Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 4
 Flóttamenn langur biðtími eFtir aFgreiðslu hælisumsókna GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður 129.900 Síð as ti d ag ur op nu na rti lbo ða á l au ga rd ag Opið til kl. 16 á laugardögum Elsta stálskipið aldargamalt Michelsen_255x50_B_1110.indd 1 02.11.10 10:06 Þjónusta við flóttamenn ósamræmd og óljós Ekkert formlegt og samstillt kerfi tekur á móti flóttamönnum sem fá vernd eftir hælismeðferð hér á landi og óljóst er hvaða aðstoð er í boði. Nýleg dæmi eru um að menn hafi þurft að bíða í fjögur og hálft ár eftir afgreiðslu hælisumsóknar þótt meðalbiðtími sé rúmir átta mánuðir. Á síðasta ári fengu fimmtán hælisleitendur skjól hér á landi, þar af þrjú börn. e kkert formlegt og samstillt kerfi tek-ur á móti flóttamönnum sem fá vernd eftir hælismeðferð hér á landi og óljóst er hvaða aðstoð er í boði. Þetta kemur fram í skýrslu sem Rauði kross Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið fyrr á árinu um aðstoð við flóttamenn. Rauði krossinn telur brýnt að stjórnvöld móti reglur sem skýra enn frekar réttindi flóttamanna sem fá al- þjóðlega vernd á Íslandi eftir hælismeðferð og að tryggt sé að sú aðstoð og þjónustu sé sú sama eða að minnsta kosti sambærileg þeirri aðstoð og þjónustu sem svokallaðir kvótaflóttamenn fá hérlendis. Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra er kunnugt um ábendingar Rauða kross- ins og telur nauðsynlegt að samræma þjónustu við flóttamenn sem er veitt hæli á hér á landi. „Ráðuneytinu er kunnugt um ábendingar Rauða kross Íslands Um þessar mundir er verið að endurskoða hlutverk og verkefni flóttamannanefndar þar sem þetta er meðal annars til skoðunar. Jafnframt aug- lýsti velferðarráðuneytið nýlega eftir starfs- manni sem ætlað er að sinna undirbúningi vegna mótttöku flóttafólks og samræma og samhæfa velferðarþjónustu við einstak- linga sem fá hæli hérlendis. Ég bind vonir við að ráðning sérstaks starfsmanns til að sinna þessum verkefnum muni efla verulega skipulag og framkvæmd við móttöku flótta- fólks hér á landi,“ segir Guðbjartur. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins sóttu alls 76 einstaklingar frá 29 uppruna- ríkjum um hæli sem flóttamenn á Íslandi frá 1. janúar til 31. desember 2011. Þar með talin eru tvö börn sem fæddust á Íslandi meðan mál foreldra þeirra var til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Flestir umsækjanda eru frá Nígeríu og Rússlandi eða sjö frá hvoru landi. Næst- flestir komu frá Alsír eða sex umsækjendur. Fimm umsækjendur eru frá Írak en fjórir umsækjendur eru frá Eþíópíu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi og Indlandi. Alls var 15 einstaklingum sem sótt höfðu um hæli veitt dvalarleyfi hérlendis á árinu 2011, tíu karlar, tvær konur og þrjú börn. Flestir voru frá Sómalíu og Íran. Útlendinga- stofnun veitti þrettán umsækjendum hæli og innanríkisráðuneytið tveimur. Á árinu 2011 afgreiddi Útlendingastofnun alls 50 umsóknir og að auki drógu sex um- sækjendur hælisumsókn til baka eða hurfu áður en umsókn var afgreidd. Alls lauk því málum 56 einstaklinga á árinu 2011. Útlend- ingastofnun veitti þrettán hælisumsækj- endum hæli, synjaði 11 og endursendi 26 hælisleitendur til annarra Evrópuríkja sem taka þátt í svokölluðu Dyflinarsamstarfi. Dyflinarsamstarfið er það kerfi sem Evrópu- sambandið notar til að dreifa ábyrgð þjóða á meðferð hælisleitenda. Samkomulagið bygg- ir á þeirri grundvallarreglu að hælisumsókn skuli jafnan tekin fyrir í því sem fyrst tekur við hælisleitanda. Flestir voru sendir til baka til Noregs. Í árslok 2011 voru mál 46 hælisleitanda enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun, 43 frá árinu 2011 en hin frá 2010. Útlendinga- stofnun afgreiddi umsókn um hæli á 178 dögum að meðaltali á árinu og er miðað við dagsetningu upphaflegrar hælisumsóknar þar til birting ákvörðunar fór fram. Þeir sem fengu réttarstöðu flóttamanns þurftu að meðaltali að bíða í 251 dag, rúma 8 mánuði. Lengsta bið eftir veitingu leyfis á árunum 2004-2010 var 1688 dagar, rúm fjögur og hálft ár og var það karlmaður frá Mauritaníu sem þufti að bíða svo lengi. Honum var veitt leyfi árið 2009. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Börn í flótta- mannabúðum í Sómalíu. Flestir flóttamenn sem fengu hér hæli á síðasta ári komu frá Sómalíu. Uppruna- Dvalar- land leyfi Sómalía 5 Íran 4 Afganistan 1 Indland 1 Írak 1 Líbía 1 Senegal 1 Sýrland 1 Samtals: 15 Álagning á eldsneyti sögð verulega há Álagning olíufélaganna á bensín er verulega há um þessar mundir, að því er segir á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Það sem af er maímánuði er hún 6-7 krónum yfir meðalá- lagningu síðustu ára að teknu tilliti til vísitölu neysluverðs og gengis dollars gagnvart krónunni,“ segir þar og síðan: „Bifreiðaelds- neytið hefur farið lækkandi á heimsmarkaði að undanförnu sem betur fer. Í aprílmánuði sl. var meðal-heimsmarkaðsverðið yfir 111,5 ísl. kr. lítrinn en tók þá að lækka talsvert hratt og hefur verið það sem af er maímánuði í kring um 97 kr. lítrinn að meðaltali. Lækkanirnar hafa vissulega skilað sér í lækkandi bensín- verði en ekki jafn mikið og ætla mætti vegna hærri álagningarprósentu olíufélaganna.“ - jh Elsta stálskip Íslands, Garðar BA 64, „fagnar“ um þessar mundir 100 ára afmæli. Af því tilefni verður efnt til sam- komu við skipshlið í Skápadal í Patreks- firði, fimmtudaginn fyrir sjómannadag, 31. maí, klukkan 18, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Garðar BA var smíðaður var hjá Askers Mek skipa- smíðastöðinni í Noregi árið 1912 til hvalveiða. Báturinn var upphaflega tvímastraður og seglbúinn, en með gufuvél til að nota í logni. Hann var seldur árið 1974 Patreki hf á Patreksfirði. Í umsjá Jóns Magnússonar fiskaði Garðar vel og var oft með aflahæstu bátum vertíðanna. Bæði var hann gerður út á línu og net. Garðar var dæmdur ónýtur og tekinn af skrá 1. desember 1981 og svo siglt á land og í sátur í Skápadal. Þar stendur hann enn gestum og gangandi til sýnis. - jh/Mynd Facebooksíða bátsins Sigurði gert að greiða nær hálfan milljarð Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Kaupþings, þarf að greiða þrotabúi bankans til baka 496 milljónir króna, auk vaxta vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans sem felldar voru niður fyrir hrun bankans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá var staðfest kyrrsetningargerð sýslumannsins í Reykjavík sem fram fór í júlí í fyrra um kyrrsetningu eigna Sigurðar hér á landi. Skulu þær eignir ganga upp í skuldina en um er að ræða eignarhluta Sigurðar í einbýlishúsi á Seltjarnarnesi, landareign í Stíflisdal, sumarhúsi á sama stað og eignarhluta í félaginu Hvítsstaðir ehf. - jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur HæglætiSvEðUr og Sól, En fEr Að rignA SUnnAn- og SUðvEStAnlAnDS Um kvölDið HöfUðborgArSvæðið: SKýJAð Að MEStu, ÞuRRt EN SMÁ vætA uNdIR KvöLdIð. StrEkkingUr og ringing SUnnAntil, En léttSkýjAð norðAn- og norðvEStAntil og þAr nætUrfroSt. HöfUðborgArSvæðið: SMÁ vætA FRAMAN AF dEGI, EN LéttIR SÍðAN tIL. minniHáttAr rigning SUnnAn- og SUðAUStAnlAnDS, En AnAnrS þUrrt og Sólríkt. HöfUðborgArSvæðið: LéttSKýJAð oG SóLRÍKt. HLýtt yFIR dAGINN. Hiti hægt upp á við Eftir Krossmessuhretið hefur ekki náð að hlýna . Næturfrost eru viðvarandi og gróður- framvindan er enginn. verstar eru dægur- hitasveiflurnar, því yfir miðjan daginn er vor- sólin sterk. Heiðríkjan og hiti loftsins ráða mestu um næturfrostið. Áfram verður að mestu bjart og um norðan- og vestanvert landið, en meira skýjað og væta sunnan- og suðaustanlands. vonir voru bundnar við milt loft sem næði yfir allt landið um helgina, en þær fara dvínandi. 5 5 5 3 6 8 6 6 5 7 9 6 9 7 8 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 18.-20. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.