Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 62
46 bækur Helgin 18.-20. maí 2012  RitdómuR HeilsuRéttiR fjölskyldunnaR Hin sænska Liza Mark- lund er á toppi kiljulista Eymundsson með nýjustu bók sína Krossgötur, þeirri níundu um blaðakonuna Anniku Bengtzon og ævintýri hennar. maRklund á toppnum  RitdómuR stasiland a nna Funder er Ástrali af dönsku bergi brotin, lærð í germanistik, þýsku og þýskri menningarsögu. Hún leitaði 1996 til Berlínar í þeirri vissu að hún fyndi þar söguefni og sjö árum síðar kom Stasi­ land út, eitt margra rita sem litið hafa dagsins ljós á liðnum árum þar sem vel ritfært og velmenntað fólk í þýsku og þýskri sögu leitar inn í hið forna ríki í leit að skýringum, upplýsingu um hina geigvænlegu sögu þjóðarbrota sem byggja landið og standa undir heitinu þýska þjóðin. Stasiland Funder varð upphaf að alþjóðlegri frægð hennar og ritsins sem hefur farið víða, var kunnugt hér snemma í ensku útgáf­ unni og er nú komið út þýtt af Elínu Guðmundsdóttur hjá forlagi Uglu. Ný skáldsaga Funger sem kom út í fyrra, Allt sem ég er, hefur þegar vakið at­ hygli enda sækir hún áfram í örlaga­ mikla sögu Þýskalands á síðustu öld. Funger er vel ritfær kona: Í Stasi­ land tekst henni af nokkurri þrjósku og að hafa upp á nokkrum einstakling­ um sem eiga sér sögu aftur í veldis­ tíma kommúnista í Austur­Þýskalandi og eru tilbúnir að segja hana. Ramm­ inn um þeirra frásögn er síðan hennar upplifun í einsemd og kulda vetrarins í Berlín þar sem hún situr ein í íbúð og er að reyna að koma skipan á við­ fangsefni sitt. Framandleikinn sem er einsemd hennar í borginni rímar síðan við stöðu fórnarlamba og gerenda í því kúgunarástandi sem hún lýsir og ríkti undir Stasi um áratugaskeið. Varla er ofsögum sagt að dagleg til­ vera andófsmanna hvar sem þeir eru niðurkomnir er merkilegt fyrirbæri í mannlegu samfélagi, glóð í kyndlum frelsisins leynist víða þótt á okkar tím­ um upplýsingar og aðgangs fari hún undur leynt og fáir leggi sig eftir henni falinni nú um stundir. Mótþróaseggir – uppreisnarmenn í hersetnu löndum Sovétríkjanna fyrir hinn örlagaríka níunda áratug síðustu aldar voru hart leiknir – svo langt var gengið í að brjóta þetta fólk niður að lestur nú á aðferðum þýskrar harðstjórnarstefnu vekur manni í senn undrun og ógleði. Hér verða ekki tíundaðar þær merki­ legu persónulýsingar sem Funder færir í letur af kvenhetjunum sem hún finnur og fær til að tala. Heldur ekki af þeim karlmönnum sem hafa flestir gengið í öryggi kúgarans eða hinum sem voru á skjön. Það verður fólk bara að lesa sér til upplýsingar. En minnugt má það vera að þótt Stasi sé liðið undir lok eru aðferðir flokkræðisríkja ævin­ lega þær sömu, jafnvel þó í litlu sé og pótentátar valdkerfanna telji sig borna til þægilegra embætta, umræða sé þögguð með seldum og gefnum miðl­ um og umræðu stýrt í þágu hagsmuna þeirra sem eiga og valdið geyma. Stasiland Önnu Funder er því holl bók, vel hugsað og kænlega samið verk, skilur eftir opna spurn og jafn­ vel ógn, því þýska raunin er sú að þeir sem klúðruðu öllu 1918 sátu áfram, þeir sem mestir voru níðingar sátu áfram eftir 1945, þeir sem harðast gengu fram í kúgun fengu að lifa og deyja í friði eftir 1989. Mildi fyrirgefn­ ingar á ekki að ná til misyndismanna, þeir rakka sig fljótt saman í leynd og opinská ástarsambönd og taka upp þá iðju sem lund þeirra er næst. Það er því miður niðurstaða þessa rits Önnu Funder. Og það á ekki að gerast. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Handan við múra Virðulegustu félög á Íslandi gefa út tímarit; Þjóðvinafélagið, Bókmenntafélagið og Garðyrkjufélagið. Þar var brautin rudd fyrir alvarlega samræðu og er svo enn. Nýtt hefti Garðyrkju- ritsins, 92. árgangur small inn um lúguna rétt fyrir áhlaupið. Þar er brautryðjandahlutverkum gerð skil; epla- og berjarækt- inni vex fiskur um hrygg og nýjar tegundir reyndar á rósnum. Ritið er að vanda fjölbreytt að efni, ríklega skreytt ljósmyndum og verður sem fyrr notað næstu árin. Hluti heftisins er not- aður undir það sem liðið er og er minnstur veigur í því – efni lýtur að hinu innra starfi en félagsstarf ræktunarmanna er blómlegt víða um land, á kannski frekar heima á vef félagsins: www.gardurinn.is. Skrif í ritið eru flest byggð á fornum grunni, bæði íslenskir og erlendir kunnáttumenn á borð við Björn í Sauðlauksdal og Linné koma gjarnan við sögu, svo ekki sé minnst á þá meistara sem hófu garðyrkju til vegs og virðingar hér á landi fyrri rúmum hundrað árum. -pbb Hin sígildu tímarit í vorheftum Látlaus útgáfa nýrra verka af ýmsu tagi einkennir okkar tíma: Bókabeitan sendi nýlega frá sér þriðju bókina í Rökkurhæðabálkinum, Kristófer heitir sagan og eru höfundar þær Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir. Vaka/Helgafell gaf út í vikunni uppflettirit fyrir ungt fólk og eldra um helstu atburði Íslandssögunnar. Höfundur er Jón R. Hjálmarson og nefnist ritið: Hvenær gerðist það. Þriðja bókin í sögulegum ævintýrum Maximus Músikus í tónheimum er komin út og fylgir geisladiskur. Höfundarnir eru þau Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson og er viðfangsefnið nú að kynna ballett og tónlist. Bækurnar um músina eru orðnar útflutningsvara, þessi heitir Maximús Músikús bjargar ballettinum. Deiluritahefð Íslendinga er rómuð; nú hefur Einar Már Jónsson kennimaður í París sent frá sér fyrri hluta mikils rits, Örlagaborgina, brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Sjaldgæft er að líkræður séu fluttar í tveimur hlutum en þessi lærða smíð Einars er gefin út af Ormstungu. -pbb Nýjar bækur Berglind Sigmarsdóttir er ekki illa gift, maður­ inn hennar er meistarakokk­ ur. Hún lætur það ljón ekki standa í vegi fyrir að sinna matargerð, raunar af illri nauðsyn. Sonur þeirra hjóna er með Tourette og til að gera honum lífið bærilegra sökkti Bryndís sér í matargerð í ákafri leit eftir mat sem hentaði drengnum og öllum öðrum í fjölskyldunni. Niðurstaðan er falleg bók og full af fínum og skiljanlegum og gerlegum uppskriftum. Tónninn í skrifum Bryndísar er alúðlegur og drifinn áfram af nauðsyn og sannfæringu. Áminning hennar og stöðug gæsla um að líta til með öllum því sem sett er í mat og umvefur hann til varðveislu á löngum leiðum er auðskiljanlegur og brýnn. Svo er bókin fallega brotin af Þóru Sigurðardóttur þótt fínir rammar um hluta uppskrifta þyki mér óþarfir, setja einhverja festu á þær síður sem eru sumpart í mótsögn við þann bjarta og hlýja tón sem umlykur bókverkið. Annað sem er kostur við þessa bók: Hún er ein­ hvernveginn laus við þann hreinlífisboðhátt sem svo oft vill hanga yfir textum af þessu tagi frá hinum frelsuðu matgæðingum. Í allri framsetningu verksins er ákveðin boðun, teygir sig um letur­ val, textahugsun höfundarins, alfræðikennt efni í löngum inngangsköflum og loks myndavali, bæði af réttunum og eins skreytiefni af fjölskyldunni sem sá til þess að bókin varð til. Innlend höfundaverk af þessu tagi eru velkomin en eiga í harðri samkeppni, bæði vegna þess að mik­ ið er um leiðbeiningar á bók í velsældinni, og eins vegna þess að innflutningur á slíkum ritum, einkum á ensku, er ótæpilegur. Bókafélagið gefur rit Berg­ lindar út og hefur staðið að því með miklum sóma. Hún hefur þegar fengið góðar móttökur kaupenda ef marka má sölulista. En Berglindi er meira í mun að bókin komist í brúk og hefur lagt sig alla fram um að það gerðist: Nú er að nota tækið. ­pbb Leið að hollara mataræði  stasiland Anne Funder Elín Guðmundsdóttir þýddi Ugla, 320 síður, 2012.  Heilsuréttir fjöl- skyldunnar Berglind Sigmarsdóttir Ljósmyndir: Gunnar Konráðs- son Bókafélagið, 224 síður, 2012. Anna Funder. Mildi fyrirgefningar á ekki að ná til misyndismanna, þeir rakka sig fljótt saman í leynd og opinská ástarsam- bönd og taka upp þá iðju sem lund þeirra er næst. Berglind ásamt syni sínum Antoni í eld- húsinu. ÚTILEGUKORTIÐ 2012 www.utilegukortid.is Útilegukortið 2012 44 tjaldsvæði um allt land 14.900 kr. www.utilegukortid.is 1 2 3 4 utilegukortid.iswww.campingcard.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.