Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 26
gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M / S ÍA / N M 57 44 6 Þ etta er Reykjavíkursaga sem er byggð á mínu lífi og fólki í kringum mig. Ég nýti mér allt það fyndnasta sem gerst hefur í mínum hópi. Það eru margir á nálum yfir útkomunni en ég get fullvissað þá að öllum nöfnum hefur verið breytt,“ segir Björg Magnúsdóttir. Ekki ný Tobba Marinós Fyrsta bók Bjargar, Ekki þessi týpa, kemur út hjá Forlaginu í næstu viku. Í henni fylgjast lesendur með fjórum manneskjum á þrítugsaldri. Björg segir að frásögnin sé í fyrstu persónu þannig að lesendur fylgjast með hugsunum fjögurra einstaklinga en um leið fram- vindunni. „Ég skilgreini þetta sem skvísubók fyrir „intellektúala“. Þetta er meira Girls en glamúrinn í Sex and the City. Svo er smá pólitík og góður húmor sem blandast inn í þetta,“ segir Björg. Skvísubókmenntir eru ung bók- menntagrein hér á landi. Í þeim geira hefur Tobba nokkur Marinósdóttir haft sig mest í frammi. Liggur ekki beint við að segja að þú sért hin nýja Tobba Marinós? „Nei, ég myndi ekki segja að það væri góð lýsing. Ég er bara ég. Vissulega er ég að fást við sama efni og hún og Sólveig Jónsdóttir hafa gert en ég tek gjörólíkt á því.“ Með hjartað í buxunum hjá Forlaginu Björg segir að hún hafi byrjað að skrifa bókina í júní í fyrra þó sagan kunni að hafa gerjast ómeðvitað í kolli hennar um lengri tíma. „Svo fór ég með hjartað í buxunum á fund í Forlaginu í janúar með söguna tilbúna. Þau létu mig bíða í níu vikur eftir svari. Ég var alveg ógeðs- lega stressuð en svo spilaðist nokkuð hratt úr þessu.“ Ekki er algengt að fyrsta bók höf- undar komi því sem næst tilbúin til forlags. Björg segir að það hafi verið með ráði gert. „Mér fannst mikilvægt að koma með fullmótaða sögu þannig að lítið væri hægt að krukka í henni. Ég vildi ekki fara í ritstjórnarlegt debatt þó auðvitað hafi ritstjórinn minn, Sig- þrúður Gunnarsdóttir, híft þetta á æðra plan þegar hún komst með puttana í söguna. Ég vil fá mínu framgengt þegar ég veit að ég hef rétt fyrir mér,“ segir hún og hlær. Hleypur hálfmaraþon í sumar Björg er nýorðin 28 ára. Hún ólst upp í Hafnarfirði en býr nú í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem hún keypti sér nýverið íbúð. „Ég fór í Versló og er fyrr- verandi skinka. Ég tók það tímabil mjög alvarlega. Svo lauk ég BA-prófi í stjórn- málafræði árið 2011 og tók í kjölfarið master í hagnýtri menningarmiðlun. Ég á ekki gæludýr og er mikill húmoristi. Þetta er að verða eins og einkamálaaug- lýsing,“ segir Björg í léttum dúr. Þrjár vikur eru síðan Björg hóf störf á fréttastofu RÚV. Hún hefur áður fengist við ýmis fjölmiðlastörf, til að mynda pistlaskrif á Pressunni og á Smart- landi á Mbl.is. „Pistlaskrifin eru rauði Ég vil fá mínu fram- gengt þegar ég veit að ég hef rétt fyrir mér. Tók skinkutímabilið mjög alvarlega Björg Magnúsdóttir telur nú dagana niður að útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, Ekki þessi týpa. Hún segir að bókin sé skvísubók en er ekki á því að bókin sverji sig í ætt við verk Tobbu Marinósdóttur. Björg starfar sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og hleypur langhlaup í frístundum. Hún er með hugmyndir að fleiri bókum í kollinum en hvort þær verða skrifaðar veltur á viðtökunum sem fyrsta bókin fær. Björg Magnús- dóttir er ánægð með fyrstu bók sína sem kemur út í næstu viku. Hún býst við að skrifa fleiri bækur verði undirtektirnar við þeirri fyrstu sæmilegar. Ljósmynd/Hari þráðurinn, ég hef haft svakalega gaman af þeim. Það hefur alltaf verið áhugamál hjá mér að skrifa og þegar ég fékk tækifæri með pistlunum fór boltinn að rúlla. Ég fann að þarna var komið eitthvað sem ég gæti gert meira af.“ Þegar Björg á frí frá vinnu og situr ekki við skriftir finnst henni gaman að fara í bíó, í leikhús og vera með skemmtilegu fólki. Að- aláhugamálið er þó að hlaupa. „Ég er mikill hlaupari enda hugsa ég best og skýrast á hlaupum. Ég stefni á að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Nú er ég komin upp í 17 kílómetra.“ Eru fleiri bækur á teikniborðinu hjá þér? Já. Alveg mjög margar. Það fer auðvit- að svolítið mikið eftir því hvernig gengur með þessa bók hvað verður. Ef þetta verður glatað þarf ég kannski að gefa þær út sjálf í framtíðinni. Þetta eru alla vega fyndnir karakterar sem mig langar að vinna meira með í framtíðinni.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 26 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.