Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 42
FDM í Danmörku, systursamtök Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, hefur tekið saman athugasemdir sem gerðar voru við 69.000 notaða bíla sem færðir voru í ástandsskoðun hjá skoðunar- stöðvum í Danmörku. Að meðaltali fær hver notaður bíll 5,8 athugasemd- ir. Skoda er það merki sem stendur sig best, með 4,7 athugasemdir að meðal- tali á hvern bíl, en Suzuki kemur þar skammt undan með 4,8 athugasemdir. Verst virðist ástandið hjá hinum ít- alska Alfa Romeo sem fær langflestar athugasemdir við ástandsskoðun, eða að meðaltali 8,3. Það kemur eflaust mörgum á óvart að Mercedes-Benz er með næst verstu útkomuna hvað þetta varðar, eða 7,5 athugasemdir að með- altali. FDM bendir þó á að Mercedes- Benz greini sig frá öðrum merkjum að því leyti að um eldri bíla er að ræða sem hefur verið ekið meira, enda í mörgum tilfellum leigubílar. Suzuki, hinn japanski framleið- andi smábíla og fjórhjóladrifinna bíla og jeppa, kemur glimrandi vel út úr könnun FDM. Að meðaltali eru at- hugasemdirnar aðeins 4,8 og nartar Suzuki því í hælana á Skoda. Toyota er sömuleiðis í betri málum með 4,9 at- hugasemdir að meðaltali. Alfa Romeo 156 nýtur þess vafa- sama heiðurs að fá flestar athuga- semdirnar, eða 8,3 að meðaltali, en á svipuðum slóðum eru merki eins og Renault, Mercedes-Benz, Fiat og Mitsubishi. Þótt athugun FDM segi kannski ekki alla söguna um gæði bíla gætu menn haft þennan lista til hliðsjónar þegar lagt er í að kaupa notaðan bíl. 42 bílar Helgin 24.-26. maí 2013  Mercedes-Benz Tæknivæddur s-class  viðhald ÁsTandsskoðun í danMörku Dreymir þig um að eignast ferðavagn? Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn Þú finnur draumaferðavagn þinn og sendir okkur nánari upplýsingar. Saman finnum við svo réttu fjármögnunarleiðina. Útilegukort fylgja öllum ferðavagnalánum til 31. maí en með kortinu hefur þú aðgang að 46 tjaldsvæðum um land allt. Kynntu þér málið nánar á ergo.is sími 440 4400 > www.ergo.is FERÐAVAGNAR Fæstar athugasemdir við Skoda og Suzuki Suzuki fylgir fast á eftir Skoda. Þau fimm merki sem flestar athugasemdir fengu:  Alfa Romeo, 8,3 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl  Mercedes-Benz 7,5 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl  Fiat 7,2 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl  Renault 6,4 athuga- semdir að meðaltali á hvern bíl  Mitsubishi 6,4 athuga- semdir að meðaltali á hvern bíl Skoda er það merki sem best kom út í danskri ástandsskoðun. M ercedes-Benz frumsýndi flaggskip sitt, hinn nýja og glæsilega S-Class, við hátíðlega athöfn í Hamborg í liðinni viku. Þýski lúxusbílafram- leiðandinn segir S-Class tækni- væddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forver- inn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 dísilvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Bíllinn er háþróaður. „Hann er með myndavélar og ratsjárskynj- ara og hvort tveggja skannar veg og akreinar allt umhverfis bílinn í 360 gráður eins og augu og eyru. S-Class veit því þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða á sam- síða akreinum og varar ökumann við yfirvofandi hættu sem því getur fylgt,“ segir í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Mercedes- Benz. „Með skynjurum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftan- ákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu. S-Class getur meira að segja beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina við það að þreyta sígur á hann.“ Flaggskipið frumsýnt Mercedes-Benz S-Class, flaggskip þýska bílaframleiðandans. Bíllinn var kynntur á dögunum. Með skynj- urum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkj- að jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.