Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 28
M ik Magnússon hafði engin tengsl við Ísland þegar hann ákvað að ráða sig í fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum 1964. Hann heillað- ist strax af landi og þjóð, settist hér að, kvæntist íslenskri konu og gerðist ís- lenskur ríkisborgari. Hann býr nú á Spáni en Frétta- tíminn hitti á hann í stuttri Íslandsheimsókn fyrr í vikunni. „Ég lít á mig sem Ís- lending. Ég er Íslendingur og þegar ég tala um að fara heim þá á ég við Ís- land,“ segir Mik sem eyddi drjúgum hluta starfsævi sinnar hjá Sameinuðu þjóðunum og dvaldi meðal annars á þeirra vegum um skeið í Afríku. Þótt Ísland og Afríka séu nánast eins ólíkir staðir og hugsast get- ur kolféll Mik einnig fyrir Afríku og fékk þar brenn- andi áhuga á þróunarhjálp og starfaði á tímabili fyrir Rauða krossinn í Úganda og Kenía. Hann kynntist núver- andi eiginkonu sinni, Alice Mackay-Schiodtz, í Nami- bíu og þau hafa starfað náið saman á ferðum sínum um heiminn. „Þótt hún sé frá Afríku þá á hún rætur að rekja til Skotlands og Dan- merkur,“ segir Mik og lítur hróðugur til konu sinnar. „Mjög áhugaverð mann- eskja.“ Heyrði hvininn í byssukúlunni Mik og Alice unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í um það bil ár í Sarajevo. Hryll- ingurinn sem þau upplifðu þar situr enn í þeim og minningarnar eiga enn til að raska næturró Miks. „Ég þjáist enn af áfallastreitu- röskun og þegar minn- ingarnar um þetta blossa upp verð ég órólegur og á erfitt með svefn næstu þrjár nætur eða svo.“ Mik segir að í Sarajevo hafi hann fyrst upplifað sig beinlínis sem skotmark og hann fékk endanlega nóg þegar starfsfélagi hans fórst þegar bíll hans var sprengd- ur í loft upp. „Ég hafði áður verið á ýmsum átakasvæð- Hryllingurinn í Sarajevo var óbærilegur Þar var mér hótað lífláti og það er ekki góð tilfinning get ég sagt þér. Einn daginn var skotið á mig í tvígang úr launsátri. Mikael Magnússon var leitandi, ungur maður í Skotlandi á kafi í leikhúslífinu þar þegar hann sá auglýst eftir fiskvinnslufólki í Vestmannaeyjum. Hann ákvað að taka sér frí frá amstrinu heimafyrir og réði sig til vinnu á Íslandi í þrjá mánuði. Hingað kom hann árið 1964 og heillaðist svo af landi og þjóð að hann hefur haft íslenskan ríkisborgararétt í 40 ár og lítur á sig sem Íslending. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum síðan 1983 og þvælst víða um heiminn. Hann horfðist í augu við óhugnað stríðsins í fyrrum Júgóslavíu þar sem reynt að að ráða hann af dögum. Ævisaga Miks, eins og hann er kallaður, er væntanleg í haust. Haukur Már Haralds- son skráir hana og hún ber vinnuheitið Við drepum þig á morgun mister Magnússon. um en þegar maður starf- aði undir merkjum Rauða krossins var manni hvergi ógnað og sama má segja um Sameinuðu þjóðirnar þangað til í Sarajevo. Þar var mér hótað lífláti og það er ekki góð tilfinning get ég sagt þér. Einn daginn var skotið á mig í tvígang úr launsátri. Ég var úti á götu að spjalla við mann þegar ég fann hvininn frá byssukúlunni við eyrað á mér. Síðar um kvöldið fékk ég hringingu þar sem sagt var við mig: „Þú slappst í dag en við náum þér á morgun.“ Þetta var virkilega ónotalegt enda vissi ég að ég hafði sloppið naumlega fyrr um daginn.“ Mik hefur komið víða við á viðburðaríkri ævi. Hann býr nú í Sevilla á Spáni en lítur á sig sem Ís- lending enda hefur hann verið ríkisborg- ari í fjóra áratugi. Ljósmyndir/Hari 28 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.