Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 13

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 13
 – Lifið heil Gildir til 30. apríl. 15% afsláttur af Nicorette þrennu www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju ÍS LE N SK A /S IA .IS / L YF 5 92 58 0 4/ 12 Nicorette forðaplástrar Verð frá 3.535 kr. Nicorette innsogslyf Verð frá 2.124 kr. Nicorette fruitmint lyfjatyggigúmmí Verð frá 679 kr. BIKINÍ-ÁSKORUN Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Innifalið í námskeiðinu: • Þjálfun og mataræði tekið í gegn • Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að komast úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum • Dagleg hvatning, fróðleikur og aðgangur að uppskriftum frá Ágústu Johnson á lokuðu heimasvæði inni á www.hreyfing.is • Sérstakt mataræði sem er byggt upp á sama hátt og vinsælt er hjá Hollywood-stjörnum sem þurfa að koma sér í toppform fyrir rauða dregilinn –við tryggjum að það er heilsusamlegt og skynsamlegt! • Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir • Kvöldstund í Blue Lagoon spa Taktu áskorun og vertu í þínu allra besta formi í sumar. Vertu léttari á þér, léttari í lund, sterkari og flottari! Hver ræður? Páll er heldur ekkert sérstaklega ánægður með velferðaráðuneytið. „Ég fer nú bara fram á að lögum sé fylgt og spyr sjálfan mig hver ræður eiginlega? Er það ráðherra eða skúringarkonan?“ spyr Páll og furðar sig á aðgerðarleysi ráðu- neytisins. Það hafi þegar sent tvö bréf til landlæknis og beðið um að málið sé skoðað á nýjan leik en ekkert meira. „Fyrir mér lítur þetta út eins og ráðuneytið sé að þykjast gera eitthvað.“ Ekki sama þingmaður og venjulegur Páll Og Páll segir að ekki gildi hið sama fyrir alla í þessu þjóðfélagi. „Ég veit ekki betur en að allt hafi farið á annan endann þegar bankaupp- lýsingum þingmanns var lekið. Starfsmaðurinn var rekinn og lög- reglurannsókn sett í gang. Þegar hinn almenni borgari verður fyrir því að viðkvæmum persónuupp- lýsingum er flaggað í trássi við lög þá er ekkert gert. Bara áminning og síðan haldið áfram,“ segir Páll og bætir við að hann sé að berjast fyrir alla Íslendinga í þessum slag sínum. „Ég er meira að segja að berjast fyrir Magnús Kolbeinsson. Það er algjört prinsippmál að hægt sé að treysta því að þessi gögn séu ekki opin almenningi.“ Ekki ástæða til að ganga lengra Geir Gunnlaugsson landlæknir segir í samtali við Fréttatímann að í þessu tiltekna máli hafi ekki verið talin ástæða til að ganga lengra en raun ber vitni. „Ég finn til samúðar með Páli í þessu máli en hann lenti í skotlínunni í deilu tveggja lækna. Við skoðuðum þetta mál ítarlega og komumst að þessari niðurstöðu,“ segir Geir. Hann játar því að málinu sé ekki lokið. „Málið er í ferli á milli vel- ferðarráðuneytis og okkar og ekki ljóst hvernig það fer,“ segir Geir. Aðspurður um að þá gagnrýni Páls að lítið þýði að leggja fram kvörtum við landlækni þar sem ekkert sé gert segir Geir að emb- ættið skoði allar kvartanir. „Það er hins vegar ljóst að stundum verða niðurstöður slíkrar at- hugunar á þann hátt að þeir sem kvarta verða ekki ánægðir. Við lofum ekki fólki þeirri niðurstöðu sem það sækist eftir. Við tökum hins vegar þessi mál alvarlega og skoðum þau vandlega,“ segir Geir og bætir við að hann geti ekki tekið undir þau orð Páls að embættið sé með allt niður um sig í þessu máli. „Það er hans skoðun en ég er ekki sammála henni.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.