Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Page 68

Fréttatíminn - 18.05.2012, Page 68
The Raven John Cusack leikur hér rithöfundinn Edgar Allan Poe í skáldaðri sögu um síðustu dagana í lífi þessa brautryðjanda í glæpa- og hrollvekjubókmenntum. Titillinn vísar að sjálfsögðu til Hrafnsins, eins þekktasta kvæðis höfundarins. The Raven gerist í Baltimore um miðja nítjándu öld en þegar dularfull morð, sem minna um margt á morð úr sögum Poes, eru framin ákveður rithöfundurinn að leggja lögreglunni lið við að hafa hendur í hári morðingjans. Rann- sóknin snýst hratt upp í æsilegt kapphlaup við tímann þegar Poe áttar sig á því að morðinginn ætlar sér fyrst og fremst að kála honum sjálfum. Aðrir miðlar: Imdb: 7.2, Rotten Tom- atoes: 21%, Metacritic: 44% 52 bíó Helgin 18.-20. maí 2012 Aladeen á ekki sömu forsögu og Ali, Borat og Brüno sem allir voru vel þekktir áður en þeir mættu í bíó.  FrumsýndAr Harðjaxlinn Jason Statham er við sama heygarðshornið í Safe þar sem hann tekur á glæpahyski og ekki með neinum vettlingatökum frekar en fyrri daginn. Hann leikur fyrrverandi lögguna Luke Wright en í starfi sínu lenti hann harkalega upp á kant við rússnesku mafíuna sem launaði honum lambið gráa með því að láta myrða fjölskyldu hans og gera hann útlægan úr lög- reglunni. Okkar maður er því ekki í góðu standi, mælir göturnar tærður af söknuði og sektarkennd. Á vafri sínu um borgina tekur hann eftir því að mafíósar eru á hælum ungrar stúlku sem er skelfingu lostin. Luke getur að sjálfsögðu ekki horft upp á þennan ójafna eltingarleik án þess að skipta sér af, gengur í málið af fullri hörku og tekur stúlkuna undir sinn verndarvæng. Sú stutta býr yfir mikilvægum upplýsingum sem nokkrir glæpahópar eru til í að gera allt til að komast yfir þannig að Luke má hafa sig allan við í blóðugum átökum við rússneska og kínverska krimma auk spilltra lögreglumanna. Aðrir miðlar: Imdb: 6.3, Rotten Tomatoes: 54%, Metacritic: 55% Statham buffar rússneska bófa F rá hruni hefur fólki verið tíðrætt um skjaldborgir og hefur þess fyrirbæris tölu- vert verið leitað, sem koma átti fyrir umhverfis hitt og þetta. Ein er þó alltaf á sínum stað og hægt er að ganga að henni vísri á Patreksfirði yfir hvítasunnuhelgina en þá verður heimildarmynda hátíðin Skjaldborg haldin í sjötta sinn. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi og þetta árið stefnir í metþátt- töku enda hefur verið óvenju mikið um bókanir og umsóknir. Þá telst til nokkurra tíðinda að allar íslensku myndirnar verða með enskum texta að þessu sinni með hag erlendra gesta fyrir augum. Há- tíðin er komin í samstarf við Copen- hagen DOX-hátíðina í Danmörku og listrænir stjórnendur hennar hafa valið þrjár myndir sem sýndar verða á Skjaldborg. Ein íslensku mynd- anna á hátíðinni verður síðan fyrir valinu og sýnd á næstu DOX-hátíð í Kaupmannahöfn. Sem endranær ræður fjölbreytnin ríkjum í myndavali og við sögu koma meðal annars Thor Vilhjálmsson, Bubbi, popptónlist, lífeyrissjóðir og kraftlyftingar. Patreksfirðingar láta heldur ekki sitt eftir liggja og utan- dagskrárviðburðirnir verða ekki af verri endanum og nægir þar að nefna Skelfiskveislu í Sjóræningjahúsinu, Kvenfélagið býður upp á plokkfisk og tekist verður á í harðri limbó- keppni. Heimildarmyndin Hrikalegir, eftir Hauk Valdimar Pálsson, er ein þeirra sem verður frumsýnd á hátíðinni en þar er Steve Gym, gamalgrónasta lyftingastöð íslenskra kraftlyftinga, í forgrunni. Þar hefur Steve (Stefán Hallgrímsson) í fjóra áratugi þjálfað sterkustu menn landsins, auk ör- yrkja og kynlegra kvista miðbæjar Reykjavíkur. Myndin gefur innsýn í lokaðan heim kraftakarla, sem voru áður óskabörn þjóðarinnar en hafa horfið úr augsýn almennings. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  skjAldborg steFnir í metÞátttöku Hin eina sanna Skjaldborg  sAchA bAron cohen meiri FíFlAgAngur Aladeen kúgar þjóð sína af ástúð Háðfuglinn Sacha Baron Cohen mætir nú til leiks í fjórðu mynd sinni í fullri lengd. Hann hefur áður skemmt lýðnum með gamanmyndum um rembuna Ali G, sjónvarpsmanninn Borat frá Kazakstan og tískufríkið Brüno og stígur nú fram í hlutverki einræðisherrans Aladeen í hinu upp- diktaða Afríkuríki Wadiya. s acha Baron Cohen vakti fyrst verulega athygli með sjónvarpsþáttunum sem kenndir eru við Ali G. Þar kom hann fram í gervi rapparans Ali G og tók viðtöl við grunlaust fólk sem áttaði sig ekki á að það var gengið í gildru grínarans undir þeim formerkj- um að það væri mætt í „alvöru“ viðtöl. Með óvæntum, dónalega ágengum og furðulegum spurningum sínum sló hann viðmælendur sína gersamlega út af laginu og náði um leið oft á tíðum fram miklu betri og heiðarlegri svör en sjóaðir fréttamenn. Þættir Ali G voru kryddaðir með innslög- um frá Borat og Brüno og varla er á nokkra persónu Cohen hallað þótt fullyrt sé að Bo- rat hafi verið dásamlegasta fyrirbærið sem fékk að njóta sín í þessum drepfyndu þáttum. Í kjölfar vinsælda Ali G í sjónvarpi sneri Cohen sér að kvikmyndunum og Ali G reið eðlilega á vaðið í sinni eigin bíómynd Ali G Indahouse árið 2002. Þar þvældist Ali í gula jogging gall- anum sínum inn í samsæri um að steypa for- sætisráðherra Bretlands af stóli og þrátt fyrir að myndin væri nokkuð brotakennd sveik hún aðdáendur hans ekki. Árið 2006 fékk Borat svo loksins að njóta sín í Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan. Þar var Cohen við sama heygarðshornið og í sjónvarpsþáttunum; Borat þvældist um Banda- ríkin og tók mögnuð viðtöl við fólk úr öllum áttum. Myndin er óumdeilt besta og fyndn- asta mynd Cohens til þessa en fólk varð margt hvert beinlínis veikt af hlátri. Á milli þess sem Baron Cohen hefur gert út á eigin hugarfóstur á hvíta tjaldinu hefur hann látið til sín taka með Will Ferrell og John C. Reilly í Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, leikið fyrir ekki ómerkari leikstjóra en Tim Burton í Sweeney Todd: The Demon Bar- ber of Fleet Street og Martin Scorsese í Hugo. Nú er hann svo enn eina ferðina allt í öllu í myndinni um einræðisherrann Aladeen þar sem hann fer mikinn í aðalhlutverkinu, skrif- ar handritið ásamt öðrum en fær félaga sinn og leikstjóra Borat og Brüno, Larry Charles, til þess að leikstýra sér í þriðja sinn. Aladeen á ekki sömu forsögu og Ali, Borat og Brüno sem allir voru vel þekktir áður en þeir mættu á hvíta tjaldið. Aladeen er þó engu síður rugl- aður en þremenningarnir og heimssýn hans fremur brengluð. Hann er einræðisherra í landi sínu, Wadiya, en hefur setið undir vaxandi gagnrýni frá vest- rænum leiðtogum sem finnst nóg um kúgunar- tilburði hans enda hefur hann megna skömm á lýðræðinu og hafnar alfarið rugli eins og mál- frelsi, mannréttindum og jafnrétti sem eru til þess eins fallið að æsa lýðinn og skapa honum vandræði. Í kynningarstiklu fyrir The Dictator, sem sýnd var á The Super Bowl, birtust fréttamynd- ir þar sem Nicolas Sarkozy, þáverandi Frakk- landsforseti, Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdu Muammar Gaddafi árið 2010. Baron Cohen fer því ekki leynt með að Aladeen á sér fyrirmynd í hinum fallna Lýbíu- leiðtoga þannig að af nógu er að taka þegar kemur að því að skrumskæla kúgarann enda var Gaddafi sérlega litríkur og klikkaður ein- ræðisherra. Sacha Baron Cohen nýtur sín vel í hlutverki einræðisherrans Aladeens sem minnir um margt á hinn fallna Lýbíuleiðtoga Muammar Gaddafi. Menn verða ekki miklu harðari en Jason Stat- ham sem sýnir allar sínar bestu hliðar í Safe. Úr myndinni Reimt á Kili sem verður sýnd á Skjaldborg um hvítasunnuna. Salmon Fishing in the Yemen Sænski leikstjórinn Lasse Hallström (Chocolat, The Cider House Rules, My Life as a Dog, What's Eating Gilbert Grape) er á vægast sagt áhugaverðum og sérkennilegum slóðum í þessari nýjustu mynd sinni en hér segir frá stangveiðisér- fræðingi sem fenginn er til þess að hjálpa arabískum sheik við að láta þann draum sinn rætast; að gera fluguveiði að gjald- gengu sporti í eyðimörkinni. Hann tekur þetta að sér og berst eins og spriklandi lax gegn straumnum til þess að gera hið ómögulega mögulegt. Ewan McGregor og Emily Blunt eru í aðal- hlutverkum. Aðrir miðlar: Imdb: 7.0, Rotten Tom- atoes: 68%, Metacritic: 58% Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.