtalaðsti hulduhöfundur landsins í seinni tíð, Stella Blómkvist, en segist aldrei hafa lesið bók eftir Stellu. Ég las fyrstu 130 blaðsíð- urnar í 50 gráir skugg- ar, gafst svo upp, ein- hverra hluta vegna. F r a n z K o r t Patrice er þrítugur arkitektanemi af íslenskum ættum sem vinnur með náminu á lúxushóteli í París. Lífið er í föstum skorðum þar til hann kemst í kynni ið hina heill- andi Mirabelle, konu auðugs demantakaupmanns, sem er að leita sér að nýju leikfangi ... eða hvað? Hún getur veitt Patrice meiri unað en hann hefur nokkru sinni áður upplifað en hvað vill hún fá í staðinn og hvers vegna er hún að draga hann inn í heim hinna ríku og frægu? Hún er heldur ekki eina konan sem kveikir hjá honum ástríðubál og löngun til æsilegs kynlífs – og fyrr en varir er hann kominn í aðstæður sem geta leitt hann á hálar slóðir háskalegra nautna. Höfundurinn hefur víða g tið sér gott orð og lotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum en Elskhuginn er fyrsta erótíska skáldsaga ha s. Fr a n z Ko r t Ég var á valdi Mirabelle. Það gæti kostað mig starfið. Hún lokaði ekki á eftir sér. Ég nam staðar og leit aftur fyrir mig áður en ég togaði í hurðina. Hún þreif í mig, læsti og þrýsti mér upp að veggnum. Atli Magnússon hlaut styrk til að þýða Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.