Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 13.04.2012, Qupperneq 22
H eimili Þóru og Svavars í Hafnarfirði er heimilislegt og hlýlegt. Hér hefur bókum, tón- listardiskum og myndaalbúmum ekki verið úthýst í þágu mínímaliskra tísku- sveiflna, heldur fá að skipa virðingar- sess í stofunni. Þóra og Svavar bjóða upp á kaffi og pönnukökur að þjóð- legum sið og segja móður Þóru hafa komið færandi hendi með bakkelsið fyrr um daginn. „Við vorum viðbúin því að þetta yrði rifjað upp,“ byrjar Þóra á að nefna. Þar vísar hún til tuttugu ára gamals máls þar sem Svavar fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Orðrómur um þetta gamla dómsmál hefur verið hávær síðustu daga og þeim Svavari og Þóru finnst því rétt og sjálfsagt að gera grein fyrir því um hvað málið snýst. „Við vissum fyrirfram að ef það fyndist ekkert misjafnt um okkur þá yrðu hlutir ýktir eða eitthvað skáldað upp,“ segir Svavar. „Við höfum lent í því margoft áður. Við höfum jafnvel heyrt sögur af okkar eigin skilnaði, einnig sögur af tugmilljóna skuld í erlendum húsnæðislánum þegar við vorum ennþá að leigja húsnæði og höfðum ekki tekið nein húsnæðis- lán. Það eru alls konar sögur í gangi. Uppáhaldið okkar er samt sagan um að Þóra hafi látið ráða systur sína sem umsjónarmann Útsvars og sú hafi enga reynslu úr sjónvarpi. Eins mikið og hún óskaði þess að eiga systur, þá á hún bara fjóra bræður og Brynja Þor- geirsdóttir hefur starfað í sjónvarpi í tíu til fimmtán ár.“ Slagsmál eftir ball Þegar Svavar var tuttugu og tveggja ára lenti hann í slagsmálum eftir ball. „Það upphófst rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Þetta hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu.“ Hann segist hafa verið svolítið villtur unglingur. „Ég var lengi að klára stúdentsprófið. Fór á sjó og vann við löndun niðri á bryggju. Þessum lífsstíl fylgdi að maður fór á sveitaböll og sletti úr klaufunum um helgar. Á þessum tíma lenti maður í ýmsu. Ég keyrði of hratt og missti bílprófið um tíma og svo gerðist það að maður lenti í þessum örlagaríku slagsmálum.“ Slagurinn fyrir utan ballstaðinn hafði eftirmál. Maðurinn sem Svavar slasaði kærði hann og fékk Svavar tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. „Ég hélt það skilorð. Nokkrum árum seinna lágu leiðir okkar, mín og þessa drengs, saman. Við settumst niður og ræddum þetta mál alveg ofan í kjölinn og ég komst að því hversu einstaklega góður drengur hann er. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það sem ég gerði honum var verulega slæmt og eftirsjá mín er einlæg. Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni. Sjaldan er ein báran stök því á svipuðum tíma fór fyrirtæki tengt fjölskyldu minni á hausinn, ég lenti í ábyrgðum vegna þess og þar af leið- andi í fjárhagskröggum. Það tók mig nokkur ár að vinna mig út úr þeim.“ Þegar Svavar og umræddur maður kynntust nokkrum árum eftir dóms- málið kom í ljós að þeir áttu stóran hóp af sameiginlegum vinum og kunn- ingjum. „Við hittumst í matarboðum, drukkum saman bjór og svoleiðis. Hann var síðan í sinni vinnu og ég í minni og við höfum ekki haft mikið samband síðustu ár. Mér er verulega hlýtt til hans og er honum þakklátur fyrir hversu stórmannlega hann tók afsökunum mínum fyrir áratug. Ég hef hins vegar fengið af honum reglulegar fréttir í gegnum sameiginlega vini á RÚV. Þannig frétti ég af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu. En svona var þetta ömurlega atvik sem ég sé gríðarlega eftir og hef í raun fátt mér til málsbóta annað en að ég var ungur og vitlaus og að þetta gerðist eftir ball. Ég mat aðstæðurnar þannig að ég taldi mér vera ógnað. Þetta var dómgreindarskortur af minni hálfu. Þetta er erfitt fyrir alla. Ef ég gæti tekið þetta til baka þá myndi ég gera það á svipstundu. Ábyrgðin liggur algerlega á mínum herðum.“ Þóra grípur inn í: „Það er ekkert að því að tala um þetta mál á meðan sagt er satt og rétt frá. Að lenda í slags- málum tvítugur og fá skilorðsbund- inn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir manninn minn… Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt. Hin sagan, þessi um meintan skilnað okkar Svavars, kom upp í tengslum við sambandsslit nöfnu minnar í Kastljósinu og hana var auðvelt að leiðrétta. En þetta er miklu verra. Vinir okkar hafa fengið símtöl um þetta. Sagan sem þeim er sögð er mjög ljót og í engu samræmi við það sem gerðist.“ Svavar, hefurðu áhyggjur af því að þetta mál muni leggja stein í götu Þóru? „Ég held að enginn kjósi Þóru út af mér – og að enginn hætti við að kjósa Þóru út af mér. Hún hefur það áber- andi kosti að þetta skiptir engu máli. Menn sjá líka í hendi sér að það er langt síðan þetta gerðist,“ segir Svavar ákveðinn. „Þegar ég var fréttamaður á fréttastofu útvarps lærði ég þá grunnreglu að maður er að vinna fyrir hlustandann og engan annan. Sumir vilja ekki trúa því að til sé eitthvað sem Barneignir eiga ekki að útiloka konur Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi er á miklu flugi og hefur nú þegar safnað tilskildum fjölda meðmælenda úr öllum landshlutum. Henni er því ekkert að vanbúnaði að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. En fyrst þarf hún bara að eignast eitt lítið barn. Heiðdís Lilja ræddi við Þóru og mann hennar, Svavar Halldórsson, um sýn þeirra á forsetaembættið, heimilislífið og gamalt líkamsárásarmál úr fortíð Svavars. Ljósmyndir/Hari Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is heitir fagleg blaðamennska. Ótrúlega margir halda að eitthvað búi að baki. Í þessari til- raun til faglegrar blaðamennsku hef ég troð- ið mönnum um tær. Ég veit að fréttir sem ég hef skrifað eru yfirfarnar á lögfræðistofum að beiðni þeirra sem um hefur verið fjallað. Ég reyni ávallt að vera heiðarlegur og vanda mig við að sinna mínu hlutverki. En auðvitað líkar ekki öllum að um þeirra mál sé fjallað. Maður verður bara að sætta sig við að þessar sögur sem farið hafa á kreik eru eitt- hvað sem fylgir því að stíga fram í sviðsljós- ið. Sem betur fer er margt fólk sem þekkir mann af góðu einu. Það skiptir mestu máli og skilar sér á svona stundum. Meðal annars í því að rúmlega þrjú hundruð manns hlupu út um daginn og söfnuðu meðmælendum fyrir okkur. Það voru bara vinir og ættingjar og fólk sem við þekkjum.“ Hvað með þig, Þóra? Hefur þú einhvern tímann komist í kast við lögin? „Ég hef einu sinni verið tekin fyrir of hraðan akstur. Það var árið 2001 eða 2002. Ég held ég hafi verið á 108 km hraða norður í landi,“ svarar Þóra að bragði og kímir. „Ég þekki enga konu sem er samvisku- samari en Þóra og held meira að segja að hún hafi til dæmis aldrei borgað gíróseðil of seint,“ skýtur Svavar inn í. „Stundum hef ég mætt allt of seint með gíróseðlana út í banka og komist þá að því að hún er löngu búin að borga þá í heimabankanum.“ Snýst um að vinna í þágu þjóðarinnar Af hverju þurfum við forseta? Hvað mælir á móti því að leggja forsetaembættið niður? „Í eina tíð var ég var þeirrar skoðunar að það ætti að leggja forsetaembættið niður,“ upplýsir Þóra. „Þetta væri bara prjál og peningaeyðsla. En þegar ég flutti út og lærði alþjóðasamskipti og hagfræði, sá ég tækifærin sem liggja í embættinu. Þau eru tvenns konar: Forsetinn, í krafti síns emb- ættis sem þjóðhöfðingi, hefur aðgang að fólki og áhrif á fólk sem getur skipt miklu máli. Hann getur komið á mikilvægum, persónu- legum tengslum í þágu þjóðarinnar. Það eitt og sér er eitthvað sem ekki er hægt að gera með öðrum hætti. Einnig hef ég komist á þá skoðun að það væri gott að hafa eins konar sameiningartákn, þótt það sé kannski Það upp- hófst rifrildi út af stelpu sem end- aði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Svavar og Þóra eru með stórt heimili, mörg börn og Þóra segir ólíklegt að hún verði djammandi forseti ef hún nær kjöri. Ef hún er ekki að vinna þá vill hún vera heima hjá sér. 22 viðtal Helgin 13.-15. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.