Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 79

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 79
Helgin 24.-26. maí 2013 viðhald húsa 11 Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk. Hver ábyrgist þinn meistara? Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda. Kynntu þér málið á www.si.is ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara? Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is málarameistarafélagið www.malarar.is meistarafélag byggingarmanna á norðurlandi www.mbn.is Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara www.dukur.is meistarafélag suðurlands www.mfs.is meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih meistarafélag húsasmiða www.mfh.is sart - samtök rafverktaka www.sart.is múrarameistarafélag reykjavíkur www.murarameistarar.is Einfaldur meirihluti Meginreglan er sú, að einfaldur meirihluti á húsfundi geti tekið ákvarðanir og það heyrir til undantekninga að aukinn meiri- hluti(2/3) eða allir eigendur þurfi að samþykkja ákvörðun. Túlka ber undantekningarnar þröngt þannig að jafnan eru líkur á því að til ákvarðana nægi samþykki einfalds meirihluta. Mikið vald á þröngu sviði Meginreglan er sem sagt sú að til ákvarðana nægi einfaldur meirihluti á fundi. Sem mótvægi við þetta mikla og vald er vald- svið húsfélags á hinn bóginn þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana, sem eru nauðsynlegar, venjulegar og eðlilegar til forsvaranlegs viðhalds og reksturs. Minni- hlutinn getur ekki sett sig á móti slíkum ráðstöfunum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Það er eitt höfuðeinkennið á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýjungar. Það vill segja að einfaldur meirihluti getur ákveð- ið og ráðist í vissar framkvæmdir á allra kostnað, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjulegar en meirihlutinn telur æskilegar. Aukinn meirihluti. Samþykki allra Einfaldur meirihluti m.v. hlut- fallstölur getur sem sagt tekið ákvarðanir um venjulegar við- gerðir og viðhald og minniháttar endurnýjanir og endurbætur. Hins vegar er krafist aukins meirihluta, þ.e. 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta, til að taka ákvarðanir um óvenju- legar og meiriháttar endurbætur. Vald húsfélags takmarkast svo af því, að einstakir íbúðareigendur verða ekki þvingaðir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir, búnað og tilfæringar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sameign eða eru óvenjulegar, óhóflegar og dýrar. Þarf sam- þykki allra þegar um slíkt er að tefla. Mörkin milli þessara þriggja flokka eru ekki alltaf glögg og verður til margs að líta, svo sem kostnaðar, húsagerðar, aldurs og ástands, umfangs, óþæginda, ábata, gagnsemi, verðmætaauka, útlitsbreytinga og hvað tíðkast í sambærilegum húsum. Húsfélag hefur talsvert svigrúm til að velja á milli mis- munandi kosta, lausna eða leiða. Húsfélagsdeildir. Sameign sumra Þegar fjöleignarhús skiptist í einingar, t..d. stigahús, ráða viðkomandi eigendur sameigin- legum innri málefnum og bera einir kostnaðinn. Það byggist á því að hinir eigendurnir hafa þar hvorki afnot né aðgang. Þannig er húsrými og annað inni í ein- stökum stigahúsum fjöleignar- húsa í sameign eigenda þar og öðrum eigendum óviðkomandi Þá er um svonefnda „sameign sumra að ræða“. Þá ráða við- komandi eigendur málum sínum innan vébanda húsfélagsdeildar sem getur ýmist verið sjálfstæð eða starfað innan heildarhús- félagsins. Stjórn og vald hennar Í fjöleignarhúsum skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi en þó er ekki skylt að hafa sérstaka stjórn í smærri húsum. Stjórn getur tekið ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún má láta framkvæma minniháttar viðhald og viðgerðir og getur gert brýnar ráðstafanir. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra ber stjórn áður leggja þær fyrir húsfund. Fundaþjónusta Húseigend- afélagsins Til að stuðla að öryggi, húsfriði og lögmætum ákvörðunum, býður Hús- eigendafélagið upp á húsfundaþjónustu sem felur í sér altæka ráðgjöf og aðstoð sem tryggir lögmæta húsfundi og að rétt sé staðið að töku ákvarðana. Fundar- stjóri er lögmaður sem hefur þekkingu og reynslu í fundastjórn og málefnum fjöleignarhúsa. Fundarritarar eru yfirleitt laganemar. Lögfræðingar Húseigend- afélagsins, sem eru sérfróðir í málefnum fjöleignarhúsa, aðstoða við allan undir- búning, fundarboðun, tillögugerð og eru ráðgefandi um allt viðvíkjandi fundinn. Með því að nýta sér þessa þjónustuna mega húsfélög, eigendur og viðsemjend- ur húsfélaga, treysta því að húsfundur sé lögmætur og ákvarðanir hans séu teknar með réttum hætti Markvissar umræður Í umræðum á húsfundum er brýnt að menn séu gagnorðir og málefnalegir og setji fram skoðanir sínar og rökstyðji þær skilmerkilega þannig og fundartíma sé ekki sólundað í aukaatriði. Það er frumforsenda árangursríkra fundarstarfa að friður ríki á fundi og menn fái gott hljóð til að koma sjónarmiðum sínum, skoðunum og rökum á framfæri . Boðleg fundaraðstaða Það er mjög mikilvægt að húsnæði fundar sé hæft til funda. Yfirleitt er best að halda húsfundi annars staðar en í viðkomandi húsi. Það er ekki boðlegt að halda stóra fundi í sameign húsa, í stigagangi, þvottahúsi, bílageymslum eða geymslum, við bága fundarað- stöðu. Sama má almennt segja um fundi í íbúðum. Þeir fá yfirleitt á sig blæ kaffisamsætis og eru yfirleitt langir, ómarkvissir og ómálefnalegir... og þegar upp er staðið veit enginn hvað var sagt og ósagt og hvað var samþykkt og hvað ekki. Fundargerð Undir umsjá fundarstjóra skal rita fundargerð um meginatriði þeirra mála sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið. Hún verður að vera áreiðanleg og nákvæm án þess að aðalatriði séu kaffærð í smáatriðum. Það er óþarfi að bóka orðrétt vaðal sem fer út og suður. Ljósrit fundargerða eiga að vera aðgengilegar eigendum. Húseigendafélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.