Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 54

Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 54
 Gabby Maiden Keppir fyrir niKita á aKextreMe Vinirnir Sveppi og Auddi lögðu land undir fót fyrir nokkrum misserum og þvældust í gegnum ýmsar hressilegar þrautir um Bandaríkin þver og endilöng ásamt félögum sínum Gillzenegger og Villa nagl- bít. Ferðalaginu voru gerð skil í sjónvarpsþáttunum Ameríski draumurinn á Stöð 2 árið 2010 við talsverðar vinsældir auk þess sem þátturinn var tilnefndur til Eddunnar það árið sem skemmtiþáttur ársins. Nú stendur til að endurtaka leikinn og þvælast um Evrópu, meðal annars með viðkomu í Mónakó. Ekki er ólíklegt að Auðunn Blöndal hafi pantað þann áfangastað vegna þess að þar er nóg af spilavítum en drengurinn sá er mikið fyrir póker og spilavíti. Gillz og Villi verða ekki með í för að þessu sinni en ferðafélagar Audda og Sveppa eru þó ekki af verri endanum þar sem fregnir herma að Steindi Jr. og Pétur Jóhann Sigfússon fylli skarð þeirra sem fóru til Ameríku sem viðhengi. Nýtt tvíeyki með Sveppa og Audda „Ég er frá Los Angeles og aðal skíðasvæðið í Suður-Kaliforníu er aðeins um tvo klukkutíma frá borginni við Big Bear Lake. Þetta er einn af fáum stöðum þarna sem hægt er að renna sér á brettum og þetta er alveg frábær staður,“ segir Gabby sem var tólf ára þegar hún byrjaði að æfa sig við Big Bear Lake. Mynd/Hari Brettatöffari og tískufyrirsæta É g held ég hafi komið til Íslands í fyrsta skipti fyrir um þremur árum,“ segir Gabby Maiden, snjóbrettatöff- ari og fyrirsæta. Hún er löngu kolfallin fyrir Reykjavík en landslagið í dreifbýlinu og fólkið þar heillaði hana áður en hún leit höfuðborgina augum. „Við vorum bara úti á landi að mynda útivistarfatnað Nikita og ég heillaðist strax af því sem ég sá þar.“ Gabby segist hafa komið hingað reglulega til þess að leika sér og sitja fyrir hjá Nikita en hún hefur aldrei dvalið hér jafn lengi í einu og núna. „Myndatökurnar hafa alltaf verið hérna á sama tíma og Airwaves og ég hef aldrei verið lengur en í svona tvær vikur í senn. Ég kynntist samt ótrúlega mörgu fólki í þessum heimsóknum og nú síðast ákvað ég að vera lengur og það er að verða komið hálft ár. Mér finnst ég eiga mér mitt annað líf hérna,“ segir Gabby sem leiðist ekki eitt augnablik á Íslandi. „Þetta hefur verið meiriháttar. Ég er búin að renna mér dálítið á brettinu, ekki bara á fjöllum heldur líka um göturnar,“ segir Gabby sem er dugleg að kvikmynda ævintýri sín í miðborginni. „Ég hef lika spilað tónlist hérna en ég leik á ukulele og syng.“ Gabby hefur einnig tekið nokkra snúninga sem plötusnúður og tekið að sér fyrirsætuverkefni. „Ég hef verið að gera helling hérna enda eru tækifærin hérna svo mörg. Ísland er svo frábært.“ Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AKExtreme verður haldin í sjötta sinn á Akureyri um helgina. Hátíðin nýtur sívaxandi vinsælda og í fyrra fylgdust um 7000 manns með besta snjóbrettafólki landsins keppa fyrir norðan. Gabby ætlar ekki að láta sig vanta og keppir undir merkjum Nikita í Burn Jib keppni í göngugötunni á morgun. Heiða, sem kennd er við Nikita og fleira fólk verður með henni í för en ferðina norður ætla þau að nota til þess að ljós- og kvikmynda Gabby í hasar í Nikita- fatnaði í Hlíðafjalli. Gabby er frá Los Angeles og var tólf ára þegar hún byrjaði að renna sér á snjóbretti við Big Bear Lake. Átján ára var hún komin í atvinnumennsku og þá strax sýndi Nikita henni áhuga. „Þeim líkaði stíllinn minn og byrjuðu að senda mér vörur. Síðan vatt þetta upp á sig. Nikita er minn helsti bakhjarl og útvegar mér keppnisfatnað og líka bretti en þau byrjuðu að framleiða bretti nýlega og ég verð með allar þessar græjur með mér á Akureyri um helgina.“ Gabby segist hafa verið mjög spennt þegar henni var boðið fyrir nokkrum árum að ganga til liðs við Nikita-fjölskylduna. „Þegar ég var nítján ára bauð Heiða mér að koma í myndatöku í San Francisco fyrir götufatnaðinn og að hitta sig og Nikita-liðið. Þau buðu mér svo að keppa undir merkjum Nikita. Brettakeppnin var fyrst aðal málið en síðan fór ég að sitja meira fyrir hjá þeim líka en ég hef unnið fyrir mér bæði í atvinnumennsku á snjóbrettunum og sem fyrirsæta.“ M eiriháttar tækifæri, mikill ferskleiki og mannbætandi,“ segir Guðjón Már Guðjóns- son, oftast kenndur við OZ, spurður um ávinning þess að hafa verið valinn framúrskarandi Íslendingur af alþjóð- legu hreyfingunni JCI árið 2009 og í kjölfarið einn þeirra tíu þeirra sem helst teljast framúrskarandi einstak- lingar á heimsvísu það ár. Guðjón situr í ár í dómnefnd sam- takanna og leitar til landsmanna eftir tilnefningum sem lagðar verða fyrir nefndina. Hún velur þann sem keppir fyrir Íslands hönd og kemst á heims- þing samtakanna í Taívan nái hann á topp tíu. Guðjón segir að þótt samtökin fari ekki hátt hér á landi séu þau þekkt bæði í Asíu og Bandaríkjunum. Þaðan hefur hann hitt ótrúlega hæfileikaríkt fólk og einstaklinga sem hafi náð langt á sínu sviði á heimsþinginu. Með Guðjóni í dómnefnd er forseti samtakanna, Viktor Ómarsson, ásamt ólympíuleikafaranum Kristínu Rós Há- konardóttur, en Kristín Rós var meðal tíu hlutskörpustu í heiminum árið 2003. Viktor segir merkilegt hversu margt ungt fólk í heiminum hafi hreppt hnossið áður en það náði heims- frægð og séu nú jafnvel goðsagnir. „Já, hver er þess verðugur að feta í fótspor stórstjörnunnar Elvis Presley eða alþýðuforsetans John F. Kennedy,“ spyr hann en þeir voru valdir á sínum tíma. Guðjón bendir þeim sem vilja til- nefna verðuga Íslendinga á aldrinum átján til fjörutíu ára að senda þær á net- fangið jci@jci.is. En hvað þarf til? „Að vera tilbúinn að halda áfram þótt vindar blási á móti og einnig að vera drifinn áfram af hugrekki til að gera góða hluti,“ segir Guðjón. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  alþjóðahreyfinG leita fraMúrsKarandi ÍslendinGs Í fótspor Presley, Kennedy eða Kristínar Rósar Svarteyg baun á Íslandi Printz Board, tónlistar- stjóri og hljómsborðsleik- ari ofursveitarinnar Black Eyed Peas, er staddur hér á landi í skemmtiferð. Eftir því sem heimildir Frétta- tímans herma hefur hann ferðast vítt og breitt um landið og kíkt á næturlífið. Board hefur getið sér gott orð í tónlistarbransanum undanfarin ár, samið mörg af vinslæstu lögum Black Eyed Peas og unnið fyrir listamenn á borð við Macy Gray, Kate Perry, Shak- iru og Busta Rhymes. Þótt Will.I.am og Fergie sé líklegast þekktust af meðlimum Black Eyed Peas er mál þeirra sem til þekkja að Board hafi átt einna mestan þátt í velgengni sveitarinnar. Gabby Maiden kynntist Íslandi í tengslum við vinnu sína fyrir Nikita-fatalínuna. Hún er ískaldur snjóbrettatöffari sem byrjaði að renna sér tólf ára gömul í hlíðum fjallanna við Big Bear Lake í Kaliforníu. Hún hefur unnið fyrir sér sem atvinnumaður á snjóbretti um árabil, keppir undir merkjum Nikita og er einnig fyrirsæta hjá fataframleiðandanum. Mér finnst ég eiga mér mitt annað líf hérna. Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og athafnamaður, verður í dómnefnd JCI, sem leitar í fyrsta sinn út fyrir samtökin eftir dómurum. Mynd/Hari Skúli Branson Lággjaldaflugfélagið WOW Air hóf að fljúga til þrettán áfangastaða í Evrópu þann 1. júní. Félagið hefur verið áber- andi frá stofnun þótt starfsemi þess sé enn ekki komin á fullt. Auglýsingar frá félaginu hafa vakið athygli og ljóst að Matthías Imsland og stjórnarformaður- inn Skúli Mogensen ætla sér að taka flugið með stæl. Sagan segir að Skúli íhugi að skella sér í fjólubláan flug- þjónabúning WOW og þjóna farþegum í jómfrúarferð flugfélagsins. Sjálfur Virgin-flugmógúllinn Richard Branson hefur áður tekið upp á slíku og gengt starfi flugþjóns þannig að ekki er leiðum að líkjast ef Skúli lætur verða að þessu. Branson er flestum mönnum flinkari við að vekja athygli á sjálfum sér og fyrirtækj- um sínum en hann þjónaði um borð í einni véla Air-Asia á sínum tíma eftir að hafa tapað veð- máli við Tony Fernandes, forstjóra félagsins. N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur Skipholti 50b • 105 Reykjavík 54 dægurmál Helgin 13.-15. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.