Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI
Fjöldi gas og
kolagrilla á
frábæru verði
www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka daga
Opið kl. 11 - 16 laugardaga
VELDU
GRILL
SEM EN
DIST
OG ÞÚ
SPARA
R
59.900
Er frá Þýskalandi
Lói á flugi
Cannes
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
SA 3-10 m/S. Rigning en úRkomulítið
nA-lAndS. Hiti 6 til 15 Stig.
HöfuðboRgARSvæðið: SA 5-10 m/S og
rigning. Hiti 5 til 9 Stig.
Sv 3-10 m/S og SkúRiR v-til en bjARtviðRi
A-lAndS. Hiti 6 til 13 Stig.
HöfuðboRgARSvæði: SV-læg átt og Skúrir.
Hiti 5 til 9 Stig.
A-átt, 5-13 m/S. Rigning en úRkomu-
lítið nA-lAndS. Hiti 4 til 9 Stig.
HöfuðboRgARSvæði: A 5-10 m/S.
rigning og Hiti 4 til 8 Stig.
Suðlægar áttir og vætu-
samt sunnan- og vestantil
Sunnanátt og rigning S-og V-til í dag
en skúraveður á morgun. Skýjað með
köflum en úrkomulítið fyrir norðan
en bjartviðri á morgun. Fremur milt,
en kólnar um helgina.
Hvassari austan- og norð-
austanátt á sunnudag og
samfelldari rigning S-
og SA-lands en skúrir
SV-til og þurrt
nA-lands. n-lægari
um kvöldið.
8
10 12
10
8
7
6 8 7
8
6
5 5 5
7
Elín Björk Jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Íslensk teiknimynd,
Lói – þú flýgur aldrei
einn, hefur verið
seld í dreifingu til
30 landa um allan
heim en gengið var
frá samningum á
kvikmyndahátíðinni
í Cannes. Enn eru
þó þrjú ár þar til
teiknimyndin verður frumsýnd. Myndin fjallar um lítinn lóuunga sem kemur síðastur
úr eggi og á erfitt uppdráttar í lífinu. Friðrik Erlingsson skrifar söguna og handritið
að myndinni sem verður í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar
sem jafnframt hannar útlit og persónur myndarinnar. Myndin er framleidd af Hilmari
Sigurðssyni, Hauki Sigurjónssyni og Michael Coldewey. -sda
Hagnaður Arion
undir væntingum
Hagnaður Arion banka á fyrsta
ársfjórðungi 2013 nam 1,4 milljarði
króna eftir skatta samanborið við
4,5 milljarða á sama tímabili í fyrra.
Í tilkynningu frá bankanum segir
Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri
uppgjörið undir væntingum og
að breytingar á verðmæti lána,
sérstaklega gengisbreytingar hafi
neikvæð áhrif. Einnig sé 500 milljón
króna sekt sem Samkeppniseftirlitið
lagði á kortafyrirtækið Valitor, sem er
í eigu bankans, vegna misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu, færð til gjalda
á tímabilinu. -sda
Innbrotum fækkar
Innbrotum og eignaspjöllum hefur
fækkað það sem af er ári miðað við
sama tímabil í fyrra, samkvæmt af-
brotatölfræði lögreglunnar. Fjöldi
ofbeldisbrota hefur lítið breyst en
umferðarslysum hefur fjölgað lítið eitt.
Alls hafa verið skráðir 1.582 þjófnaðir
á höfuðborgarsvæðinu það sem af er
árinu 2013, 359 innbrot, 462 eignaspjöll
og 276 ofbeldisbrot. Fjöldi umferðar-
slysa er 141 það sem af er ári. -sda
Hallsteinsgarður
í eigu Reykvíkinga
Jón gnarr borgarstjóri og Hallsteinn
Sigurðsson myndlistarmaður undirrituðu í
vikunni samkomulag þar sem Hallsteinn gefur
Reykjavíkurborg 16 höggmyndir úr áli sem
áður höfðu verið settar upp í Gufunesi til prýði
fyrir Grafarvoginn. Hallsteinn vann listaverkin
á tímabilinu 1989 til 2012 og kom þeim fyrir á
landspildu í landi Gufuness, sem hann hefur
haft til afnota síðan 1988. Höggmyndir Hall-
steins sem unnar eru úr áli eru opnar og léttar
í efni og formi. Í Gufunesi hefur hann byggt
upp skemmtilegan garð þar sem listaverkin
hafa notið sín og veitt gestum og gangandi
ánægju. Verk Hallsteins Sigurðssonar eru
víða um land, á söfnum, í einkaeign og í al-
menningsrýmum. Hann hefur haldið á annan
tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum. Hallsteinsgarði verður form-
lega veitt móttaka við hátíðlega athöfn á
Grafarvogsdeginum á morgun, laugardaginn
25. maí, klukkan 13.
d óttir mín hefur enga hjálp fengið. Þau segja í skólanum að hún sé mjög breytt eftir þetta atvik. Henni
líður mjög illa,“ segir móðir stúlku sem í
ársbyrjun var numin á brott af ókunnugum
karlmanni í Árbæ. Lýst var eftir manninum
í fjölmiðlum á sínum tíma og var hann hand-
tekinn fyrir að hafa villt sér á heimildir og
fengið tvær stúlkur með sér í bílnum sínum
út fyrir borgarmörkin þar sem hann káfaði
á þeim.
„Ég talaði sjálf við Barnahús og fékk þar
skýr svör að hennar mál væri ekki á þeirra
sviði þar sem brottnámið vegi meira en
áreitnin,“ segir móðirin. Dóttir hennar, sem
nú er nýorðin átta ára, hugsar enn mikið
um manninn sem braut á henni. „Þetta er
verst á kvöldin og nóttunni. Hún spyr mig af
hverju hann sé svona veikur, hvort hann hafi
gert þetta við fleiri stelpur og af hverju hann
hafi valið þær, hvort það sé eitthvað við
hana sem hafi valdið því að hann tók þær,“
segir móðirin sem er mjög ósátt við að dóttir
hennar hafi ekki fengið aðstoð sérfræðinga
til að vinna úr reynslunni.
Í fréttum að undanförnu hefur síðan verið
fjallað um að tíu ára stúku hafi verið rænt
og misþyrmt kynferðislega af karlmanni í
Vesturbænum. Sú stúlka mundi bílnúmer
níðingsins og hefur vegna þess verið kölluð
hetja. „Dóttir mín sá fjallað um það mál
og spurði mig strax hvort þetta væri sami
maðurinn, sem ekki er. Í vikunni kom síðan
stelpa til hennar í skólanum og segir að hún
sé ekki hetja. Hún spyr mig nú af hverju hún
sé ekki líka hetja og ég þarf að reyna að út-
skýra þetta allt fyrir stelpu sem er nýorðin
átta ára,“ segir móðirin sem dregur ekki úr
því að stelpan í Vesturbænum sé sannkölluð
hetja.
Lögreglan fór á sínum tíma fram á gæslu-
varðhald yfir manninum sem nam brott
stelpurnar í Árbænum en því var hafnað
bæði af héraðsdómi og hæstarétti. Eftir því
sem móðirin kemst næst er brotamaðurinn
enn búsettur í hverfinu. „Ég heyri frá for-
eldrum að hann sé hérna ennþá,“ segir hún.
Móðirin er afar ánægð með þá þjónustu
sem dóttir hennar fær í skólanum og segir
bæði félagsráðgjafann þar og skólastjór-
ann standa þétt við bakið á henni. Stúlkan
þurfi hins vegar meiri hjálp. „Ég er ítrekað
búin að hringja í barnavernd og skilja eftir
skilaboð en ég fæ engin svör. Mér finnst
svo undarlegt að enginn hringi til að athuga
með hana. Þær voru sjö ára gamlar þegar
þetta gerist. Ég veit ekki lengur hvað ég á til
bragðs að taka þegar dóttir mín segist vera
með sár í hjartanu,“ segir hún. Enn hefur
ekki verið tekin ákvörðun um hvort maður-
inn verður ákærður.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
sakamál maður sem nam á brott tvær stúlkur í ársbyrjun gengur laus
Hún
spyr mig
af hverju
hún sé
ekki líka
hetja.
Stúlkan var numin á brott í janúar og hugsar enn mjög mikið um manninn sem villti á sér heimildir til að fá hana inn í bílinn sinn.
Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
„Dóttir mín fær ekki hjálp”
Móðir stúlku sem var numin á brott í ársbyrjun er ósátt við að dóttur hennar fái ekki sérfræðiað-
stoð til að vinna úr erfiðri reynslu. Dóttir hennar, sem er nýorðin átta ára, spyr daglega um
brotamanninn og hvort hann hafi brotið gegn fleiri stelpum. Á nóttunni vaknar hún upp með
martraðir um manninn.
4 fréttir Helgin 24.-26. maí 2013