Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Side 54

Fréttatíminn - 24.05.2013, Side 54
54 skák og bridge Helgin 24.-26. maí 2013  Hrókurinn EllEfta starfsárið Hafið Hjá mEðal nágranna okkar í norðri Skákævintýri á Grænlandi s kákfélagið Hrókurinn hélt fyrsta al-þjóðlega skákmótið í sögu Grænlands í Qaqortoq sumarið 2003. Tugir Ís- lendinga komu til þess að taka þátt í þessum sögulega viðburði, sem og stórmeistarar frá hátt í tíu löndum. Ánægjulegast af öllu var þó að fjölmargir Grænlendingar á öllum aldri tóku þátt í hátíð, sem er öllum ógleymanleg. Fyrsta skákin á fyrsta al- þjóðlega mótinu í sögu Grænlands var milli ofurstórmeistarans Ivans Sokolovs frá Bos- níu og Jonathans Motzfeldt, sem þá var for- seti grænlenska þingsins. Skákgyðjan hafði numið land á Grænlandi. Fræjum var sáð. Helstu bakhjarlar þessa fallega ævintýris voru Flugfélag Íslands, ríkisstjórn Íslands og ótal fyrirtæki og einstaklingar. Ég á margar góðar minningar frá þessum sólríku dögum. Sú, sem dýpst er greipt í hug minn og hjarta, er hugsun sem kom upp, þegar ég var einn á báti ásamt græn- lenskum veiðimanni. Hátíðin mikla var af- staðin. Við höfðum átt margar gleðistundir; góðar minningar orðið til. En ég hugsaði – meðan báturinn sveif y?r spegilsléttan sjó- inn: Allt er það einskis virði, nema við höldum áfram. Og við héldum áfram. Félagar mínir í Skákfélaginu Hróknum, samherjar mínir í Kalak, vinir okkar hjá Flugfélagi Íslands – og ótal margir aðrir – við héldum áfram. Nú er hafið 11. starfsár Hróksins á Grænlandi. Við höfum komið á hverju ári, oft tvisvar, stundum þrisvar, en alls eru ferðirnar orðn- ar feiri en 25. Nú eru til taflsett á að minnsta kosti 2.000 grænlenskum heimilum. Við höfum heimsótt skóla í mörgum þorpum, haldið fleiri skákviðburði en við höfum tölu á. Við höfum að mestu – ekki þó einvörð- ungu – einbeitt okkur að nágrönnum okkar á Austur-Grænlandi, enda standa þeir okkur landfræðilega næst, en allir Grænlendingar eru vinir okkar, og okkur dreymir um að heimsækja allar byggðir Grænlands. Við höfum þegar drepið niður fæti í Nuuk, heimsótt skóla og frístundaheimili, og heilsað upp á hina vösku liðsmenn í skákfélagi höfuðborg- arinnar. Við stefnum ótrauð að því að hvert barn í Nuuk – og annars staðar á Græn- landi – fái að kynnast töfraheimi skákíþróttar- innar. Skák er skemmtileg – það er eitt af kjör- orðum okkar í Hróknum. En skákin er meira: Hún er frábært námstæki – við lærum að virkja allt frá rökhugsun til sköp- unargáfunnar – hún sameinar kynslóðirnar, og aldur eða líkamsburðir skipta ekki máli. Skákin er tungumál sem allir geta talað. Við horfum með tilhlökkun til framtíðarinnar. Við hlökkum til að heyra tónlistina óma í Kulusuk. Við hlökkum til að hitta börnin í Nuuk. Við getum ekki beðið eftir því að halda næstu hátíð í Ittoqqortormitt og við erum að undirbúa ferð til Upernavik. Og síðast en ekki síst: í september ætlum við að halda minningarskákmót í Nuuk um Jonathan Motzfeldt, en þá eru liðin 75 ár frá fæðingu hins ástsæla foringja og landsföður á Grænlandi. Jonathan studdi skákland- námið með ráðum og dáð, og skildi manna best hve skákin gat auðgað líf barna og ungmenna – og fólks á öllum aldri. Ég naut þeirra forréttinda að vera gestur hans og frú Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt þegar leið mín lá fyrst til Grænlands 2003. Kvöld- stund með þeim hjónum er ein af mínum dýrmætustu minningum — auðvitað endaði kvöldið við talfborðið, og þar sýndi Íslands- vinurinn tilþrif, sem lengi verða í minnum höfð. Til er orðskviður amerískra frumbyggja: Til að draumur rætist þarf maður fyrst að láta sig dreyma. Okkur í Skákfélaginu Hróknum dreymir þetta: Að fjölga ánægju- stundum á Grænlandi og efla vináttu og samvinnu þjóðanna í norðri. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins n orðurlandamót í bridge verður í ár haldið á Íslandi, fer fram nú helgina, 24.-26. maí. Spilastaður er Hótel Keflavík. Keppt verður í opnum flokki og kvennaflokki. Í opnum flokki senda allar Norðurlandaþjóðirnar lið og lið Íslendinga er skipað pörunum Jóni Baldurssyni, Þorláki Jónssyni, Aðalsteini Jörgensen, Bjarna Einarssyni, Ragnari Hermannssyni og Guðmundi Snorrasyni. Fjórar þjóðir taka þátt í kvennaflokki, auk Íslands eru Danmörk, Noregur og Sví- þjóð með lið. Lið Íslands í kvennaflokki er skipað Önnu Ívarsdóttur, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Bryndísi Þorsteinsdóttur, Maríu Haraldsdóttur, Ólöfu Þorsteinsdótt- ur og Svölu Pálsdóttur. Núverandi Norður- landameistarar í opnum flokki (2011) er lið Noregs og Danmörk var sigurvegari í kvennaflokki. Lið Íslands var skipað tveimur pörum í opnum flokki á síðasta Norðurlandamóti, Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson voru með Aðalsteini Jörgensen og Bjarna Einarssyni. Aðal- steinn og Bjarni voru með hæstu mönnum í bötlerútreikningi mótsins, fengu 0,66 í plús í spili. Þetta spil í síðari leiknum gegn Dönum á NM 2011 gaf þeim góða skor, suður gjafari og AV á hættu: Suður vestur norður austur Pass pass 1 spaði 2 lauf 2 grönd 5 lauf pass pass Dobl redobl p/h Aðalsteinn kom inn á tveimur laufum og tvö grönd var gervisögn, sýndi fjögurra spila stuðning við spaðann og áskorunar- hönd. Bjarni sá fyrir sér líklega eyðu í spaða hjá Aðalsteini og lét vaða í 5 lauf. Suður doblaði þann samning og Bjarni redoblaði kok- hraustur með spil vesturs. Það var bara handavinna fyrir Aðalstein að vinna spilið og 12 impar græddust, því samningurinn var 4 spaðar doblaðir á hinu borðinu sem fóru 1 niður. Síðari leikurinn við Dani fór 17-13 eftir 23-7 sigur í fyrri leiknum. Að vonum eru slíkar sigurtölur æskilegar hjá liði Íslands. Sýnt verður frá 2 borðum á NM á Bridge Base Online (4 útsendingar) í öllum leikjum. Sumarbridge hafið Árlegt sumarbridge hófst mánudaginn 20.maí (2 í hvítasunnu). Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum í sumar og hefst spilamennska báða dagana klukkan 19 og verður spilaður Barómeter tvímenn- ingur. Sveinn Eiríksson sér um sumar- bridge. Úrslitin verða uppfærð á heimasíðu BSÍ. Guðlaugur Sveinsson og Bald- ur Bjartmarsson unnu fyrsta spila- kvöld Sumarbridge 2013 með 62,2% skor. Í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvars- son með 57,9% og í 3ja sæti Jón Hákon Jónsson og Guð- mundur Skúlason með 56,7%.  BridgE árlEgt sumarBridgE Hafið Norðurlandamót í bridge hérlendis um helgina SMELLTUÁ KÖRFUNA NETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP AFSLÁTTUR A F FARTÖLVUM OG SPJALDTÖLVUM ALLT AÐ 40 ÞÚSUND Tölvutek • Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Landslið Íslands í kvennaflokki.Landslið Íslands í opnum flokki. ♠ÁKG43 ♥10743 ♦D2 ♣D5 ♠9652 ♥ÁDG9 ♦G974 ♣8 ♠ D1087 ♥ 6 ♦ ÁK105 ♣ 10432 ♠ - ♥ K852 ♦ 863 ♣ ÁKG976 N S V A Hrafn Jökulsson og Páll Gunnarsson tefla í Hvalseyjarkirkju. Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jónatan Motzfeldt takast í hendur eftir fjöruga skák, sem græn- lenski þingforsetinn vann. Hrókurinn stefnir ótrauður að því að hvert barn í Nuuk – og annars staðar á Grænlandi – fái að kynnast töfraheimi skákíþróttarinnar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.