Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 58
58 bíó Helgin 24.-26. maí 2013 Hópurinn slapp með fúlgur fjár en getur ekki snúið aftur til Banda- ríkjanna og er dreifður víða um heiminn.  Frumsýnd Fast & Furious 6 F ast and the Furious-bálkurinn hefur reynst Universal drjúg gullnáma og fyrirtækið er hvergi nærri hætt að blóðmjólka fyrirbærið. Lætin byrjuðu fyrir rúmum áratug, þegar töffarinn Vin Diesel þótti funheitur. Hann var ábúðarmikill mjög í hlutverki bílabófans Dominic Toretto sem stundaði ofsaakstur ásamt félögum sínum af miklu kappi. Paul Walker lék ungan lögreglumann sem settur var til höfuðs genginu sem hann gekk til liðs við á fölskum forsendum. Ekki tókst honum þó betur upp en svo að hann varð ástfanginn af systur Dominics og varð síðar fullgildur meðlimur í kappaksturshópn- um. Síðan þá hafa félagarnir lent í ýmsum hremmingum en bálkurinn tók tímabæra U-beygju með Fast Five 2011. Þá var aðeins dregið úr heiladauðum hraðakstrinum og myndin hverfðist um bíræfið rán sem ökuþór- arnir ætluðu sér að fremja til þess að kaupa sér höfuðlausn. Leikarinn vöðvastælti Dwayne Johnson, löngum þekktur sem The Rock, kom nýr til leiks í fimmtu myndinni í hlutverki alríkis- lögreglumanns sem var harðákveðinn í að koma lögum yfir Dominic og félaga. Hópur- inn slapp með fúlgur fjár en getur ekki snúið aftur til Bandaríkjanna og er dreifður víða um heiminn. Í þessari sjöttu mynd er hins vegar komin upp sú sérkennilega staða að lögreglumaður- inn þarf á aðstoð Dominics að halda til þess að uppræta harðsnúinn hóp bílabandíta. Dom smalar því saman liði sínu í London þar sem lagt er til atlögu við skúrkana gegn fyrirheiti um sakaruppgjöf og þá um leið tækifæri til þess að snúa aftur heim. Harðhausinn Jason Statham skýtur upp kollinum í þessari mynd og leikur bróður aðalskúrksins en talið er víst að Statham taki við stýrinu í lokin og verði höfuðandstæðing- ur Dominics í Fast & Furious 7 á næsta ári. Statham er vitaskuld einhver aðsópsmesti hasarmyndaleikarinn í Hollywood um þessar mundir og er auk þess ekki alveg óvanur ofsaakstri þar sem hann lék á sínum tíma í í endurgerð The Italian Job og keyrði eins og óður maður í hlutverki nafnlausa bílstjórans í Transporter-myndunum þremur. Hörkutólið Michelle Rodriguez heiðrar þessa samkomu einnig með nærveru sinni. Hún var hluti af hópnum í fyrstu myndunum sem Letty, ástkona Doms, en hann vissi ekki betur en að hún væri látin. Nú er hún semsagt risin upp frá dauðum en er illu heilli gengin til liðs við vondu kallana þannig að úr vöndu er að ráða. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 78%, Metacritic: 53% Sjálfsagt óraði engan fyrir því árið 2001 að bílahasarinn The Fast and the Furious sem gerði lukku í bíó það árið myndi geta af sér ekki færri en sex framhaldsmyndir. Sú er þó raunin og nú er Fast & Furious 6 komin í bíó og endir hennar beintengist mynd númer sjö sem er ekki langt undan. Vin Diesel og kletturinn Dwayne Johnson tókust á í síðustu mynd en snúa nú bökum saman. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Díselinn gefur allt í botn Vin Diesel og Dwayne Johnson í hlutverkum bílabófans og alríkislögreglumannsins. Þeir elduðu grátt silfur í Fast Five en snúa nú bökum saman. Átök á Þingvöllum Mikið hefur gengið á hjá Lucasfilm eftir að Disney keypti Stjörnustríðs- risann í fyrra. Nýr kvikmyndaþrí- leikur er í undirbúningi auk sjálf- stæðra Star Wars-mynda inn á milli. Fyrirhugaðir tölvuleikir hafa verið slegnir af og ýmsir möguleikar á því að kreista sem flest egg úr geimgull- gæsinni eru í skoðun. Teiknimyndaþættirnir Star Wars: The Clone Wars luku göngu sinni fyrr á þessu ári en ákveðið hefur verið að taka upp þráðinn með nýrri seríu, Star Wars: Rebels, sem hefur göngu sína á næsta ári. Star Wars: Rebels kemur til með að gerast milli síðustu myndar- innar í seinni þríleiknum, Episode III – Revenge of the Sith, og fyrstu myndarinnar í gömlu þrennunni, Episode VI – A New Hope. Í þessari eyðu í sögunni styrkti hinn illi keisari Palpatine veldi sitt með dyggri aðstoð Svarthöfða sem gekk vasklega fram við að útrýma fyrrum félögum sínum í reglu Jedi-riddaranna. Ofríki Keisaraveldisins varð til þess að ýmsum stjörnukerfum var nóg boðið og blásið var til uppreisnar en bandalag uppreisnarmanna vann, sem kunnugt er, sinn fyrsta stórsigur í Episode IV þegar Logi Geimgengill sprengdi hið ógurlega Helstirni.  Game oF thrones aFtur til Íslands Kvikmyndavefurinn Svarthöfði greindi frá því í gær að stefnt sé að því að taka upp atriði fyrir fjórðu þáttaröð hinna vinsælu ævintýraþátta Game of Thrones á Íslandi. Íslensk náttúra og landslag var fyrst notað í annarri þáttaröðinni og ánægjan var slík að tökuliðið sneri aftur fyrir þriðju seríuna, sem nú er í sýningum á Stöð 2, og framleiðendur þáttanna hafa hug á að nýta landið enn frekar. Samkvæmt heimildum Svarthöfða stendur til að taka upp atriði á Þing- völlum, Hengli og í Þjórsárdal. Áður voru þættirnir teknir á Svínafellsjökli, Mývatni og Vatnajökli. Tökur á þátt- unum byrja seinnihluta júlí og standa fram í ágúst. Síðast unnu 270 manns að tökunum hérlendis og má búast við álíka fjölda að þessu sinni. Þá má geta þess að nú stendur yfir heilmikil leit að íslenskum hestum sem gætu fengið aukahlutverk í þáttunum.  stjörnustrÍð önnur teiknimyndaröð Uppgangur keisarans og uppreisnin Klónuðu hermennirnir í The Clone Wars munu væntanlega ekki láta sitt eftir liggja í Star Wars: Rebels. Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu Okkar markmið er að allir landsmenn heyri vel Heyrnarþjónusta Hlíðasmára 11 – 210 Kópavogi- Sími 534-9600 – heyrn.is HANNAH ARENDT LAU - SUN: 17:50 (12) SIGHTSEERS LAU - SUN: 18:00, 20:00, 22:00 (16) SKÓLANEMAR: 25% AfSLáTTUR GEGN fRAMvíSUN SKíRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.