Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 64
Staðalbúnaður Ég er mikið fyrir kósí klæðnað enda er ég mikið að vinna bakvið tölvuna þar sem enginn sér mig. Ég er samt að vinna í að skvísa mig upp. Þá finnst mér gaman að klæðast fötum sem gera mikið fyrir kvenlegan vöxt, mittis- háum buxum og flottum litum. Ég verð alltaf að vera með naglalakk, annars líður mér eins og ég sé nakin. Mér finnst ég líka vera nakin ef ég er ekki með eyrnalokka. Þar sem ég er alltaf í ræktinni þarf ég að eiga nóg af íþróttafötum. Ég vel Under Armour og elska að vera í áberandi litum, það fer ekki framhjá fólki þegar ég mæti í ræktina. Hugbúnaður Ég hef verið mjög léleg að stunda skemmtana- lífið en ætla að fara að bæta mér það upp. Þegar ég fer út finnst mér gaman að dansa svo ég fer yfirleitt á skemmtistaði þar sem er góð tónlist. Ég get alveg dansað eins og hálfviti þó ég sé bara í vatninu. Mér finnst hálfgerð tímasóun að horfa á sjónvarp en þegar ég hef tíma horfi ég á einhverja gelgjuþætti, Pretty Little Liars og Beverley Hills 91210. Ég horfi líka á þetta til að fá tísku-tips, horfi mikið á förðunina. Ég reyni að vera dugleg að blogga á alesif.blogspot.com. Þar skrifa ég um förðun, mataræði og fleira. Vélbúnaður Ég á iPhone en hann er búinn að vera í viðgerð í þrjár vikur. Það vantar eiginlega á mig annan helminginn! Ég er dugleg að nota Facebook og Instagram en ég elska iPhone-inn út af mynd- unum. Myndavélin er búin að vera ofaní skúffu síðan ég fékk hann. Það er ótrúlega þægilegt að nota myndavélina í símanum fyrir bloggið og fleira. Ég er samt gamaldags að því leyti að ég er alltaf með dagbókina á mér þegar ég fer út úr húsi. Mér finnst best að skrifa hlutina niður svo ég gleymi þeim ekki. Aukabúnaður Ég kann að elda en finnst það stundum svolítið tímafrekt. Ef ég mætti ráða myndi fara á hverj- um degi á Ginger og fá mér kjúklingaburrito. Ég fer líka á aðra matsölustaði með hollan mat eins og Saffran og Nings og mér finnst mömm- umatur alltaf góður. Ég keyri um á 2010 árgerð af Mözdu, silfurgrárri, sem ég er búin að eiga í meira en ár en er ekki enn búin að finna nafn á. Það er gott að vinna við förðun því þá hefur maður alltaf afsökun til að kaupa meira af dóti. Ég er algjör naglalakkaperri og á heila hillu af þeim heima. Það fá allir sjokk þegar þeir sjá hvað ég á mikið af naglalakki og augnskugg- um. Fitnessið á huga minn en mér finnst líka gaman að spá í tísku og innanhússarki- tektúr. Svo finnst mér gaman að baka og er alltaf að bíða eftir að eignast bleika Kitchen Aid-vél til að geta gert meira af því. Mér finnst frábært að ferðast og er að vonast til að geta farið eitt- hvað til útlanda í sumar. Ég elska Bandaríkin og er líka mjög hrifin af Austurríki þar sem helmingur fjölskyldunnar býr. Mér finnst geðveikt gaman að fara upp á Langjökul á vélsleða. Það er ótrúlega gaman að keyra hratt þar en líka ein- stakt að stoppa uppi á miðjum jökli. Það heyr- ist ekki hljóð þarna. Alexandra Sif er jafnan kölluð Ale. Hún bloggar á alesif.blogspot.com. Ljósmynd/Hari  Í takt við tÍmann alexandra Sif nikuláSdóttir Líður eins og ég sé nakin ef ég er ekki naglalökkuð Alexandra Sif Nikulásdóttir er 24 ára Grafarvogsbúi sem starfar sem fjarþjálfari hjá Betri árangri og keppir í fitness með góðum árangri. Hún er auk þess förðunarfræðingur og bloggari og langar í bleika Kitchen Aid-vél.  appafengur Toca House Sumum kann að þykja það ósiðlegt en ég ákvað að sækja appið Toca House fyrir dóttur mína þar sem hún þarf að gera hin ýmsu húsverk. Það siðlega við þetta allt saman er að henni finnst þetta mjög gaman. Fyrirtækið Toca Boca hefur framleitt nokkur öpp fyrir börn og við mæðgur erum mjög hrifnar af þeim öllum. Í Toca House búa fimm vinir og þeir þurfa allir á hjálp við- húsverkin. Á þeirra heimili þarf að skúra gólfið, þvo gluggana, hengja upp myndir, slá garðinn og flokka fyrir endurvinnsluna. Svona meðal annars. Að hverju verki loknu kemur sannkallað sigurstef sem lætur lítilli þriggja ára stelpu, sem er við stjór- nvölinn, líða eins og hún hafi lokið algjöru stórvirki. Appið er sérstaklega gert fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Grafíkin í leiknum er lifandi og skemmtileg, og persónurnar eru afar fjölbreytilegar. Engar staðalmyndir eru þarna á ferð. Appið kostar um þrjá dollara en því fylgja tveir stórir kostir: í leiknum eru engar auglýsingar og ekki þarf að óttast að börnin okkar geti keypt eitthvað í appinu fyrir alvöru peninga. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Barophobia Heimildarmyndin Barophobia (hræðsla við þyngdarafl) sýnir klifurmenningu á Íslandi og inniheldur myndbrot úr klifurhúsinu og frá Hnappavöllum ásamt því að sýna viðtöl við Íslendinga sem stunda íþróttina. Evrópsk ungmennavika 2013 Heimildarmyndir unga fólksins í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. maí. frá kl. 20.00 – 22.20 Ofbirta Ofbirta er stuttmynd um ungan strák með þroskahömlun sem fær tækifæri til að spila á tónleikum og þá innri baráttu sem því fylgir. Myndin var m.a. sýnd á RIFF, Reykjavik Film Festival, árið 2012. The Startup Kids Heimildarmyndin Startup Kids hefur farið sigurför um heiminn og er frábært dæmi um það hvernig góð hugmynd getur orðið að veruleika og haft áhrif um allan heim. Myndin inniheldur fjölda viðtala við unga frumkvöðla úr tæknigeiranum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fyrirmyndarverkefni Evrópu unga fólksins www.euf.is EVRÓPSK UNGMENNAVIKA EVRÓPSK UNGMENNAVIKA Samhliða bíósýningunni mun Evrópa unga fólksins veita fyrirmyndarverkefnum síðustu ára viðurkenningu fyrir að hafa náð að nýta styrki Evrópu unga fólksins til að hafa áhrif og virkja ungt fólk á Íslandi og í Evrópu. Frítt í bíó Popp og kók í boði EUF Sýndar verða tvær heimildarmyndir og ein stuttmynd sem fengið hafa styrki sem frumkvæðis­ verkefni hjá Evrópu unga fólksins. Ungmennin sem framleiddu myndirnar verða á staðnum og verða með stutta kynningu á verkefnum sínum. 64 dægurmál Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.