Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 12
www.kia.com
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir.
Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,84%.
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
Nýr Carens kostar frá 4.990.777 kr.
Aðeins 47.677 kr. á mánuði í 84 mánuði*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3-
12
02
Nýr Kia Carens - rúmgóður 7 sæta fjölskyldubíll
Það er frábært að skutlast með börnin á íþróttaæfingar, í tónlistarskólann eða
heim til leikfélaganna þegar bíllinn er rennilegur og góður í akstri eins og Kia Carens.
Í honum finnur þú allt sem prýðir góðan og einstaklega vel búinn 7 sæta fjölskyldubíl
og að sjálfsögðu er hann með 7 ára ábyrgð. Nýr Carens 1,7 dísil, sex gíra, eyðir frá
5,1 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri.
Komdu í Öskju og kynntu þér nýjan og einstaklega vel búinn Carens.
A f laverðmæti íslenskra skipa nam 30,2 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins
samanborið við 30,3 milljarða á sama
tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því
dregist saman um rúmlega 111 millj-
ónir króna eða 0,4% á milli ára, að því
er fram kom hjá Hagstofu Íslands í gær.
„Aflaverðmæti botnfisks var tæp-
lega 17 milljarðar og dróst saman um
2,0% frá sama tíma í fyrra. Verðmæti
þorskafla var um 9,4 milljarðar og
dróst saman um 4,7% frá fyrra ári.
Aflaverðmæti ýsu nam 2,6 milljörðum
og dróst saman um 7,4% en verðmæti
karfaaflans nam 2,5 milljörðum, sem
er 2,3% aukning frá fyrstu tveimur
mánuðum ársins 2012. Verðmæti ufsa-
aflans jókst um 14,5% milli ára og nam
rúmlega 1,1 milljarði króna í janúar til
febrúar 2013.
Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum
11,9 milljörðum króna í janúar til
febrúar 2013, sem er um 7,0% aukn-
ing frá fyrra ári. Sú aukning skýrist
að mestu af loðnuafla en nær eng-
inn annar uppsjávarafli var veiddur
á fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Aflaverðmæti flatfisksafla nam um 1,3
milljörðum króna, sem er 31,1% sam-
dráttur frá janúar til febrúar 2012.
Verðmæti afla sem seldur er í beinni
sölu útgerða til vinnslu innanlands
nam 18,6 milljörðum króna og dróst
saman um 1,3% miðað við fyrstu tvo
mánuði ársins 2012. Verðmæti afla
sem keyptur er á markaði til vinnslu
innanlands jókst um hálft prósent
milli ára og var tæplega 3,8 milljarðar
króna. Aflaverðmæti sjófrystingar
nam rúmum 6,9 milljörðum í janúar til
febrúar og jókst um 7,6% milli ára en
verðmæti afla sem fluttur er út óunn-
inn nam 727 milljónum króna, sem er
30,2% samdráttur frá árinu 2012.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
CApACent Vottun IBM
„Viðurkenning
á þekkingu
og færni“
Bandaríska fyrirtækið IBM, sem er leið-
andi á sviði viðskiptahugbúnaðar, hefur
gefið Capacent vottun sem IBM Premium
Business Partner, en það er æðsta vottun
sem samstarfsaðilar IBM geta hlotið, að
því er fram kemur í tilkynningu Capa-
cent.
„Capacent hefur átt farsælt samstarf við
IBM um margra ára skeið og m.a. verið
stærsti aðilinn í sölu og þjónustu Cognos-
viðskiptahugbúnaðar á Íslandi. Þá hefur
Capacent verið endursöluaðili fyrir töl-
fræðihugbúnaðinn SPSS á Íslandi undan-
farin ár. IBM og Capacent hafa einnig
átt samstarf varðandi þróun analytics og
Big Data-lausna fyrir íslensk fyrirtæki og
stofnanir,“ segir enn fremur.
„Þessi ákvörðun IBM er mikill heiður
fyrir Capacent og viðurkenning á þekk-
ingu og færni okkar sérfræðinga,“ segir
Ingvi Þór Elliðason, forstjóri Capacent.
Þess má geta að IBM birti í síðustu
viku frásögn af verkefni sem Capacent
vann fyrir Distica og fólst í þróun og inn-
leiðingu á svokallaðri umbjóðendagátt þar
sem byggt var á hugbúnaðarlausnum frá
IBM Cognos. - jh
FIskAFlI sVIpAð AFlAVerðMætI og á sAMA tíMA í FyrrA
Þrjátíu milljarða verðmæti
fyrstu tvo mánuðina
Verðmæti þorskafla dróst heldur saman miðað við sama tíma í fyrra en loðnuaflinn var
verðmætari.
12 viðskipti Helgin 24.-26. maí 2013