Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 25
Lífeyrissparnaður
með trausta
og góða ávöxtun
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Íslenski lífeyrissjóðurinn
er almennur sjálfstæður líf-
eyrissjóður sem tekur bæði
við lögbundnum lífeyrissparn-
aði og viðbótarlífeyrissparnaði
almennings. Íslenski lífeyris-
sjóðurinn býður sveigjanlegar
leiðir til útgreiðslu lögbundins
lífeyrissparnaðar og fjölbreytt-
ar ávöxtunarleiðir.
Innlánsreikningur fyrir líf-
eyrissparnað sem hentar þeim
sem vilja ávaxta sparnað sinn
á einfaldan og gagnsæjan hátt.
Landsbankinn býður fjölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og
er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók
Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin þrjú ár.
Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi
eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is.
J
ó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía
Meðalávöxtun
þriggja ára*
Meðalávöxtun
þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans
1Líf
Hentar þeim sem eiga 20 ár eða
meira eftir af söfnunartíma.
Verðtryggð Lífeyrisbók
Óverðtryggð Lífeyrisbók
13,0%
2Líf
Hentar þeim sem eiga meira
en 5 ár eftir af starfsævi. 12,3%
3Líf Hentar þeim sem eiga skamman tíma eftir af söfnunartíma. 11,9%
4Líf
Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris
eða eru þegar að taka hann út. 11,6%
9,7%
Sameign
Verðtryggt
Óverðtryggt
Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi-
langa sameign og séreignasparnað. 8,7%
6,7%
Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má
finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is.
* Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012
Hún segir Svavar hafa staðið vel að því að
kynna dæturnar fyrir sér. „Hann kynnti mig
sem vinkonu sína. Ég var bara ein af mörg-
um vinum. Svo sagði hann við dætur sínar:
„Stelpur! Þarf ég að fara að eignast kærustu?“
Þær svöruðu: „Já, pabbi. Þú þarft að eignast
kærustu.“ Þá voru þær nýorðnar fimm, sex og
sjö ára. „Hvernig á hún að vera?“ spurði hann
þá. „Hún á að vera ljóshærð eins og við.“ Þá
var hann búinn að vera að mæra mig við þær
þannig að þær lýstu mér bara. Svo stungu
þær upp á þessu: „Af hverju býðurðu ekki
Þóru í mat og spyrð hana hvort hún vilji verða
kærastan þín?“ Svo gat hann tilkynnt þeim að
ég hefði sagt já og þá fögnuðu þær gríðarlega.
Ég held að þær standi ennþá í þeirri trú að
þær hafi valið mig handa honum. Sambandið
við þær hefur alltaf verið mjög gott. Systkinin
eru öll mjög náin og það er mikið ríkidæmi
fyrir mín börn að eiga þessar stóru systur
sem hafa borið þau á höndum sér,“ segir Þóra.
„Þær búa núna mestmegnis hjá mömmu
sinni í Kópavogi,“ útskýrir Svavar „en hafa
alltaf verið mikið hjá okkur. Þær eru svo
heppnar að eiga tvö ástrík heimili, enda eru
þær frábærlega vel heppnaðar. Á foreldra-
fundum fær maður lofræðu í hvert einasta
skipti. Þær verða þrettán, fjórtán og fimmtán
ára núna í sumar,“ segir hann stoltur.
Þegar Svavar er spurður að því hvað hafi
heillað hann við Þóru er Þóra fljót að afsaka
sig og láta sig hverfa. Ljósmyndari Fréttatím-
ans er líka mættur á staðinn og hún þarf að
gera sig klára fyrir myndatökuna.
„Mér fannst hún rosalega sæt,“ segir
Svavar. „Ég vissi hver hún var en Ríkisútvarp-
ið er stór vinnustaður þar sem hver vinnur í
sínu horni. En svo kynntumst við fyrir alvöru
þegar við vorum bæði að vinna að íslensku
glæpamáli sem teygði anga sína til Svíþjóðar.
Ég hafði fundið lögguna í Svíþjóð, sem vissi
allt um málið og talaði einhverja sænska mál-
lýsku. Ég skildi ekki bofs í henni. Vissi að
Þóra var í þessu máli sjónvarpsmegin og fór
og hóaði í hana. Hún var voða hneyksluð á því
hvað ég væri lélegur í sænsku því hún skildi
þetta hrognamál alveg á nóinu. Síðan fórum
við að spjalla og smullum saman. Við höfum
svipaða lífssýn. Þegar við byrjuðum saman
má segja að við höfum verið saman allan
sólarhringinn, vikum og mánuðum saman.
Ég held að við höfum tekið út ársskammt
af samverustundum kærustupars á fyrstu
mánuðunum. Við vorum fljót að kynnast mjög
djúpt. Maður rakst aldrei á neitt sem manni
líkaði ekki við. Það bara kom ekkert að því.
Svo er Þóra mjög klár og hefur ríka skynsemi
til að bera. Hún tekur gáfurnar og setur þær
í einhvern skynsemis- og mannúðarkokteil
sem gerir hana að frábærri manneskju.“
Nú vinnið þið á sama vinnustað. Hvernig
kemur það út?
„Við vinnum ekki beint saman. Við erum
ekki á sömu deild. Við getum farið saman í
mat og saman í vinnuna. Við erum einbílandi
með strætókort. Svo skiptumst við á strætó-
korti og bíllyklum. Það okkar sem sækir
börnin hefur bílinn en hitt tekur strætó.
Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru margir
kostir við að vinna á sama vinnustað. En við
vinnum ekki það náið saman. Hún er að gera
sitt í Kastljósinu og ég mitt í fréttunum segir
Svavar, og þetta eru aðskildar ritstjórnir.“
Talið þið um vinnuna þegar þið komið
heim?
„Já, mjög mikið. Við tölum um vinnuna og
þjóðfélagsmál. Ég er er stjórnmálafræðingur
með áhuga á heimspeki og hagfræði. Hún
er menntuð í heimspeki og svo í alþjóðasam-
skiptum og hagfræði – og hefur áhuga á stjór-
nmálum. Við getum gleymt okkur við að ræða
kvótakerfið langt fram á nætur! Það er mjög
skemmtilegt að eiga maka sem hægt er að
tala við af viti um allt sem manni býr í brjósti.
Sumir þurfa að fara í málfundafélög til að fá
góðan félagsskap en ég er bara með hann
heima hjá mér. Það er ofsalega gott.“
Þú hefur lýst því yfir að þú munir hætta
störfum ef Þóra nær kjöri. Líturðu á það sem
fórn af þinni hálfu?
„Nei. Eftir að börnin okkar tvö fæddust
tók ég fæðingarorlof, í bæði skiptin. Það var
frábær tími. Ég lít á það sem forréttindi að fá
að eyða tíma með börnunum. Faðir minn og
afi nutu ekki þessara forréttinda. Mér finnst
börnin mín skemmtileg – það er gaman að
vera með þeim. Ég lít alls ekki á þetta sem
fórn. Þveröfugt.“
Fylgist þið eitthvað með dönsku sjónvarps-
þáttunum, Borgen?
„Já, við höfum horft á nokkra þætti. Ég lofa
að verða ekki eins fúll og karlinn í Borgen
þáttunum! Ég er vanur því að konan mín
sé þekkt og vinsæl og mér finnst það bara
frábært.“
Þú ert tilbúinn að gefa frá þér góða stöðu.
Hafði þið rætt um það hvort þetta geti haft
neikvæð áhrif á ykkar hjónaband, líkt og í um-
ræddum sjónvarpsþáttum.
„Nei, okkur hefur eiginlega ekki dottið það
í hug. Ég hef líka velt því fyrir mér í langan
tíma að fara í doktorsnám. Þegar og ef mér fer
að leiðast hugsa ég að ég vindi mér í það. Ég
myndi vilja vinna meira að fræðistörfum og
rannsóknum í stjórnmálafræði. Ég er í alþjóð-
legum blaðamannasamtökum þar sem alls
kyns spennandi hlutir eru í gangi. Ég á líka
óklippta heimildamynd um íslenska glímu
sem væri mjög gaman að klára. Verkefnin eru
fjölmörg. Þegar Þóra talar um að hún væri til
í að vera forseti í tvö eða þrjú kjörtímabil þá
segi ég á móti að ég hafi verkefni í fjögur til
sex.“
„Þú verður með svuntuna,“ skýtur ljós-
myndarinn inn í en Svavar lætur ekki slá sig
út af laginu. „Já, það vill svo til að ég er með
svuntusöfnunaráráttu,“ segir hann íbygginn.
„Ég á eitthvað í kringum fimmtán svuntur.“
„Hann er að ýkja,“ segir Þóra að bragði, þar
sem hún sest niður með ærslafullan soninn
í fanginu. Börnin tvö eru farin að ókyrrast.
Finnst foreldrar sínir sjálfsagt búnir að vera
allt of lengi að tala við þetta ókunnuga fólk.
„Allt í lagi, við fjölskyldan eigum samtals
um fimmtán svuntur hérna inni í skáp,“ segir
Svavar þá. Rétt skal vera rétt.
Af hverju
Þóra, af hverju langar þig til að verða næsti
forseti Íslands?
„Ég velti þessu svo lengi fyrir mér. Ég fékk
falleg, handskrifuð bréf og skilaboð í tölvu-
pósti og hugsaði með mér að þetta skyldi ég
geyma. Mér fannst falleg tilhugsun að fólk
legði á sig að skrifa mér sínar hugleiðingar
um að það teldi mig passa í þetta hlutverk.
Svo fjölgaði þessum sendingum svo mikið
þegar líða fór á árið að mér fannst mér bera
skylda til að hugsa þetta í alvöru. En það er
fjarri því að það hafi verið hluti af einhverri
áætlun í mínum huga.
Ég spurði sjálfa mig tveggja spurninga:
Langar mig til að gera þetta? Og gæti ég gert
þetta vel? Myndi ég geta sinnt þessu vel og
af sóma? Svarið tengist því hvaða sýn ég hef
á embættið og hvernig mér finnst það eigi að
vera og virka. Ég komst að þeirri niðurstöðu
að já, þetta væri eitthvað sem mig langaði að
gera, og já, að ég gæti gert það vel.
Það sem mig langar að gera er að beina
sjónum fram á við. Við höfum verið föst í því
að horfa um öxl. Auðvitað viljum við gera
upp efnahagshrunið 2008 og skilja hvernig
þetta gat gerst og hverju og hverjum er um að
kenna. En í stað þess að síðustu ár hafi verið
uppbyggingarferli þá hafa þau sundrað þjóð-
inni. Menn hafa hent sér ofan í skotgrafir og
dregið víglínur. Oft snýst rifrildið um eitthvað
sem við getum ekki sagt að skipti meginmáli.
Samkvæmt mælingum nýtur Alþingi
trausts 10 prósenta almennings. Það er ekki
viðunandi í lýðræðissamfélagi. Talað er af
virðingarleysi um helstu stoðir samfélagsins;
um dómstólana, Alþingi og forsetann. Það er
eins og stoðirnar séu að bresta.
Auðvitað breytir ekki forsetinn ekki einn
allri umræðuhefðinni og andrúmsloftinu en
það skiptir máli hvað hann segir og gerir.
Hann getur haft mikil áhrif með því að beina
sjónum að því sem sameinar okkur – og það
er svo margt. Við höfum svo margt til að vera
stolt af, sem við eigum bæði að endurspegla
út í heim og inn á við. Þetta er andinn í fram-
boði mínu. Það snýst um árið 2012 og áfram.
Ekki fortíðina. Þetta eru skilaboðin sem við
höfum fengið frá fólki úti um allt land og þetta
er andinn sem við viljum starfa í.“
Þóra og Svavar eru sammála um að mestu
máli skipti í augnablikinu að njóta þess tíma-
bils sem framundan er: Sjálfrar kosningabar-
áttunnar. „Hvernig sem allt fer vonum við að
við getum vaknað daginn eftir kjördag, horfst
í augu og sagt með sanni að þetta hafi verið
skemmtilegt.“
Það að eignast börn er það eðlilegasta í heimi. Barn-
eignir eiga ekki að útiloka konur frá því að sækjast
eftir ábyrgðarmiklum störfum.
viðtal 25 Helgin 13.-15. apríl 2012