Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 33

Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 33
F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Gullostur Hvítmygluostur. Hvítmyglan er einnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS. Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur. Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is Ostabakki - antipasti Grillaðar paprikur, sól- eða ofn- þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósu- maukinu má finna á vefnum www.ostur.is Önnur áhugaverð vekefni Kryddjurtasorbetinn Hrísla, frystur á trjágrein frá Engi. Þrjár tegundir sem efla ein- beitingu, hressleika og æskuljóma. Pantið áhrifin. Samanpakkanlegur og sjálfum sér nægur veitingastaður varð til í Vallanesi. Viðskiptavinurinn pantar rétt eftir því hvaða áhrif hann hefur á líkamann. Opinn myndar hann fullbúinn veitingastað með 20 fm tjaldi. Lokaður er hann fyrirferðarlítill kassi á hjólum. Geitamjólkurbar frá Háafelli. Mýbitinn varð til í Vogafjósi í Mývatnssveit. Mýbitinn er kúlulaga úr rúgbrauði með fyll- ingu af ýmsu tagi. Kúluskítur var innblásturinn. Að Hrauni urðu til Kryddlegin hjörtu, álegg ofan á brauð úr gulrófusneiðum. Umbúðirnar eru gult umslag eins og sendibréf, mynd af framleiðslustað og texti með upplýsingum um hráefnið. Blóðbergsdrykkur frá Sandi. Heilsudrykkur sem veitir neytandanum kraft og lækningamátt. Á umbúð- unum eru setningar og brot úr ritverkum Sigfúsar Bjartmarssonar. Blóðbergsís eða klaki frystur á stöng með vísun í kebab-kjötstykki. Örflögur eða Microchips unnar að Skarði. Hollar kartöfluflögur, saltaðar í sjó, bornar fram í pakkningunni sem breytist í skál með landakorti þar sem bærinn Skarð er merktur inn. Sláturterta Sláturterta úr innmat var unnin fyrir veitingahúsið Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum. Rótargræn- meti er í stað fitu og blóðberg notað sem krydd. Tertan minnir á marmaraköku þegar hún er skorin því lifrarpylsu- og blóðmörsdeigi er hellt í sérhannað mót til skiptis. Hversdagslegri matarhefð er lyft á hærra plan. Með tertunni er borin fram berjasósa, rjómalöguð kartöflumús og rófustappa. Þess má geta að hún bragðast einnig vel köld. Höggstokkur sem er sérhann- aður til að skera sérhannaða rúgbrauðsrúllutertuna. Rabarbara-karamella Kveikjan að rabarbara-kara- mellunni frá Löngumýri er æskuminningin um sælgætið sem stilkurinn af rabarbaranum breyttist í þegar honum var dýft í sykurkar. Undirstaðan er lífrænn rabarbari og karamellan er í laginu eins og rabar- barastilkur í rauðbleikum gjafaumbúðum. Verkefnið var unnið meðal annars af Örnu Rut Þorleifsdóttur vöruhönnuði og Örvari Birgissyni bakarameistar í samstarfi við bændurna á Löngumýri, þau Kjartan Ágústsson og Dorothee Lubecki. hönnun 33 Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.