Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 13.04.2012, Qupperneq 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA FULLT VERÐ 54.900 44.900 Michelsen_255x50_A_0511.indd 1 05.05.11 14:24 B rynjólfur Bjarnason, framkvæmda-stjóri Framtakssjóðs Íslands, situr ekki óumdeildur í stöðu sinni. Ítrekuð samkeppnislagabrot hjá Símanum og Skiptum á meðan hann stýrði félög- unum og háar afskriftir og niðurfærslur lífeyrissjóðanna á skuldabréfum áður- nefndra félaga, rúmlega 900 milljónir, hafa gert það að verkum að kurr ríkir á meðal nokkurra hluthafa sjóðsins. Þorkell Sigur- laugsson, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í Fréttatímanum í síðustu viku að Brynj- ólfur, sem var ráðinn fyrir rúmum mánuði, nyti fyllsta trausts innan félagsins. Ekki er þó allir sammála því. Guð- mundur Gunnarsson, stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs, bloggaði í kjölfar orða Þorkels í Fréttatímanum og sagði það ekki rétt að Brynjólfur nyti fyllsta trausts allra. Stafir eru sjöundi stærsti hluthafi Fram- takssjóðsins með rúmlega fimm prósenta hlut og segir Guðmundur í samtali við Fréttatímann að hann og aðrir stjórnar- menn Stafa hefðu verið agndofa þegar þeir lásu orð Þorkels. „Það er margoft búið mótmæla þessu enda vorum við ósáttir við þessa ráðningu. Það var út í hött að ráða þennan mann og við munum koma okkar skoðun enn skýrar á framfæri við stjórnina. Það er ótrúlegt að ekki sé hægt að finna mann sem ekki er með þessa for- tíð. Menn ætluðu að reyna að vinna lönd í trausti en vinna í staðinn svona. Þessi ráðning hefur ekki okkar stuðning,“ segir Guðmundur. Þráinn Valur Hreggviðsson, stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs verkfræðinga, sem þurfti samkvæmt skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða, að afskrifa eða færa niður skuldabréf Símans og Skipta um rúman hálfan milljarð, segir í samtali við Fréttatímann að það sé rétt- mætt að velta upp spurningunni um hæfni Brynjólfs til að stýra Framtakssjóðnum. „Stjórnin hjá okkur hefur ekki fjallað um þessa ráðningu enda er hún ný tilkomin. Það er fundur á þriðjudag og þá verður þetta rætt,“ segir Þráinn Valur en sjóður- inn á 1,1 prósent hlut í Framtakssjóðnum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Íbúðamarkaður líflegur í mars Samtals var 445 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuð- borgarsvæðinu í mars og nam veltan rétt rúmum 14,5 milljörðum króna, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,6 milljónir króna. Þetta er umtals- verð aukning frá fyrri mánuði eða um fjórðung í fjölda samninga talið og um 38 prósent í veltu. Þá er einnig um að ræða aukningu frá sama mánuði fyrra árs en í mars í fyrra voru gerðir 409 kaupsamningar á höfuðborgar- svæðinu og hefur samningunum því fjölgað um 9 prósent á milli ára, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands- banka. Á fyrsta ársfjórðungi var 1.171 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgar- svæðinu samanborið við 908 samninga á sama tíma fyrir ári, sem er fjölgun um 30 prósent milli ára. Veltan nam 36 milljörðum miðað við 25 milljarða á sama tímabili fyrra árs. Fjöldi samninga á fyrsta ársfjórðungi er svipaður og hann var á sama tímabili árið 2008. - jh Leiðrétt Lagahöfundur íslenska Eurovision-lagsins heitir að sjálfsögðu Greta Salóme Stefáns- dóttir og ekkert annað. Fréttatíminn biðst velvirðingar á því að hafa oftar en einu sinni farið rangt með nafn hennar í síðasta blaði. Eign lífeyrissjóða hækk- aði um nær 50 milljarða Hrein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 49,5 milljarða króna í febrúar eða um 2,3 prósent. Þetta er mesta aukning sem orðið hefur á milli mánaða í þrjú ár, en undanfarna 12 mánuði hafa eignir sjóðanna hækkað um að meðaltali um 19,3 milljarða króna í mánuði hverjum. Þessi aukning kemur í kjölfar mikillar aukningar í janúar þegar eignir sjóðanna jukust um 36,5 milljarða króna og fer því árið mjög vel af stað hjá lífeyrissjóðunum, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka en vitnað er til talna Seðlabankans. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam í lok febrúar 2.182 milljörðum króna eða sem 134 prósent af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 201 milljarð undanfarna 12 mánuði sem samsvarar aukningu um 12,2 prósent. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna 5,5 prósent. Raunávöxtun hefur þó verið lakari enda nema iðgjalda- greiðslur sjóðfélaga mun hærri fjárhæð en greiðslur til lífeyrisþega og úttektir séreignasparnaðar. - jh  Framtakssjóður BrynjólFur Bjarnason Það er ótrúlegt að ekki sé hægt að finna mann sem ekki er með þessa fortíð. „Út í hött að ráða þennan mann“ Stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs, sjöunda stærsta hluthafans í Framtakssjóði Íslands, blæs á þær fullyrðingar formanns sjóðsins að framkvæmdastjórinn Brynjólfur Bjarnason njóti fyllsta trausts allra sem koma að sjóðnum. Samkeppnislagabrot og afskriftir á skuldabréfum veikja stöðu framkvæmdastjórans. Brynjólfur Bjarnason nýtur ekki trausts sjöunda stærsta hluthafa Framtakssjóðsins. Ljósmynd/365 Guðmundur Gunnarsson, stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Fremur SvaLt oG LéttSkýjað, en Smá éL eða SLydduéL verða norðauStan- oG auStanLandS. HöFuðBorGarSvæðið: HæGuR VinduR Létt- SkýjAð oG Hiti ALLt Að 5 StiGuM. ÚrkomuSvæði við veSturStröndina, en annarS Bjartviðri oG SÓLríkt. áFram Fremur SvaLt. HöFuðBorGarSvæðið: SLyddA AnnAð VEiFið oG Hiti 1 tiL 3 StiG. Svipað veður en Hitinn toSaSt Lítið eitt upp. HöFuðBorGarSvæðið: SkýjAð MEð köFLuM En Að MEStu úRkoMLAuSt. Góðviðri og frekar milt syðra Fremur svalt verður um helgina og mun veðrið einkennast af sól á daginn og nætur- frosti. norðaustan- og austanlands verður éljagangur í dag, föstudag, en síðan léttir til. Vestanlands er að sjá sem úrkomusvæði ætli að verða viðloðandi á laugadag, en óvissa er um umfang þess og hvort það sýni sig. Snjóað gæti á fjallvegum. Hiti hækkar lítið eitt á sunnudag og strax eftir helgi hlýnar. 4 1 1 0 4 3 0 2 0 5 5 4 4 5 5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 13.-15. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.