Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 38

Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 38
38 framkvæmdir Helgin 13.-15. apríl 2012  Húshornið Sérfræðingar HúSeigendafélagSinS og Si leySa vandann Hvað er byggingarleyfi ? Byggingarleyfi er skriflegt leyfi byggingarfulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi til að byggja hús og önnur mannvirki, breyta þeim eða rífa, eða breyta notkun þeirra, útliti eða formi. Í leyfinu felst að samþykktir eru aðal- og séruppdrættir, skráðir ábyrgð- armenn á verkframkvæmdina, þ.e. löggiltir iðnmeistarar og byggingarstjóri, sem hefur í gildi lögbundna starfsábyrgðartryggingu. Byggingarleyfi fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá útgáfu þess. Framkvæmdir teljast hafnar hafi byggingarfulltrúi gert úttekt á úttektarskyldum verkþætti. Hvers vegna að vera að sækja um byggingarleyfi? Meginmarkmið með lögum um mannvirki nr.160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt. Þá verða framkvæmdir að vera í sam- ræmi við gildandi deiliskipulag. Ef þær eru það ekki, kann að vera gengið á rétt annarra, sem getur leitt til kærumála og verulegra óþæginda auk kostnaðar. Í fjöl- eignarhúsum verður samþykki meðeigenda að liggja fyrir við samþykkt byggingar- leyfisumsóknar, í samræmi við lög um fjöleignarhús nr. 26/1994. Með umsókn um byggingarleyfi er tryggt að löggiltir hönnuðir, iðnmeistarar og byggingarstjóri komi að hönnun og verkframkvæmd. Hönnuðir og byggingarstjóri hafa lögboðna starfs- ábyrgðartryggingu sem bætir tjón vegna mistaka, sem þeir kunna að gera, upp að vissu marki. Þarf að sækja um byggingarleyfi vegna viðhaldsverka ? Meginreglan er sú að ekki þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir þeim viðhalds- verkum sem ekki hafa breytingar í för með sér; það er að notuð eru sömu efni og útfærslur og viðhafðar voru við upphaflegt byggingarverk. Ef ætlunin er að breyta út fá því er ráðlegt að kanna hjá byggingarfulltrúa hvort gerðar séu athugasemdir vegna fyrirhugaðra áforma. Í þeim tilvikum að gera verði við burðarvirki ber alltaf að afla leyfis byggingarfulltrúa. Í grein 2.3.5 í nýrri byggingarreglugerð er fjallað nánar um þá þætti sem undanþegnir eru byggingarleyfi og í grein 2.3.6 er skilgreind ábyrgð eiganda vegna framkvæmda sem undanþegnar eru byggingarleyfi. Bygg- ingarreglugerðina má sjá á vef Mannvirkjastofnunar á www.mvs.is Eru til upplýsingar um viðhald mannvirkja? Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur gefið út þrjá vandaða bæklinga sem fjalla um til- tekna viðhaldsþætti. Einn fjallar um viðhald á gluggum úr timbri, en reynslan hefur sýnt að oft er vel viðgerðarhæfum gluggum skipt út án þess að á því sé þörf og er það oft hrein fjársóun. Annar bæklingurinn fjallar um viðgerðir, endurbætur og nýstein- ingu steinsteyptra húsa. Múrarar hafa náð mikilli leikni við endursteiningu eldri húsa, en steinaðir veggfletir geta verið nær viðhaldslausir í áratugi. Þriðji bækling- urinn er um útveggi, grind og klæðningu eldri timburhúsa. Bæklinga Húsfriðunar- nefndar er hægt að skoða á vef stofnunarinnar www. husafridun.is. Magnús Sædal hushorn@huso.is Hvenær þarf byggingarleyfi? Húshornið er helgað framkvæmdum og viðhaldi húsa. Þátturinn er einnig með útibú í Samfélaginu í nærmynd á Rás eitt á þriðjudögum en í aðalhlutverkum á báðum stöðum eru vitringar frá Húseig- endafélaginu og Samtökum iðnaðarins. Lesendur og hlustendur geta sent inn fyrirspurnir á netfangið: hushorn@huso.is og verður þeim svarað af sérfræðingunum. Hönnuðir og byggingarstjóri hafa lögboðna starfsábyrgðar- tryggingu sem bætir tjón vegna mistaka, sem þeir kunna að gera, upp að vissu marki. Vertu nagli sýndu stuðning sala Bláa naglans hefst 19. apríl um land allt www.blainaglinn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.