Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Side 28

Fréttatíminn - 24.05.2013, Side 28
M ik Magnússon hafði engin tengsl við Ísland þegar hann ákvað að ráða sig í fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum 1964. Hann heillað- ist strax af landi og þjóð, settist hér að, kvæntist íslenskri konu og gerðist ís- lenskur ríkisborgari. Hann býr nú á Spáni en Frétta- tíminn hitti á hann í stuttri Íslandsheimsókn fyrr í vikunni. „Ég lít á mig sem Ís- lending. Ég er Íslendingur og þegar ég tala um að fara heim þá á ég við Ís- land,“ segir Mik sem eyddi drjúgum hluta starfsævi sinnar hjá Sameinuðu þjóðunum og dvaldi meðal annars á þeirra vegum um skeið í Afríku. Þótt Ísland og Afríka séu nánast eins ólíkir staðir og hugsast get- ur kolféll Mik einnig fyrir Afríku og fékk þar brenn- andi áhuga á þróunarhjálp og starfaði á tímabili fyrir Rauða krossinn í Úganda og Kenía. Hann kynntist núver- andi eiginkonu sinni, Alice Mackay-Schiodtz, í Nami- bíu og þau hafa starfað náið saman á ferðum sínum um heiminn. „Þótt hún sé frá Afríku þá á hún rætur að rekja til Skotlands og Dan- merkur,“ segir Mik og lítur hróðugur til konu sinnar. „Mjög áhugaverð mann- eskja.“ Heyrði hvininn í byssukúlunni Mik og Alice unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í um það bil ár í Sarajevo. Hryll- ingurinn sem þau upplifðu þar situr enn í þeim og minningarnar eiga enn til að raska næturró Miks. „Ég þjáist enn af áfallastreitu- röskun og þegar minn- ingarnar um þetta blossa upp verð ég órólegur og á erfitt með svefn næstu þrjár nætur eða svo.“ Mik segir að í Sarajevo hafi hann fyrst upplifað sig beinlínis sem skotmark og hann fékk endanlega nóg þegar starfsfélagi hans fórst þegar bíll hans var sprengd- ur í loft upp. „Ég hafði áður verið á ýmsum átakasvæð- Hryllingurinn í Sarajevo var óbærilegur Þar var mér hótað lífláti og það er ekki góð tilfinning get ég sagt þér. Einn daginn var skotið á mig í tvígang úr launsátri. Mikael Magnússon var leitandi, ungur maður í Skotlandi á kafi í leikhúslífinu þar þegar hann sá auglýst eftir fiskvinnslufólki í Vestmannaeyjum. Hann ákvað að taka sér frí frá amstrinu heimafyrir og réði sig til vinnu á Íslandi í þrjá mánuði. Hingað kom hann árið 1964 og heillaðist svo af landi og þjóð að hann hefur haft íslenskan ríkisborgararétt í 40 ár og lítur á sig sem Íslending. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum síðan 1983 og þvælst víða um heiminn. Hann horfðist í augu við óhugnað stríðsins í fyrrum Júgóslavíu þar sem reynt að að ráða hann af dögum. Ævisaga Miks, eins og hann er kallaður, er væntanleg í haust. Haukur Már Haralds- son skráir hana og hún ber vinnuheitið Við drepum þig á morgun mister Magnússon. um en þegar maður starf- aði undir merkjum Rauða krossins var manni hvergi ógnað og sama má segja um Sameinuðu þjóðirnar þangað til í Sarajevo. Þar var mér hótað lífláti og það er ekki góð tilfinning get ég sagt þér. Einn daginn var skotið á mig í tvígang úr launsátri. Ég var úti á götu að spjalla við mann þegar ég fann hvininn frá byssukúlunni við eyrað á mér. Síðar um kvöldið fékk ég hringingu þar sem sagt var við mig: „Þú slappst í dag en við náum þér á morgun.“ Þetta var virkilega ónotalegt enda vissi ég að ég hafði sloppið naumlega fyrr um daginn.“ Mik hefur komið víða við á viðburðaríkri ævi. Hann býr nú í Sevilla á Spáni en lítur á sig sem Ís- lending enda hefur hann verið ríkisborg- ari í fjóra áratugi. Ljósmyndir/Hari 28 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.