Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 10

Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 10
B jartmar Sigurðsson situr uppi með ónothæfa, þriggja hæða íbúð í 87 ára gömlu parhúsi við Hverfisgötu í Hafnarfirði eftir að hinn helmingur hússins var rifinn vegna veggjatítlna í ársbyrjun 2009. Íbúðin lekur þar sem milliveggur íbúðanna er orðinn að útvegg, lagn- irnar sem lágu um hluta nágrannans standa óvarðar og heita vatnið segir hann kalt á vetrarkvöldum. Aðeins nú nýlega var neglt fyrir glugga og göt á strípaða helmingnum. Bjartmar segir bæjaryfirvöld hafi fengið lögregluna til að brjóta sér leið inn í íbúðina, sem var í útleigu, til þess að taka rafmagn og vatn af henni fyrir niðurrifið. Bæjaryfirvöld hafi ekki gefið sér tíma til að ná tali af honum þar sem nýta hafi átt timbrið á þrettándabrennu þá um kvöldið. Bær- inn vísar hins vegar til almannahags- muna í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá júnílokum í fyrra. Húseigendur í kring hefðu líklegast óttast um eignir sínar fréttu þeir af veggjatítlunum. „Í samtali við Erling Ólafsson, skordýrafræðing, sagði hann við mig að engin ummerki um veggja- títlur væru í mínum helmingi húss- ins en hann vildi þó ekki útiloka það. Hann hefur einnig sagt mér að ekki hafi legið svona á að rífa hinn helm- ing hússins enda hafi þær verið þar í tugi ára,“ segir Bjartmar. Í vitnisburði Erlings fyrir dómi segir að hann telji besta tímann til að eyða sýktu timbri vera frá miðjum september til loka apríl. „Mér finnst því líklegra að sú saga sem ég heyrði að þáverandi bæjar- stjórnendur hafi fengið þá frábæru hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi, rífa húsið og útvega eldsmat á brennu hjá Haukum um kvöldið,“ segir Bjartmar og vitnar í frétt RÚV frá miðjum janúar 2009, sem sagði frá brennunni sem veggjatítlutimbrið prýddi. Þar frétti Bjartmar fyrst af niðurrifinu og krossbrá. Bjartmar berst í bökkum Samkvæmt dómnum voru fram- kvæmdirnar á ábyrgð eigandans en á kostnað framkvæmdasviðs bæjar- ins. Fyrirtækið Fura sá um það, en Haraldur Þór Ólason, framkvæmda- stjóri Furu ehf, sat þá í bæjarstjórn. Í fundargerðum bæjarins má lesa að starfsmenn hafi ekki gert sér grein fyrir því að íbúð Bjartmars stæði óeinangruð eftir niðurrifið. Bjartmar, sem er að ljúka námi í óperusöng í Skotlandi, missti leigj- endurna fljótlega eftir niðurrifið. Hann hefur ekki getað leigt húsið út að nýju vegna þessara galla og því ekki getað greitt af lánum sínum. Leigutekjurnar voru 140 þúsund á mánuði. Hann stefndi bænum og eiganda hins helmingsins til greiðslu bóta og dæmdi héraðsdómur meðeig- andann bótaskyldan en sá stóð ekki undir greiðslunni. Fallni helmingur- inn er nú í eigu Lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna. Staða Bjartmars er ekki björt. „Ég berst í bökkum,“ segir hann. „Mér finnst sem ég hafi lent í náttúruham- förum.“ Hann hefur rætt við sölu- mann sem freistar þess að selja fyrir lífeyrissjóðinn. „Hann sagði að þetta hús verði alltaf veggjatítluhús í huga fólks. Sama þótt það verði lagað.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 13.-15. apríl 2012 Situr uppi með tjón vegna veggjatítlna nágrannans Upphaf veggjatítlumálsins í Hafnarfirði var sú að eigandi veggjatítluíbúðarinnar, sem bjó í húsinu ásamt börnum sínum, steig niður úr baðherbergisgólfi hússins að Hverfisgötu 41A síðla árs 2008. Sérfræðingur var þá kallaður til sem staðfesti veru títlnanna og að þær hefðu verið þar lengi. Fyrir dómi var Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur, spurður hvort eigandi íbúðarinnar hefði átt að geta gert sér grein fyrir ástandi hússins kvað sagði hann ástandið hafa verið það slæmt að það gæti ekki dulist neinum. Í kjallara hússins hefðu til dæmis verið göt á viðnum eins og eftir haglabyssuárás. Erling sagði að allt tréverk hússins hafi verið ónýtt og ástand þess það versta sem hann hefði séð. „Það fór ekki milli mála að allur viður var sýktur og gataður eftir veggjatítlur,“ sagði hann. „Suma viðina mátti hreinlega dufta milli fingurgóma svo illa voru þeir farnir.“ - gag Hér má sjá ástand hússins eftir að önnur íbúðin var rifin í janúar 2006. Eftir stóð íbúð Bjartmars ónothæf vegna kulda og leka. Nú nýlega var neglt fyrir glugga og dyr. Bjartmar Sigurðsson. 70 prósent stráka og 65 prósent stúlkna í sjöunda bekk í fyrra finnst þau hæfilega þung. Þrettán prósent stúlkna en tíu prósent stráka telja sig of mjóa, en 18 prósent stráka og 25 prósent stúlkna að þau séu of feit. Ákvörðun Ara Trausta á sumardaginn fyrsta Ari Trausti Guðmundsson tekur endanlega ákvörðun um framboð til embættis forseta Íslands og kynnir hana á blaðamannafundi á sumardaginn fyrsta, það er að segja næstkomandi fimmtudag, 19. mars. Þetta kom fram í tilkynningu hans en í viðtali við Fréttatímann 9. mars síðastliðinn kom fram að hann íhugaði for- setaframboð af alvöru. „Það á ekki að hafa áhrif á ákvörðunina hverjir eru meðframbjóðendur,“ sagði Ari Trausti þá. „Þá er ekki verið að hugsa um það sem skiptir máli, hvort menn telji sig hafa eitthvað fram að færa.“ - jh/Ljósmynd Valdimar Leifsson Heimild: Rannsóknir og greining.  70% 65% Einn Sindrastóll fyrir hvert ár Um þessar mundir er unnið að endurgerð Sindrastólsins svokallaða sem naut mikill vinsælda á Íslandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Stólinn er kenndur við framleiðandann, Sindra hf í Reykjavík. Það er fyrirtækið GÁ húsgögn í Reykjavík sem stendur að endurgerðinni. Sindrastóllinn er íslensk hönnun og kom fyrst á markað árið 1961. Meðal þeirra sem koma að framleiðslu stólsins nú er fyrirtækið Ikan ehf, bátasmiðja og frumkvöðla- setur í Brákarey í Borgarnesi, að því er Skessuhorn greinir frá. Sólóhúsgögn í Reykjavík sjá um smíði stálgrindar undir stólinn, Sjávarleður á Sauðárkróki fram- leiðir gæruna sem klæðir skelina og GÁ húsgögn annast bólstrun. Ásgeir Einarsson hannaði stólinn en hann hefur verið ófáanlegur síðan 1970. Fimmtíu stólar verða búnir til í sérstakri hálfrar aldar endurgerð – einn stóll fyrir hvert ár. - jh Bjartmar Sigurðsson situr uppi með hripleka, óeinangraða íbúð í parhúsi eftir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ákváðu í flýti í upphafi ársins 2009 að rífa hina íbúðina vegna veggjatítlna. Ástæðan: „Það þurfti að bjarga brennu kvöldsins.“ Bjartmar hefur ekki getað leigt húsið út en fyrri leigjendur hrökkluðust úr húsinu eftir að þau komu að því rafmagns- og vatnslausu úr jólaleyfi í útlöndum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Njóttu þess að heyra betur með ósýnilegu heyrnartæki! Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki. Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni. Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutímaStærð á Intigai í samanburði við kaffibaunir Steig í gegnum baðherbergisgólfið

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.