Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 22
118 Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.ja.is
Á landsbyggðinni:
• Afgreiðslustöðvar Póstsins
• Verslanir Símans og Vodafone á Akureyri
Símaskráin liggur frammi á eftirtöldum stöðum
Á höfuðborgarsvæðinu:
• Afgreiðslustöðvar Olís og Skeljungs
• Verslanir Krónunnar
• Verslanir Símans, Vodafone og Tals
• Skrifstofa Já, Glæsibæ, Álfheimum 74
Símaskráin 2013
Í ár er Símaskráin tileinkuð
sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og þeirra góða starfi.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
6
6
5
Við sem samfélag berum ábyrgð á börnunum okkar. Þau bera ekki ábyrgð á sjálfum sér.
Þau eru öll hetjur
H etjuleg framganga tíu ára stúlku sem var numin á brott af kynferðisbrota-manni í Vesturbænum hefur vakið
þjóðarathygli. Þrátt fyrir að níðingurinn hafi
brotið á henni kynferðislega og haft
frammi hótanir gat hún gefið greinar-
góðar upplýsingar útlit mannsins,
bílinn hans og leiðina sem hann ók. Á
grundvelli þessara upplýsinga gat lög-
reglan haft hendur í hári mannsins og
er hann nú í varðhaldi.
Nokkur önnur mál hafa komið upp
á síðustu mánuðum þar sem menn
ýmist ginna börn inn í bílinn sinn eða
nema þau á brott með ofbeldi og van-
virða þeirra einkastaði. Hér í Frétta-
tímanum er rætt við móður stúlku,
sem ásamt sjö ára jafnöldru sinni, var
plötuð inn í bíl hjá manni sem þóttist
vera starfsmaður Krónunnar þar sem
þær höfðu verið að hnupla sælgæti.
Hann hafði séð til þeirra í búðinni, elti
þær út á strætóstoppistöð og sagði þeim að
þær yrði að koma með honum því þær hefðu
verið að stela. Maðurinn ók með þær út fyrir
borgarmörkin og segir sjálfur að hann hafi
uppgötvað að hann væri að gera eitthvað
rangt þegar önnur stúlknanna grét þegar
hann káfaði á henni. Hann fór þá með þær til
baka og skildi þær eftir. Það var síðan vegna
myndar úr eftirlitsmyndavél sem lögreglunni
tókst að ná manninum.
Önnur þessara stúlkna hefur glímt við
mikla vanlíðan eftir þetta atvik, hún spyr for-
eldra sína af hverju maðurinn hafi valið hana
og fær enn martraðir á nóttunni.
Lögregla hefur ítrekað beint því til foreldra
að ræða mál sem þessi við börn sín af yfir-
vegun og kenna þeim að bregðast við. Engir
fagaðilar hafa hins vegar útbúið neitt til að
leiðbeina foreldrum í þessum efnum. Eftir
brottnámið í Vesturbænum fengu foreldrar
barna í einum skóla í hverfinu póst með
leiðbeiningum um hvað þurfi að brýna fyrir
börnunum. Þau eiga ekki að tala við ókunn-
uga, ekki þiggja far með ókunnugum, ekki
þiggja neitt frá ókunnugum. Þá skal leggja
að börnunum að taka vel eftir öllu og reyna
að leggja á minnið allt sem getur hjálpað við
að ná níðingnum, svo sem útlit bíls og brota-
manns.
En hvað ef sá ókunnugi þykist vera starfs-
maður í hverfisbúðinni og vill fá barnið með
sér því það var að stela sælgæti? Hvað ef
barnið er óttaslegið og þorir ekki annað en að
fara með manninum sem það telur með réttu
mega fá það með sér? Hvað ef sá sem ætlar
að fá barnið með sér er alls ekki ókunnugur
heldur góður fjölskylduvinur?
Auðvitað er gott ef börn sem brotið er á
taka eftir smáatriðum sem hjálpa til við rann-
sókn málsins. En við erum með þessu að
setja ábyrgð á börnin okkar. Og eins og stúlk-
an sem var numin á brott í Árbænum fékk að
heyra frá skólasystur sinni að hún væri ekki
hetja þarf hún nú að spyrja foreldra sína: „Af
hverju er ég ekki líka hetja?“ Auðvitað er hún
hetja. Hún er lítil átta ára stelpa sem sjúkur
kynferðisbrotamaður fékk inn í bílinn sinn
á fölskum forsendum. Hún sagði foreldrum
sínum frá og lögreglu tókst að ná manninum.
Hún er hetja þó hún hafi ekki munað neitt bíl-
númer. Hún er hetja sem mætir hverjum degi,
óttaslegin yfir því að mæta kannski mann-
inum í hverfinu sínu. Hún er átta ára stelpa
sem reynir að skilja heiminn en hún þarf að fá
hjálp við að vinna úr þeirri erfðu reynslu sem
hún varð fyrir. Þannig eru hetjur.
Hún spyr foreldra sína af hverju maðurinn hafi valið hana og af hverju hún fær martraðir á nóttunni.
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
sjónarHóll
Vikan í tölum
74
ára var Ray Manzarek, hljóm-
borðsleikari The Doors, þegar
hann lést í vikunni.
390 þjófnaðarmál komu til kasta lögreglu á höfuð-borgarsvæðinu í apríl sem er fækkun frá fyrra ári. 78 prósent af heildarmagni seldra lítra í Vínbúðunum í fyrra var bjór. Um 73 prósent af bjórnum eru innlend
framleiðsla en 27 prósent erlend.
1,4
milljarða
króna greiddi
Endurvinnsl-
an fyrir skil
á drykkjar-
vöruumbúð-
um í fyrra.
8
milljarða króna
hagnaður varð af rekstri Lands-
bankans eftir skatta á fyrsta
fjórðungi ársins. Í fyrra var
hagnaðurinn á sama tímabili 7,7
milljarðar króna.
22 fréttir Helgin 24.-26. maí 2013 vikunnar