Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 76
8 viðhald húsa Helgin 24.-26. maí 2013
Níutíu og fjögurra
ára járnvöruverslun
Verslunin Brynja var stofnuð árið 1919 og er elsta starfandi járnvöruverslun landsins. Gólfflötur
Brynju er minni en flestra annarra byggingavöruverslana á Íslandi en vöruúrvalið er þó gott, allt frá
skrúfum upp í trésmíðavélar.
Hússjóður. Ákvörðun gjalda
Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum er
skylt að stofna skuli hússjóð sé þess
krafist af minnst ¼ hluta eigenda,
annaðhvort miðað við fjölda eða eignar-
hluta. Aðalfundur ákveður fjárhæð hús-
sjóðsgjalda á grundvelli áætlunar um
útgjöld og reglna um kostnaðarskiptingu.
Hússjóður getur verið rekstrarsjóður eða
framkvæmdasjóður eða blandaður. Sé
fyrst og fremst um rekstrarsjóð að ræða
eru gjöld eigenda því sem næst jöfn enda
skiptist rekstrarkostnaður að jöfnu. Sé
sjóðurinn fyrst og fremst framkvæmda-
sjóður skiptast gjöldin að mestu eftir hlut-
fallstölum. Þegar árið er gert upp koma
oftast í ljós einhver frávik miðað við álögð
húsgjöld. Sé gjaldaáætlun vönduð og rétt
kostnaðarskipting lögð til grundvallar
eru frávikin yfirleitt smávægileg. Þau skal
jafna við heildaruppgjör á hússjóðnum.
Vanskil. Lögveð
Alltaf geta komið upp atvik og aðstæður
hjá fólki sem gera því erfitt eða ómögu-
legt að standa í skilum. Hússjóðsgjöld eru
tryggð með lögveði í íbúðum. Lögveðið
gengur framar bæði eldri og yngri veð-
skuldum og fjárnámum. Lögveðið er vel
að merkja tímabundið og fellur niður ári
eftir gjalddaga. Húsfélag getur meðan
lögveðið lifir litið fram hjá eigendaskiptum
en þegar það fellur niður verður hús-
félagið að beina kröfu að þeim sem var
þinglýstur eigandi þegar krafan stofnast.
Vökul stjórn
Stjórnin má ekki leyfa hússjóðsskuldum
að hlaðast upp né glata hinu dýrmæta
lögveði. Hún hefur ekki heimild til að veita
langa og ítrekaða gjaldfresti þótt aðstæð-
ur séu bágar og brjóstumkennanlegar. Í
slíkum tilvikum verða félagsmálayfirvöld
eða lánastofnanir að koma til sögunnar
en ekki hússjóðurinn. Við vanskil verða
aðrir eigendur óhjákvæmilega að axla
aukabyrði meðan krafan er innheimt. Þess
vegna þurfa húsfélög að hafa borð fyrir
báru þegar húsgjöld eru ákveðin.
Fjármál og bókhald
Stjórn húsfélags fer með fjármál þess.
Í fjöleignarhúsum með 6 eignarhlutum
eða færri þarf ekki sérstaka stjórn og
fara þá eigendur í sameiningu með verk-
efni hennar. Þeir skipta með sér verkum
og geta falið einum eiganda að annast
fjármálin. Stjórn húsfélags skal halda
reikninga yfir tekjur og gjöld húsfélagsins.
Skal hún innheimta hjá eigendum hlut-
deild þeirra í sameignlegum kostnaði og
henni ber að varðveita og ávaxta fjármuni
húsfélagsins á tryggan og öruggan hátt.
Bókhaldsskylda
Stjórnin skal sjá um að bókhald hús-
félagsins sé fært og haldið á réttan og
fullnægjandi hátt. Skal færa efnahags- og
rekstrarreikninga og reikningsárið er
almanaksárið. Samkvæmt bókhaldslögum
er húsfélag bókhaldsskylt. Allar bókhalds-
færslur verða að byggjast á traustum og
áreiðanlegum fylgiskjölum og þær skráðar
á skýran, varanalegan hátt. Fylgiskjöl ber
að varðveita með rekjanlegum hætti í
númeraröð.
Ársreikningar
Ársreikningar húsfélaga skulu vera í
samræmi við bókhaldslög. Þeir eiga
að samanstanda af rekstrarreikningi,
efnahagsreikningi og skýringum. Í
rekstrarreikningi eiga að koma fram
sundurliðaðar tekjur og gjöld þannig að
hægt sé að bera saman reksturinn og
áætlunina um álagningu húsgjalda. Efna-
hagsreikningurinn á að sýna eignir og
skuldir í árslok. Í skýringum skal svo geta
atriða sem þýðingu hafa við mat á rekstri
og efnahag félagsins. Ársreikningurinn
skal áritaður af þeim sem ábyrgð ber á
bókhaldinu og rita yfirleitt allir stjórnar-
menn undir hann. Stjórn húsfélags ber að
leggja endurskoðaða ársreikninga fram
á aðalfundi og skýra þá og bera þá upp
til samþykktar að loknum umræðum og
fyrirspurnum.
Endurskoðandi
Á aðalfundi skal húsfélag kjósa sér
endurskoðanda sem vera skal löggiltur sé
þess krafist af minnst ¼ eigenda miðað
við hlutfallstölur eða fjölda. Endurskoð-
andi skal hafa aðgang að öllu bókhaldi
félagsins og stjórn er skylt að gefa honum
allar þær upplýsingar um fjárhag, rekstur
og starfsemi félagsins sem hann æskir.
Endurskoðandi skal ganga úr skugga um
og staðfesta að sameiginlegum kostnaði
sé skipt samkvæmt fyrirmælum laga Hann
áritar svo ársreikningana með eða án
athugasemda.
Upplýsingaskylda
Stjórn hefur mjög ríka upplýsingaskyldu
gagnvart eigendum. Henni er skylt að
gefa eigendum upplýsingar og skýringar
um hvað eina sem snertir málefni hús-
félags, rekstur þess, viðhald og fjármál. Í
fjármálum húsfélags mega engin leyndar-
mál búa. Allt á að vera upp á borðinu,
gegnsætt og aðgengilegt. Annað býður
heim hættu á tortryggni, úlfúð og deilum.
Húseigendafélagið
Brynja járvöruverslun við laugaveg
Hjá Brynju
er hægt
að fá litlar
bréfalúgur
sem passa í
gömul hús.
Með tímanum
hafa dagblöðin
orðið stærri og
bréfalúgurnar
sömuleiðis.
Ljósmynd/Hari.
a ð sögn Haldors G. Haldor-sen eru íbúar miðborgar-innar duglegir að gera hlut-
ina sjálfir og hafa alltaf verið. „Það
hefur ekki breyst eftir efnahags-
hrunið. Á þessu svæði býr allt frá
fátækum námsmönnum upp í efnað
fólk og allt þar á milli,“ segir Haldor,
aðspurður hvort fólk reyni frekar
að framkvæma viðhald sjálft eftir
efnahagshrunið.
Hjá Brynju er gott úrval af hurð-
arhúnum og sérpöntunarþjónusta á
húnum sem er vinsæl. „Það virðist
ekki vera mikið úrval af hurðarhún-
um á markaðnum og við eigum og
sérpöntum húna í eldri hús,“ segir
Haldor. Hjá Brynju eru einnig á boð-
stólum ýmsar járnvörur, verkfæri,
gluggalamir, hurðaskrár og raf-
lagnaefni ásamt árstíðabundnum
vörum, eins og garðverkfærum og
snjóskóflum.
Að sögn Haldors getur verið
vandkvæðum háð að finna bréfalúg-
ur sem passa í gömul hús. „Í gamla
daga voru bréfalúgur frekar litlar
og stundum er því þannig háttað
að umbúnaður í hurðum er þannig
að erfitt getur verið að koma nýjum
bréfalúgum fyrir. Við reynum því
að eiga til þessar minni lúgur sem
hægt er að nota í staðinn en þær er
erfitt að fá. Blöðin hafa stækkað og
lúgurnar með,“ segir Haldor.
Þó gólfflötur Brynju sé minni
en gengur og gerist hefur það ekki
komið niður á vöruúrvalinu sem er
svipað og hjá stóru búðunum, fyrir
utan grófvöru eins og timbur, ein-
angrun og slíkt. Lengi vel var versl-
unin með mesta úrval landsins af
trésmíðavélum og er enn með gott
úrval af þeim í kjallara verslunar-
innar.
Áratuga reynsla
Verslunin Brynja var stofnuð árið
1919 og var fyrst á nokkurra fer-
metra rými. Verslunin flutti svo í
núverandi húsnæði, að Laugavegi
29, árið 1929. Brynjólfur Björnsson,
framkvæmdastjóri Brynju, tók við
rekstrinum af föður sínum árið 1993
en faðir hans hafði byrjað að starfa
hjá Brynju sem sendisveinn á unga
aldri og varð svo síðar bókari versl-
unarinnar og svo eigandi. Frá 1953
hefur Brynja verið í eigu fjölskyldu
Brynjólfs.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Hússjóður
FjÁrmÁL HúsFéLaga
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör