Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 24
Smur-ogSmáviðgerðir BremSuSkipti á 1.000 krónur! Fram til 1. júní Skiptum við um BremSukloSSa að Framan Fyrir aðeinS þúSund krónur. tilBoðið gildir aF vinnu eF þú kaupir BremSuhluti hjá okkur. dugguvogi rvk auSturvegi SelFoSS pitStop.iS www helluhrauni hFjrauðhellu hFj 568 2020 Sími Þ egar maður hugsar um Sigur Rós hverfur hug- urinn ósjálfrátt til fyrir- bæra á borð við nátt- úruvernd, Vonlensku, jurtaseyðis og hópfaðmlags fyrir tónleika. Það kemur því nokkuð á óvart þegar maðurinn sem mætir í viðtal við Fréttatímann er klæddur mótorhjólafatnaði frá toppi til táar. Hjólinu lagði hann í næstu götu. „Mig hefur bara alltaf langað í mótorhjól,“ segir Orri Páll Dýra- son, trommari Sigur Rósar. Dag- inn áður en viðtalið fór fram hafði hann fengið mótorhjólaprófið en skömmu áður hafði eiginkonan gefið sitt samþykki. „Lukka gaf mér leyfi, hún hefur alltaf verið á móti þessu. Þetta er náttúrlega frekar eigingjarnt hobbí, maður er bara einn. Ég held reyndar að það sé mikilvægt fyrir alla að eiga sér svona skjól. Mótorhjólið er bara til þess, ég er ekki hraðafíkill eða neitt svoleiðis. Mér finnst frábært að geta keyrt eitthvað og verið alveg sam- bandslaus í einn og hálfan tíma. Það er góð tilfinning.“ Orri segist vera að íhuga að taka mótorhjól með sér á tónleikaferða- lag Sigur Rósar, enda sé auðvelt að geyma það með græjum sveitarinn- ar. Hins vegar gæti orðið vandamál með tryggingar ef eitthvað kemur upp á. „Ég fer voðalega varlega. En það væri ferlegt ef maður myndi brjóta á sér hendurnar.“ Við látum okkur ekki leiðast Lögin á Valtara eru samansafn af upptökum frá nokkurra ára tímabili, þær elstu frá 2006. Meðlimir sveit- arinnar voru alveg búnir að gefast upp á þessum lögum á ákveðnum tímapunkti. „Jú, þá tókum við líka pásu. Svo, og það er sorglegt frá að segja, voru það eiginlega umboðsmenn- irnir okkar sem stungu upp á því að við myndum kíkja á þessi lög aftur. Þetta voru svo margar lotur og við höfðum aldrei skoðað þau öll saman. Þá passaði þetta einhvern veginn bara afskaplega vel saman. Og svo hjálpaði Alex okkur að líma þetta saman.“ Valtari kemur í kjölfar Með suð í eyrum við spilum endalaust sem var sannkölluð stuðplata á mælikvarða sveitarinnar. Nýja platan á fátt skylt við þá síðustu, hún er mun rólegri og þyngri og ambient-kennd. „Ég hef stundum verið spurður hvort þetta hafi verið meðvituð ákvörðun að gera þessa plötu eftir svona stuð- plötu,“ segir Orri hugsi. „Það sem var meðvitað var að láta sér ekki leiðast. Það hefði verið leiðinlegt að gera aðra Með suð... eða Takk. Við ákváðum ekkert að við mynd- um gera akkúrat svona plötu. Það verður bara að vera smá áskorun í þessu fyrir okkur. Þetta verður að vera gaman.“ Orri vill ekki segja hvað honum finnst um Valtara í samanburði við fyrri plötur Sigur Rósar enda hafi hann ekki hlustað almennilega á hana. „Ég hlustaði á búta af henni í Flugleiðavél, það var svona for- hlustun þar. Það var ekkert voða- lega hresst, það er keyrt í gegnum einhverja þjöppun og hljómaði mjög illa.“ Æfingar á dagvinnutíma Sigur Rós er orðið átján ára gamalt band. Hvað ætla menn að hanga lengi í bransanum? „Bara á meðan þetta er skemmti- legt. Við erum ekki að keyra okkur Halda áfram á meðan þetta er skemmtilegt Sjötta plata Sigur Rósar, Valtari, kemur út í lok mánaðarins. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu og meðlimir sveitarinnar mæta endurnærðir aftur til leiks. Allir nema hljóm- borðsleikarinn Kjartan sem fer ekki með á tónleikaferðalagið til að kynna plötuna. Höskuldur Daði Magnússon ræddi við Orra Pál Dýrason trommara sem fagnaði sumrinu með því að kaupa sér mótorhjól. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 24 viðtal Helgin 18.-20. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.