Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 72
4 viðhald húsa Helgin 24.-26. maí 2013 A1 Málun ehf. er fyrirtæki sem sérhær sig í öllu sem við kemur málaraiðninni, s.s. nýmálun, lökkun, sandspörtlun, málun friðaðra húsa, viðar- og marmaramálun, endurmálun inni jafnt sem úti. 660 - 1787 A1 Málun a1malun@a1malun.is Tilboð eða tímavinna. Gerum föst og góð tilboð þér að kostnaðarlausu! Í bernsku bar Sverrir Júlíusson út Morgunblaðið í vesturbæ Hafnarfjarðar en Sigríður, umboðsmaður þess á þeim tíma, bjó í Hagakoti. Þegar Sverrir var tíu ára ákvað hann að þetta hús ætlaði hann að eignast þegar hann yrði stór og sá draumur rættist nokkrum áratugum síðar. „Mér fannst húsið alltaf alveg óskaplega fallegt og hún Sigríður hugsaði vel um það og hélt þröskuldunum alltaf tandurhreinum en það þótti nauðsynlegt á þeim tíma. Áður átti ég húsið að Hverfisgötu 8, sem er hérna næsta gata en þegar ég var búinn að gera það fínt og negla síðasta hamarshöggið henti ég frá mér hamrinum og fór og samdi við eiganda Hagakots, hana Ástu Hall- grímsdóttur, sem var fyrsta konan á Íslandi til að verða atvinnuflug- maður í millilandaflugi. Ég mætti með greiðsluna með mér, fjóra og hálfa milljón og keypti húsið,“ segir Sverrir Júlíusson sem hefur búið í Hagakoti frá árinu 1995 og gert það upp á fallegan hátt. Sverri þykir fátt skemmtilegra en að dytta að húsinu sínu og seg- ist oft gleyma því hvað tímanum líður og þykir honum gott að taka daginn snemma og nýta birtuna yfir sumarið. „Það merkilega er að ég verð aldrei þreyttur á því að vinna. Mér þykir voðalega erfitt að láta húsið vera og er alltaf að laga eitthvað hérna í kring,“ segir Sverrir sem er sjötíu og fjögurra ára gamall. Sverrir ráðleggur fólki að hugsa vel um húsin sín. „Ef maður sinnir ekki nauðsynlegu viðhaldi breyt- ast húsin alveg ótrúlega fljótt og drabbast niður. Það er góð regla að hafa þau alltaf hrein og fín,“ segir Sverrir og bætir því við að honum hafi þó reynst best að láta ekki aðra segja sér hvað hann eigi að gera, hvort sem er við endur- bætur á húsinu eða annað. „Ef ég er í vandræðum þá bara finn ég út úr því sjálfur og það hefur alltaf blessast,“ segir Sverrir Umhverfis Hagakot hefur Sverrir gert fallegan garð þar sem mikið af hrauni er. „Ég hef alla tíð verið að bera grjót og búa til eitt- hvað úr grjóti og þetta er í mér enn í dag. Hérna í garðinum eru valdir steinar. Steinar eru listaverk, skapaðir af náttúrunni og maður- inn gæti aldrei skapað neitt svona fallegt,“ segir Sverrir. Margir leggja leið sína um Aust- urgötuna í Hafnarfirði til að skoða Hagakot og ein jólin kom rúta með barnakór Biskupstungna í heim- sókn. „Börnin sungu mörg jólalög fyrir okkur hjónin og það er ein skemmtilegasta uppákoman sem verið hefur hérna,“ segir Sverrir. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Fallegt kot Í miðbæ HaFnarFjarðar Hagleiksmaður í Hagakoti Húsið Hagakot við Austurgötu í miðbæ Hafnarfjarðar er án efa með þekktari húsum á höfuð- borgarsvæðinu. Þangað koma rútur með ferðamenn að skoða kotið sem er rúmlega hundrað og tuttugu ára gamalt og hefur verið gert upp af listfengi. Í hús- inu búa hjónin Sverrir Júlíusson og Guðný María Gunnarsdóttir. Tíu ára gamall ákvað Sverrir að þetta hús ætlaði hann að eignast þegar hann yrði stór og dyttar hann daglega að húsinu og umhverfi þess. Sverri þykir fátt skemmti- legra en að dytta húsinu sínu sem ber þess glöggt merki að vera vel við haldið. Hagakot við Austurgötu í Hafnarfirði er frá árinu 1892. Sverrir Júlíusson hefur gert það upp á fallegan hátt og hlotið viðurkenningar fyrir frá Hafnarfjarðarbæ. Mynd/Hari Sverrir Júlíusson festi kaup á Hagakoti árið 1995 og hefur síðan endurgert húsið sem nýtur mikilla vinsælda og koma rútur með ferða- mönnum að skoða húsið. „Ég hef alla tíð verið að bera grjót og búa til eitthvað úr því,“ segir Sverrir Júlíusson sem gert hefur fallegan garð í kringum hús sitt þar sem hraunið er í öndvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.