Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 47

Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 47
Helgin 24.-26. maí 2013 Umsóknarfrestur til 19. júní. PI PA R\ TB W A • SÍ A NÝ NÁMSBRAUT Í STYRKTARÞJÁLFUN ÍÞRÓTTAAKADEMÍA Íþróttaakademía Keilis býður nú upp á kreandi, skemmtilegt og metnaðarfullt nám í ÍAK styrktarþjálfun. KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net ÍAK einkaþjálfun er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi þar sem einkunnarorðin eru fagmennska og þekking. Mikil áhersla er lögð á að tengja fræðin við verklega kennslu og atvinnulífið. ÍAK styrktarþjálfun er hagnýtt og hnitmiðað nám ætlað metnaðarfullum þjálfurum sem vilja sérhæfa sig í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks. Miklir atvinnumöguleikar eru fyrir ÍAK þjálfara og samkvæmt könnunum eru þeir eftirsóttir þjálfarar. Námið miðar að því að skila þjálfurum tilbúnum til starfa. Komdu í Keili! M eð hækkandi sól virðist hlaupaæði grípa Ís-lendinga á hverju einasta ári. Jafnvel þó þú hafir aldrei hlaupið getur þú vel komið þér í hlaupaform og farið einhverja af styttri vegalengdunum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 24. ágúst. Mörgum sem eru að byrja að æfa finnst gott að setja sér markmið og því er skráning í Reykjavíkurmaraþonið góð hvatning. Þeir sem eru heilbrigðir og byrja strax að skokka geta vel komið sér í þannig form á þessum tíma þannig að þeir geti farið 10 kílómetra í ágústlok. 10 km hlaupið hefur verið vinsælasta vegalengdin í Reykjavíkurmaraþoni frá árinu 2005. Vegalengdin var í fyrsta sinn í boði í tíunda hlaupinu árið 1993 en þá tók 1.131 þátt. Í fyrra skráðu 5.177 sig í 10 kílómetra hlaup. Mikilvægast er að fara ekki of geyst af stað þegar þú byrjar að æfa. Þannig aukast líkur á meiðslum og þá er allt puðið fyrir bí. Gott er að miða við að fara þrisvar í viku út að hlaupa, og hlaupa og ganga til skiptis ef þú ert algjör byrjandi. Fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á hlaupa- brautinni eru í boði ýmsar bækur þar sem farið er yfir útbúnað, hlaupastíl og næringu. Á síðunni hlaup.is er síðan hægt að panta sína eigin hlaupaáætlun gegn gjaldi. Í gegnum síðuna er einnig hægt að skrá sig á hlaupanámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Reykjavíkurmaraþonið er hluti af móta- röð hlaupa sem nefnist Powerade Sumarhlaupin. Víðavangshlaup ÍR og Fjölnishlaupið sem þegar eru búin í sumar eru hluti af þessari mótaröð. Þeim sem eru byrjaðir að hlaupa er bent á Miðnætur- hlaup Suzuki sem hefst í Laug- ardalnum í Reykjavík að kvöldi Jónsmessu, þann 24. júní, sem er þriðja Powerade-hlaup sumarsins. Þar er hægt að velja um að hlaupa 5, 10 eða 21 kílómetra. Ármannshlaup- ið fer fram 10. júlí og loks er það sjálft Reykjavíkurmara- þonið. Byrjaðu núna. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Heilsa enn er tíMi til að koMa sér í forM fyrir 10 kílóMetrana Byrjaðu að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið 10 kílómetrar er vinsælasta vegalengdin í Reykjavíkurmara- þoninu. Í fyrra skráðu sig á sjötta þúsund til að hlaupa 10 kílómetra, af alls 13.410 þátttakendum. Mynd/Reykjavik.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.