Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 34
34 bækur Helgin 13.-15. apríl 2012
RitdómuR moRðið á Bessastöðum
Ábyrgðakver Gunnlaugs
Jónssonar vippar sér beint
í annað sæti metsölulista
Eymundssonar. Bókin
geymir hugleiðingar höf-
undar um bankahrunið
og þann lærdóm sem
megi af því draga.
áByRgð í 2. sæti
RitdómuR ÞRjáR noRRænaR glæpasöguR
a kranessforlagið Uppheimar skiptir um nafn á þremur nýút-komnum norrænum krimmum –
kallar sig Undirheima – svona til gamans.
Sögurnar eru Snjókarlinn eftir Jo Nebö,
Englasmiðurinn eftir Camillu Läckberg
og Aðeins eitt líf eftir Söru Blædel: Norð-
maður, Svíi og Dani – öll þrjú metsöluhöf-
undar í heimalandi sínu, öll þrjú komin
vel á veg með að leggja undir sig heiminn
í þýðingum, öll þrjú vel þekkt hér á landi
af fyrri verkum: Snjókarlinn er fimmta
bók Nesbö á íslensku, Aðeins eitt líf er
fjórða bók Söru og Camilla á fyrir átta
verk í íslenskri þýðingu. Þau eru semsagt
engir byrjendur, kunna öll vel til verka,
eru öll að skrifa aftur og aftur um sömu
lykilpersónur: Harry Hole, Patrik, Eriku
og Önnu, Louise og Camillu. Með sama
sviði komast höfundarnir hjá að kynna
aðalpersónurnar, treysta á fyrri kynni
lesenda af kringumstæðum í lífi þessa
rannsóknarfólks, samstarfsmanna, vina
og ættingja.
Blædel skrifaði Aðeins eitt líf snemma
á ferlinum. Hún vann áfram með frá-
sagnir af grimmd í fjölskyldum inn-
fluttra í Danmörku, Camilla vinnu enn
með blöndu af löngu liðnum atburðum að
Fjallabaki, ívaf í hennar sögum er stétt-
skipt samfélag í Svíþjóð, hvernig alþýðu-
fólk verður undir, um leið og hún lýsir að-
stæðum hjá millistéttarfólki, félagslegum
erfiðleikum í bland við átök í hjónabandi
okkar daga.
Nesbö er langflinkastur þessara
þriggja höfunda, ekki aðeins að hann
sýni mesta hugkvæmni í grunnstefjum
fléttunnar, heldur leggur hann enn meiri
vinnu en áður í að skapa í plottinu falska
botna og taka úr þeim í sögulokum veltu
sem skilur lesandann eftir undrandi.
Hans hetjur eru, eins og kvennanna
tveggja, ekki djúpar persónur – bara hjól
í vél til að skapa afþreyingu – en hann er
einfaldlega meiri vélvirki í smíði sinni á
plotti en stöllur hans tvær. Í Snjókarlinum
dregur hann inn í plottið fátíða sjúkdóma
og hvernig þeir erfast. Kann allt að vera
uppsuða og bull en í framgangi sögunnar
trúir lesandinn hverju orði og gleypir
agnið.
Öll þrjú stefna þau svo í sögulokum í
mikið crescendo, mikinn spenning, mikil
læti, mikið fjör. Þetta hafa þau gert áður
og fastir lesendur ætlast enda til þess að
fá sinn fiðring við lestur lokakaflanna.
Þessar þrjár sögur munu enda skemmta
mörgum lesanda fram eftir sumri, inn í
eintakið mitt af Snjókarli Nesbö er kom-
inn pöntunarlisti, hinar tvær fara fljótt í
lán. Vonandi dugar sala þessara reyfara
yfir vor og sumar til að tryggja Uppheim-
um útgáfu á saðsamari bókmenntum.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Úr Undirheimum
Nesbö er langflinkastur þessara þriggja höfunda sem allir standa þó fyrir sínu.
Af sérstökum ástæðum auglýsir stjórn Íslensku barna-
bókaverðlaunanna að nýju eftir handritum að sögum
fyrir börn og unglinga í samkeppni ársins. Handritið
skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd og
á það að geta staðið án mynda. Skilafrestur er til og
með 27. apríl 2012. Handritum skal skilað í fjórriti,
merkt með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi í
lokuðu umslagi, til: Forlagið / Íslensku barnabóka-
verðlaunin Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík. -pbb
Hver vill skrifa fyrir
börn og unglinga?
Þrjár ljóðabækur koma út í byrjun næstu viku
hjá forlagi Uppheima: Leitin að upptökum
Orinoco eftir Ara Trausta Guðmundsson
sem hefur að geyma ný ljóð eftir náttúru-
fræðinginn þjóðkunna sem hefur á undan-
förnum árum sent frá sér jöfnum hönum
bundið mál og sögur, Hér vex enginn sítrónu-
viður eftir Gyrði Elíasson, nýtt safn ljóða
eftir þann afkastamikla höfuðsnilling og
Skrifað í stein, úrval ljóða hins sænska Kjells
Espmark í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.
Skömmu fyrir páska kom frá sama forlagi
ljóðabókin Birtan er brothætt, braghendur og
hækur, eftir Njörð P. Njarðvík. -pbb
Fjórar
ljóðabækur
Höfundurinn á bak við Stellu Blómkvist hefur
merkt sig kirfilega á spjöld bókmenntasög-
unnar. Í hartnær áratug hefur honum tekist að
sitja í felum og skrifa spennubækur um lög-
fræðinginn Stellu, höfundurinn hefur rambað
milli forlaga og þrátt fyrir sannindin þjóð veit þá
þrír vita er Blómkvist enn stærsta gátan í höf-
undatalinu – að því leytinu til að ekki er almennt
kunnugt hver felst á bak við nafnið.
Þrátt fyrir frægðina og forvitni blaðamanna
er Blómkvist ekki söluhár höfundur – vafalítið
hafa margir sökum forvitni hnusað að bókum
karlmannsins sem skrifar undir nafni konu en
kynnin af sögunum um Stellu, sem eru að nálg-
ast tuginn, hafa líklegast orðið til þess að frekari
forvitni var fljótsvalað. Sögur Stellu um Stellu
eru frumstæðar spennubókmenntir. Þótt textinn
renni lipurlega er klisjan hér í hávegum höfð,
persónusköpun er ófrumleg og kunnugleg, sam-
tölin kaldir réttir og plottin gömul og slitin.
Nú má í sjálfu sér fagna því að þagmælska
útgefenda dugi svo vel sem raun ber vitni, líka
má fagna því að þeir telji ekki eftir sér að skella
fram slökum spennusögum eftir innfædda –
jafnvel þó þær séu undir dulnefni. Afþreyingar-
textar eftir innlenda höfunda eiga fullan rétt á
sér og almenningur hefur undanfarna áratugi
tekið þeim fagnandi, jafnvel bundnum í spjöld
og á háu verði. Slíkar bækur hafa runnið út í
þúsundatali og haft yfirhöndina í slagnum við
höfunda sem eiga brýnna erindi á markað, af-
þreyingin hefur lagt undir sig markaðinn og á
sumum bæjum má sjá merki þess að útgefendur
vilji eiga það sitt helsta erindi í lífinu að telja
almenningi trú um að sumir reyfarahöfundar
séu hreinir snillingar í frásagnarlistinni, vitna
gjarna til erlendra blaða því til sönnunar, fara
gjarnan offari í oflofinu sem þeir sveipa sína
dýrmætustu skjólstæðinga í trausti þess að fjöl-
miðlamenn gleypi bullið hrátt og komi því á
framfæri við trúgjarna lesendur. Sem gengur
eftir.
Stella ætti þannig að skipa svipaðan sess og
Yrsa – svo dæmi séu nefnd. En slíkar barba-
brellur takast ekki alltaf. Morðið á Bessastöðum
er slök spennusaga, klisjukennd, ófrumleg og
óspennandi. -pbb
Fastir liðir
snjókarlinn
Jo Nesbö
Bjarni Gunnarsson þýddi.
Uppheimar, 509 síður, 2012.
morðið á
Bessastöðum
Stella Blómkvist
Mál og menning, 287 síður,
2012.
Morðið á
Bessastöð-
um er slök
spennu-
saga, klisju-
kennd,
ófrumleg
og óspenn-
andi.
Birtan er brothætt
er ný ljóðabók eftir
Njörð P. Njarðvík.
Flugan sem stöðvaði stríðið eftir
Bryndísi Björgvinsdóttur fékk ís-
lensku barnabókaverðlaunin í fyrra.
aðeins eitt líf
Sara Blædel
Árni Óskarsson þýddi.
Uppheimar, 350 síður, 2012.
englasmiðurinn
Camilla Lackberg
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Uppheimar, 472 síður, 2012.
Camilla Lackberg.