Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 66
R agnhildur Magnúsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár þar sem hún fæst við kvikmyndagerð og hefur meðal annars vak-
ið athygli með stuttum grínatriðum sem hún dreifir
undir merkjum Icelandic Poniez.
Framleiðendur hinna vinsælu þátta um Simpson-
fjölskylduna leituðu til Ragnhildar og fengu hana til
ráðgjafar fyrir margumtalaðan þátt sem gerist á Ís-
landi og hún tók meðal annars að sér að kenna leik-
urum í þættinum íslenskan framburð.
„Framleiðendur The Simpsons fundu mig eftir
ábendingu frá öðrum framleiðanda sem kannaðist við
mig og þekkti til verkefna sem ég var þá að hamast í,“
segir Ragnhildur sem hefur unnið fyrir Reebok, 20th
Century Fox og vakið mikla athygli fyrir grínskissur
sínar á vefnum Funny or Die og sýnt stuttmyndir á
litlum hátíðum.
„Ég fékk bara símtal einn daginn og var sagt að
þeir væru að leita að
manneskju sem
talaði íslensku
en hefði
einnig
þekk-
ingu
á
RagnhilduR MagnúsdóttiR VaR Ráðgjafi Við íslenska siMpsons-þáttinn
Kenndi Hómer íslensku
Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson hafði gert það gott í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndagerð
þegar hún söðlaði um og dreif sig til Los Angeles að læra kvikmyndagerð. Framleiðendur sjón-
varpsþáttanna um Simpsons-fjölskylduna höfðu upp á henni og fengu hana til ráðgjafar við gerð
hins margumtalaða Íslandsþáttar sem sýndur var í byrjun vikunnar.
framleiðslu og handritagerð. Ég var í raun í litlu
hlutverki þarna. Ég skrifaði ekkert og ritskoðaði
ekki neitt en aðstoðaði við þýðingar og leiðbeindi
leikurunum um íslenskan framburð.“
Íslandsþátturinn hefur að vonum vakið mikla
athygli hér heima og þá ekki síst vegna þess að
Jóhönnu Sigurðardóttur bregður þar fyrir auk þess
sem upphrópun Hómers Simpson: „Ég er með frá-
bæra hugmynd!“ hefur vakið mikla athygli en segja
má að Ragnhildur eigi heiðurinn af henni.
„Ég hef ofnotað orðið „frábært“ og því ekki
skrítið að það hafi skilað sér inn í þýðingu mína en
þetta var auðvitað allt skrifað af reyndum handrits-
höfundum.“
Ragnhildur segist ekki vita hvernig Jóhanna Sig-
urðardóttir rataði í þáttinn enda hafi handritið sem
hún vann að tekið nokkrum breytingum í ferlinu.
Ragnhildur sat fundi með handritshöfundnum,
framleiðendunum og leikstjóranum og var með
leikurunum í hljóðupptökum. „Þetta er allt mikið
fagfólk. Allir voru mjög almennilegir og það var
skemmtilegt að fá innsýn í þetta mikla batterí,“
segir Ragnhildur og nefnir sérstaklega leikarann
Hank Azaria sem talar fyrir kráareigandann Moe
Szyslak og hefur leikið í sjónvarpsþáttum á borð við
Huff og Friends og leikið í fjölda kvikmynda, þar á
meðal Godzilla og Along Came Polly.
„Hank Azaria var magnaður og indæll og það
var mjög gaman að fá að vera í upptökunum með
honum.“
Ragnhildur veltir sér lítið upp úr því hvaða
þýðingu það geti haft fyrir hana að vera með
Simpsons-þátt á ferilskránni. „Ég hugsa voða
lítið út í hvaða þýðingu svona lagað hefur.
Ég reyni bara að vera jákvæð, opin og 150%
dugleg og það hefur virkað mjög vel hérna.
Kaninn bregst vel við mér, ólíkt Íslending-
um á vinnumarkaðnum heima sem fannst
mörgum ég vera ofvirk og pirr-
andi. Ég varð meira að segja
nokkrum sinnum að vera
minna hress í vinnunni. Það
fór svo í taugarnar á fólki,“
segir Ragnhildur og hlær.
Ragnhildur er með ýmis
járn í eldinum þessa dagana en
auk kvikmyndastússins er hún
að undirbúa „litla brúðkaupið
mitt sem verður á strönd-
inni í ágúst.“
Ragnhildur vinnur þessa dagana fyrir New York Film Academy þar sem hún sér
um sýningar hjá Warner Brothers. Hún undirbýr nú heimsókn stórleikarans Josh
Brolin í skólann. Hún starfar einnig sem framleiðandi og er að skrifa handrit
myndarinnar Poster Boy ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni, sem
stofnaði með henni framleiðslufyrirtækið Icelandic Poniez. Ljósmynd/Sangjin Jung
Myndlistarhjónin Hulda Hákon og Jón
Óskar eru skærar stjörnur í listalífinu
en hafa ekki gert mikið af því að sýna
verk sín á sama stað og tíma. Þau gerðu
það síðast fyrir 30 árum en láta nú slag
standa á ný í Tveimur hröfnum, glænýju
gallerí á Baldursgötu 12.
„Við erum dálítið hissa á því hvað
verkin fara vel saman þótt þau séu ólík.
Þannig að við erum mjög kát með þessa
sýningu.“
Hulda segir að í verkum sínum sé Jón
Óskar að vinna með hugmyndir sínar
um John Wayne og Daníel Magnússon.
„Hann grautar þessum hugmyndum
saman og afraksturinn er þessar mynd-
ir.“ Hulda horfir hins vegar til hafs og
málar markríl.
„Ég hef mjög oft verið pólitísk og
gagnrýnin á samfélagið í verkum
mínum. En hrunið varð mér ofviða og
er búin að vera svo reið út af þessu
öllu. Ég ákvað að vera ekkert að dæla
inn í verkin. Heldur horfa frekar á það
jákvæða. Og ákvað að gera myndir af
markríl. Hef kynnst honum aðeins.
Hann er náttúrlega stöðugt í fréttum.
Truflar mig ekkert. Vegna þess að
Hann er bara fiskur úti í sjó sem fer
sínar eigin leiðir. Makrílinn er svo fal-
legur og útlenskur einhvern veginn í
útliti. Eins og skrautfiskur þannig að
það er búið að vera mjög gaman að
mála þetta.“
Hulda segir þau Jón hafa gætt þess
að sýna ekki saman vegna þess að því
fylgi mikið álag á heimilið. „Það hefði
líka kannski verið óþægilegt að sýna
saman áður en við sönnuðum okkur.
Það hefði getað kallað á óþarfa saman-
burð. Kannski hefðu allir sagt að Jón
væri æðislegur og ég væri ómöguleg
eða öfugt. Við erum komin yfir þessa
hættu þannig að þetta er ekkert að
flækjast fyrir okkur í dag.“
Sýning Huldu og Jóns Óskars opnar
klukkan 16 í dag, föstudag, og stendur
til 29. júní. -þþ
listahjón saMsýning eftiR 30 áR
Fást við litríkan makríl og John Wayne
Listahjónin Hulda Hákon og Jón Óskar sýna verk sín saman í
fyrsta sinn í 30 ár. „Við höfum líka ekki viljað að okkur væri tekið
eins og einhverjum tvíhöfða þurs.“ segir Hulda. Mynd/Hari
Fjöllistamaðurinn Hugleikur Dagsson
er með svo mörg járn í eldinum þessa
dagana að hann segist varla geta hugsað
skýrt. Nokkrar bækur eru á leiðinni auk
þess sem hann stefnir á uppistandstúr um
landið í sumar og verður með sjónvarps-
þætti í haust. Og í vikunni sendi hann
fyrirtækjum víða í heiminum nótu þar sem
þau stunda að prenta teikningar hans í
leyfisleysi á boli sem þau selja.
„Ég búinn að vera að senda skilaboð
á hinar og þessar bolaprentunarverk-
smiðjur út um allan heim. Það er nú
svolítill fylgikvilli upplýsingaraldarinnar að
fólk dreifir dóti. Ég er frekar rólegur með
þetta allt saman og finnst það bara gaman
og heiður að fólk sé að dreifa dótinu
mínu á netinu en ég er sjálfur með boli í
netverslun auk þess sem tvær erlendar
selja þetta með mínu samþykki.“
Hugleikur segist fyrir tilviljun hafa
komist að því að „alveg einhverjir sex, sjö
gaurar eru að gera þetta. Þannig að ég
„kommentaði“ bara hjá þeim. „Hi. Give me
money. Thank you very much.“ Einn hefur
þegar brugðist mjög vel við og tekið þetta
niður.“
Hulli segist þó ekki endilega viss um
að illur vilji ráði alltaf för í bolamálinu
þar sem fólk haldi ef til vill að spýtukall-
arnir hans séu eitthvað sem enginn eigi
beinlínis.
Annars er það helst að frétta af
útrás Hulla að bækur hans njóta mikilla
vinsælda í Finnlandi þar sem þær rata
nær undantekningalaust á metsölulista.
„Ég er ekki með þessar tölur á hreinu. Ég
man þær aldrei en ég held að þetta seljist
betur í Finnlandi en á Íslandi. Allar bækur
eftir mig ná alltaf á topplista þarna. Þetta
segir okkur auðvitað að Finnar eru með
mjög góðan húmor.“
Útgefandi Hugleiks vill meina að hann sé
orðinn hálfgerð poppstjarna í Finnlandi og
þegar hann kemur þangað elta aðdáendur
hans hann með skilti sem á stendur „I
Love You“ á lofti.
„Það er voða sætt og hlýjar mér um
hjartarætur.“
Bókin Popular Hits 3 er væntanleg frá
Hulla auk þess sem hann ætlar að gefa
út á ensku úrval 666 örsagna sinna úr
Okkur-bálkinum sem telur 1001 brandara.
„Bækurnar verða þrjár. Sú fyrsta er að
koma út fljótlega og í henni verða 222
brandarar og hún mun heita I Hate
Dolphins. Svo koma tvær til viðbótar
seinna.“ -þþ
hugleikuR dáðuR í finnlandi
Sendir bolaþjófum tóninn
Hugleikur nýtur mikilla
vinsælda í Finnlandi og
hefur nú slegið á putt-
ana á fyrirtækjum sem
prenta myndir hans á
boli sem þau selja út
um víða veröld.
einungis unnið
úr safa ungra
grænna
kókoshneta
himneskt.is
66 dægurmál Helgin 24.-26. maí 2013