Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 40
einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta himneskt.is Heiðursmenn & hallir 25. ágúst - 1. september Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Verð: 204.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sumar 17 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Voldugir kastalar, klettóttar strandlengjur og Cornwall, er meðal þess sem hægt er að njóta í spennandi ferð til Suður Englands. Örfá sæti laus! 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 40 ferðir Helgin 24.-26. maí 2013  Stokkhólmur Fjör við FerjuhaFnirnar Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is T Ú R I S T I Þ að er fjör við ferjuhafnirnar í Stokkhólmi því margir vilja út í hinn rómaða Skerjagarð. Krist-ján Sigurjónsson sigldi út í eyjarnar sem raða sér svo fallega fyrir utan borgina. Eystrasalt teygir anga sína inn í Stokkhólm og setur svo sterkan svip á byggðina að borgin er stund- um kölluð Feneyjar norðursins. Ferjurnar sem flytja heimamenn og túrista út í eyjarnar í Skerjagarðinum sækja farþegana því eiginlega heim að dyrum. Þeir lesendur sem ætla að verja tíma í Stokkhólmi í sumar ættu að nýta sér þessar góður samgöngur og sigla út í hinn stórkostlega Skerjagarð og eyða þar dagparti eða jafnvel nokkrum dögum. Rækjubátur um borð Ferjurnar leggja í hann frá þremur mismunandi stöðum í miðborginni og það er vissara að panta miða með fyrirvara og mæta tímanlega til að finna rétta ferju. Það myndast líka löng röð við bátana því fólk vill tryggja sér sætin nálægt veitingasölunni þar sem kardemommubollur, pylsur og dýrindis rækjulokur seljast eins og heitar lummur. Það er líka í góðu lagi að taka með sér nesti og spara sér ferð í sjoppuna. Það er ekki svo dýrt að fá far með út í Skerjagarð- inn. Klukkutíma sigling út í Vaxholm, eina vinsæl- ustu eyjuna, kostar til að mynda um 1400 krónur (75 sænskar) með Vaxholmsbolaget. Þar er svo hægt að verja deginum í að skoða bæinn, stóru húsin og borða klassískan „hússmannsmat“ á hótelinu og horfa út á hafið. Ógnandi kafbátar Ein vinsælasta eyjan er Sändhamn en þangað fer eng- inn í dagsferð frá Stokkhólmi því báturinn er rúma þrjá tíma á leiðinni. Hin sjarmerandi Finnhamn er aðeins nær borginni og má mæla sérstaklega með heimsókn þangað fyrir þá sem vilja eyða smá tíma á kyrrlátri eyju með fallegum skógi og fögrum víkum. Á Finnhamn er gist á farfuglaheimili eða í einföldum bústöðum. Á sumum eyjum eru líka hótel, til dæmis á Utö þar sem fólk ver deginum í að stinga sér ofan í sjóinn af klöppunum við norðurströndina eða sólar sig í sandinum í suðurhlutanum. Utö hefur verið í byggð síðan á sjöttu öld en Rússar léku eyjaskeggja grátt á þeirri átjándu. Það er því ekki að undra að óttinn við innrás frá Sovétríkjunum var landlægur á þessum slóðum lengi. Eyjan Siaröfortet ber þess heldur betur merki því stór hluti hennar er virki sem nota átti til að verjast sovéskum kafbátum á kaldastríðsárunum. Það er þó afskaplega friðsælt við farfuglaheimili eyjunnar þar sem boðið er upp á einfalda gistingu, fínar veit- ingar og gufubað í flæðarmálinu. Ferðafélag Svíþjóðar (Svenska Turistföreningen) sér um gistinguna á flestum eyjunum og kostar nóttin á farfuglaheimilum um 20 þúsund með morgunmat. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is þar sem finna má nánari upplýsingar um ferðalög út í Skerjagarðinn við Stokkhólm. Skerjagarðurinn er innan seilingar Þær eru ekki stórar ferjurnar sem sigla út í Skerjagarðinn enda eru bryggjurnar út í eyjunum oftast mjög litlar. Það tekur einn tíma og tuttugu mínútur að sigla til eyjunnar Grinda í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Stokkhólmur að baki og hinn fagri Skerjagarður framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.