Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 47
Helgin 24.-26. maí 2013 Umsóknarfrestur til 19. júní. PI PA R\ TB W A • SÍ A NÝ NÁMSBRAUT Í STYRKTARÞJÁLFUN ÍÞRÓTTAAKADEMÍA Íþróttaakademía Keilis býður nú upp á kreandi, skemmtilegt og metnaðarfullt nám í ÍAK styrktarþjálfun. KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net ÍAK einkaþjálfun er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi þar sem einkunnarorðin eru fagmennska og þekking. Mikil áhersla er lögð á að tengja fræðin við verklega kennslu og atvinnulífið. ÍAK styrktarþjálfun er hagnýtt og hnitmiðað nám ætlað metnaðarfullum þjálfurum sem vilja sérhæfa sig í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks. Miklir atvinnumöguleikar eru fyrir ÍAK þjálfara og samkvæmt könnunum eru þeir eftirsóttir þjálfarar. Námið miðar að því að skila þjálfurum tilbúnum til starfa. Komdu í Keili! M eð hækkandi sól virðist hlaupaæði grípa Ís-lendinga á hverju einasta ári. Jafnvel þó þú hafir aldrei hlaupið getur þú vel komið þér í hlaupaform og farið einhverja af styttri vegalengdunum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 24. ágúst. Mörgum sem eru að byrja að æfa finnst gott að setja sér markmið og því er skráning í Reykjavíkurmaraþonið góð hvatning. Þeir sem eru heilbrigðir og byrja strax að skokka geta vel komið sér í þannig form á þessum tíma þannig að þeir geti farið 10 kílómetra í ágústlok. 10 km hlaupið hefur verið vinsælasta vegalengdin í Reykjavíkurmaraþoni frá árinu 2005. Vegalengdin var í fyrsta sinn í boði í tíunda hlaupinu árið 1993 en þá tók 1.131 þátt. Í fyrra skráðu 5.177 sig í 10 kílómetra hlaup. Mikilvægast er að fara ekki of geyst af stað þegar þú byrjar að æfa. Þannig aukast líkur á meiðslum og þá er allt puðið fyrir bí. Gott er að miða við að fara þrisvar í viku út að hlaupa, og hlaupa og ganga til skiptis ef þú ert algjör byrjandi. Fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á hlaupa- brautinni eru í boði ýmsar bækur þar sem farið er yfir útbúnað, hlaupastíl og næringu. Á síðunni hlaup.is er síðan hægt að panta sína eigin hlaupaáætlun gegn gjaldi. Í gegnum síðuna er einnig hægt að skrá sig á hlaupanámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Reykjavíkurmaraþonið er hluti af móta- röð hlaupa sem nefnist Powerade Sumarhlaupin. Víðavangshlaup ÍR og Fjölnishlaupið sem þegar eru búin í sumar eru hluti af þessari mótaröð. Þeim sem eru byrjaðir að hlaupa er bent á Miðnætur- hlaup Suzuki sem hefst í Laug- ardalnum í Reykjavík að kvöldi Jónsmessu, þann 24. júní, sem er þriðja Powerade-hlaup sumarsins. Þar er hægt að velja um að hlaupa 5, 10 eða 21 kílómetra. Ármannshlaup- ið fer fram 10. júlí og loks er það sjálft Reykjavíkurmara- þonið. Byrjaðu núna. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Heilsa enn er tíMi til að koMa sér í forM fyrir 10 kílóMetrana Byrjaðu að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið 10 kílómetrar er vinsælasta vegalengdin í Reykjavíkurmara- þoninu. Í fyrra skráðu sig á sjötta þúsund til að hlaupa 10 kílómetra, af alls 13.410 þátttakendum. Mynd/Reykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.