Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 8
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Ora grillsósur fást í næstu verslun! Bernaisesósa heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ LÍFRÆN HOLLUSTA N ú er ég bara orðin eirðarlaus og langar að komast heim í faðm fjöl-skyldunnar,“ segir Svanhvít Ada Björnsdóttir sem fyrir sléttri viku gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún liggur enn á lýtalækningadeildinni á Landspítalan- um í Fossvogi. Hinar fjórar transkonurnar sem fóru í samskonar aðgerð í síðustu viku eru allar saman á stofu, beint á móti Svan- hvíti. „Þær fóru í sínar aðgerðir á miðviku- dag og fimmtudag. Ég fór í aðgerð á föstu- dag og þá var ekki meira pláss þannig að ég fékk hérna sérherbergi,“ segir Svanhvít. Í síðasta tölublaði Fréttatímans sagði Svan- hvít frá uppvexti sínum sem lítil stúlka föst í líkama drengs og hvernig hana dreymdi alltaf um það að hafa fæðst í líkama konu. Fyrstu dagana eftir aðgerðina lá hún að mestu fyrir og svaf. Eiginkona hennar, hin bandaríska Erin, var hjá henni fyrstu dag- ana en þurfti síðan að fara aftur til Banda- ríkjanna. Aðgerðin sjálf tók þrjá til fjóra tíma og þegar Svanhvít vaknaði eftir aðgerð- ina leið henni mjög undarlega. „Mér fannst eins og kynfærin á mér væru að brenna. Klofið var alveg glennt út því ég var með svo mikið af umbúðum,“ segir hún. Það var ekki fyrr en á þriðjudag sem Svanhvít tók sín fyrstu skref, þá með aðstoð fjögurra kvenna. „Þetta var eitthvað það erf- iðasta sem ég hef gert. Nú veit ég hvernig það er að vera gömul kona sem á erfitt með að ganga,“ segir hún í gríni. Hún fór síðan í fyrsta eiginlega göngutúrinn um deildina á fimmtudag. Þann sama dag voru umbúðirn- ar teknar af henni. „Það var mjög spes. Mér fannst ég öll léttari.“ Hún reiknar ekki með að útskrifast fyrr en eftir helgina. „Það er svo margt sem ég er spennt fyrir að upplifa. Til dæmis bara að geta farið í nærbuxur án þess að það sé bunga. Ég á stuttbuxnapils heima sem ég hef ekki getað gengið í út af bungunni. Svo get ég núna loksins farið á klósettið eins og ég kalla eðlilega. Eftir þrjá til sex mán- uði þegar allt er búið að gróa fer ég síðan í lýtaaðgerð á kynfærum. Það er eiginlega það sem ég er spenntust fyrir,“ segir hún. Eins og hún sagði í Fréttatímanum fyrir viku lítur hún ekki á aðgerðina sem upphaf eða endi heldur einfaldlega hraðahindrum sem hún þurfti að komast yfir. „Þetta er bara atriði sem þurfti að afgreiða. Nú er ég orðin eins eðlileg og hægt er að kalla eðli- legt,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ingólfur Geir Gissurarson með fánann á toppi Everest hinn 21. maí.  Afrek fimmti og sjötti ÍsleNdiNguriNN til Að klÍfA topp everest Tveir á toppnum Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson náðu takmarki sínu og komust á topp Everest í vikunni, Ingólfur að morgni 21. maí og Leifur í gær. Leifur var fyrstur Íslendinga til að fara norðan- megin upp á tindinn, en sú leið er fáfarnari og erfiðari, og um leið sjötti Íslendingurinn til að ná alla leið á toppinn. Ingólfur var kominn niður í grunnbúðir í gær og var sagður við fína heilsu en mjög þreyttur eftir svefnlitla nótt og erfiða ferð gegnum ísfallið niður í búðirnar. Félagi Ingólfs, Guðmundur Stefán Maríusson, neydd- ist hinn 8. maí til að snúa við vegna veikinda. Fyrstu Íslendingarnir sem klifu á topp Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon sem komust á tind fjallsins að morgni 21. maí 1997. Þann 16. maí 2002 komst Haraldur Örn Ólafsson á tindinn.  Heilbrigðismál viku eftir Aðgerð er svANHvÍt AdA eNN Að jAfNA sig „Orðin eins eðlileg og hægt er“ Svanhvít Ada Björnsdóttir er fegin að kynleiðréttingaraðgerðin hennar er búin. Hún er enn að jafna sig á spítalanum enda um afar stóra aðgerð að ræða. Hún er einna spenntust fyrir að geta klætt sig í nærbuxur án þess að þar sé nokkur bunga. Eftir þrjá til sex mánuði þegar allt er búið að gróa fer ég síðan í lýtaaðgerð á kynfær- um. Svanhvít er enn á spítala eftir aðgerðina. Hún reiknar með að útskrifast eftir helgina. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.