Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 54
54 skák og bridge Helgin 24.-26. maí 2013  Hrókurinn EllEfta starfsárið Hafið Hjá mEðal nágranna okkar í norðri Skákævintýri á Grænlandi s kákfélagið Hrókurinn hélt fyrsta al-þjóðlega skákmótið í sögu Grænlands í Qaqortoq sumarið 2003. Tugir Ís- lendinga komu til þess að taka þátt í þessum sögulega viðburði, sem og stórmeistarar frá hátt í tíu löndum. Ánægjulegast af öllu var þó að fjölmargir Grænlendingar á öllum aldri tóku þátt í hátíð, sem er öllum ógleymanleg. Fyrsta skákin á fyrsta al- þjóðlega mótinu í sögu Grænlands var milli ofurstórmeistarans Ivans Sokolovs frá Bos- níu og Jonathans Motzfeldt, sem þá var for- seti grænlenska þingsins. Skákgyðjan hafði numið land á Grænlandi. Fræjum var sáð. Helstu bakhjarlar þessa fallega ævintýris voru Flugfélag Íslands, ríkisstjórn Íslands og ótal fyrirtæki og einstaklingar. Ég á margar góðar minningar frá þessum sólríku dögum. Sú, sem dýpst er greipt í hug minn og hjarta, er hugsun sem kom upp, þegar ég var einn á báti ásamt græn- lenskum veiðimanni. Hátíðin mikla var af- staðin. Við höfðum átt margar gleðistundir; góðar minningar orðið til. En ég hugsaði – meðan báturinn sveif y?r spegilsléttan sjó- inn: Allt er það einskis virði, nema við höldum áfram. Og við héldum áfram. Félagar mínir í Skákfélaginu Hróknum, samherjar mínir í Kalak, vinir okkar hjá Flugfélagi Íslands – og ótal margir aðrir – við héldum áfram. Nú er hafið 11. starfsár Hróksins á Grænlandi. Við höfum komið á hverju ári, oft tvisvar, stundum þrisvar, en alls eru ferðirnar orðn- ar feiri en 25. Nú eru til taflsett á að minnsta kosti 2.000 grænlenskum heimilum. Við höfum heimsótt skóla í mörgum þorpum, haldið fleiri skákviðburði en við höfum tölu á. Við höfum að mestu – ekki þó einvörð- ungu – einbeitt okkur að nágrönnum okkar á Austur-Grænlandi, enda standa þeir okkur landfræðilega næst, en allir Grænlendingar eru vinir okkar, og okkur dreymir um að heimsækja allar byggðir Grænlands. Við höfum þegar drepið niður fæti í Nuuk, heimsótt skóla og frístundaheimili, og heilsað upp á hina vösku liðsmenn í skákfélagi höfuðborg- arinnar. Við stefnum ótrauð að því að hvert barn í Nuuk – og annars staðar á Græn- landi – fái að kynnast töfraheimi skákíþróttar- innar. Skák er skemmtileg – það er eitt af kjör- orðum okkar í Hróknum. En skákin er meira: Hún er frábært námstæki – við lærum að virkja allt frá rökhugsun til sköp- unargáfunnar – hún sameinar kynslóðirnar, og aldur eða líkamsburðir skipta ekki máli. Skákin er tungumál sem allir geta talað. Við horfum með tilhlökkun til framtíðarinnar. Við hlökkum til að heyra tónlistina óma í Kulusuk. Við hlökkum til að hitta börnin í Nuuk. Við getum ekki beðið eftir því að halda næstu hátíð í Ittoqqortormitt og við erum að undirbúa ferð til Upernavik. Og síðast en ekki síst: í september ætlum við að halda minningarskákmót í Nuuk um Jonathan Motzfeldt, en þá eru liðin 75 ár frá fæðingu hins ástsæla foringja og landsföður á Grænlandi. Jonathan studdi skákland- námið með ráðum og dáð, og skildi manna best hve skákin gat auðgað líf barna og ungmenna – og fólks á öllum aldri. Ég naut þeirra forréttinda að vera gestur hans og frú Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt þegar leið mín lá fyrst til Grænlands 2003. Kvöld- stund með þeim hjónum er ein af mínum dýrmætustu minningum — auðvitað endaði kvöldið við talfborðið, og þar sýndi Íslands- vinurinn tilþrif, sem lengi verða í minnum höfð. Til er orðskviður amerískra frumbyggja: Til að draumur rætist þarf maður fyrst að láta sig dreyma. Okkur í Skákfélaginu Hróknum dreymir þetta: Að fjölga ánægju- stundum á Grænlandi og efla vináttu og samvinnu þjóðanna í norðri. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins n orðurlandamót í bridge verður í ár haldið á Íslandi, fer fram nú helgina, 24.-26. maí. Spilastaður er Hótel Keflavík. Keppt verður í opnum flokki og kvennaflokki. Í opnum flokki senda allar Norðurlandaþjóðirnar lið og lið Íslendinga er skipað pörunum Jóni Baldurssyni, Þorláki Jónssyni, Aðalsteini Jörgensen, Bjarna Einarssyni, Ragnari Hermannssyni og Guðmundi Snorrasyni. Fjórar þjóðir taka þátt í kvennaflokki, auk Íslands eru Danmörk, Noregur og Sví- þjóð með lið. Lið Íslands í kvennaflokki er skipað Önnu Ívarsdóttur, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Bryndísi Þorsteinsdóttur, Maríu Haraldsdóttur, Ólöfu Þorsteinsdótt- ur og Svölu Pálsdóttur. Núverandi Norður- landameistarar í opnum flokki (2011) er lið Noregs og Danmörk var sigurvegari í kvennaflokki. Lið Íslands var skipað tveimur pörum í opnum flokki á síðasta Norðurlandamóti, Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson voru með Aðalsteini Jörgensen og Bjarna Einarssyni. Aðal- steinn og Bjarni voru með hæstu mönnum í bötlerútreikningi mótsins, fengu 0,66 í plús í spili. Þetta spil í síðari leiknum gegn Dönum á NM 2011 gaf þeim góða skor, suður gjafari og AV á hættu: Suður vestur norður austur Pass pass 1 spaði 2 lauf 2 grönd 5 lauf pass pass Dobl redobl p/h Aðalsteinn kom inn á tveimur laufum og tvö grönd var gervisögn, sýndi fjögurra spila stuðning við spaðann og áskorunar- hönd. Bjarni sá fyrir sér líklega eyðu í spaða hjá Aðalsteini og lét vaða í 5 lauf. Suður doblaði þann samning og Bjarni redoblaði kok- hraustur með spil vesturs. Það var bara handavinna fyrir Aðalstein að vinna spilið og 12 impar græddust, því samningurinn var 4 spaðar doblaðir á hinu borðinu sem fóru 1 niður. Síðari leikurinn við Dani fór 17-13 eftir 23-7 sigur í fyrri leiknum. Að vonum eru slíkar sigurtölur æskilegar hjá liði Íslands. Sýnt verður frá 2 borðum á NM á Bridge Base Online (4 útsendingar) í öllum leikjum. Sumarbridge hafið Árlegt sumarbridge hófst mánudaginn 20.maí (2 í hvítasunnu). Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum í sumar og hefst spilamennska báða dagana klukkan 19 og verður spilaður Barómeter tvímenn- ingur. Sveinn Eiríksson sér um sumar- bridge. Úrslitin verða uppfærð á heimasíðu BSÍ. Guðlaugur Sveinsson og Bald- ur Bjartmarsson unnu fyrsta spila- kvöld Sumarbridge 2013 með 62,2% skor. Í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvars- son með 57,9% og í 3ja sæti Jón Hákon Jónsson og Guð- mundur Skúlason með 56,7%.  BridgE árlEgt sumarBridgE Hafið Norðurlandamót í bridge hérlendis um helgina SMELLTUÁ KÖRFUNA NETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP AFSLÁTTUR A F FARTÖLVUM OG SPJALDTÖLVUM ALLT AÐ 40 ÞÚSUND Tölvutek • Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Landslið Íslands í kvennaflokki.Landslið Íslands í opnum flokki. ♠ÁKG43 ♥10743 ♦D2 ♣D5 ♠9652 ♥ÁDG9 ♦G974 ♣8 ♠ D1087 ♥ 6 ♦ ÁK105 ♣ 10432 ♠ - ♥ K852 ♦ 863 ♣ ÁKG976 N S V A Hrafn Jökulsson og Páll Gunnarsson tefla í Hvalseyjarkirkju. Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jónatan Motzfeldt takast í hendur eftir fjöruga skák, sem græn- lenski þingforsetinn vann. Hrókurinn stefnir ótrauður að því að hvert barn í Nuuk – og annars staðar á Grænlandi – fái að kynnast töfraheimi skákíþróttarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.