Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 44
12 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012
S teinsteypufélag Íslands í sam-vinnu við Iðuna hefur nú í tví-gang frestað námskeiði um
niðurlögn steinsteypu. Ástæðan
var í bæði skiptin ónóg þátttaka.
En hvers vegna hafa verktakar og
viðkomandi aðilar ekki áhuga á því
að mæta á svona námskeið? Finnst
verktökum þeir kunna nóg? Telja
þeir að engra úrbóta sé þörf á þessu
sviði? Telja þeir að viðgerðir séu
óþarfar á nýsteyptum byggingum?
Til að reyna að svara þessum
spurningum og fleirum var ákveð-
ið að ráðast í grófa og óvísindalega
skoðun á íbúðarbyggingum í hverfi
hér á höfuðborgarsvæðinu sem er
í uppbyggingu. Tekið skal fram
að hér fór aðeins gróf sjónskoðun
fram á útveggjum bygginga. Ekki
var tekið tillit til þess hvort hús yrði
klætt að utan eða múrað. Þær bygg-
ingar sem voru valdar til skoðunar,
stóðu allar auðar og leit út fyrir að
ekki væru nokkrar framkvæmdir
þar í gangi. Þetta var gert til þess
að troða engum um tær. Alls voru
fjórar byggingar skoðaðar, þar sem
uppsteypu var lokið og í sumum
voru gluggar komnir í. Af þessum
byggingum var ein skoðuð mjög
nákvæmlega og magntekin. Aldrei
verður greint frá því hvaða bygg-
ingar voru skoðaðar. Reynt er að
velja myndir í grein þessari svo að
byggingar þekkist ekki, en myndir
eru valdar handahófskennt en ekki
endilega úr magntekinni byggingu.
Helstu steypugallar sem komu
í ljós voru eftirfarandi:
1. Gölluð steypuskil.
Algengast var að sjá mjög slæm
steypuskil. Í verstu tilfellum sem
voru skoðuð kom í ljós að stundum
var ekki auðvelt að ákveða hvort um
væri að ræða léleg steypuskil eða
samfelld steypuhreiður. Tiltölulega
auðvelt ætti að vera að leggja niður
steinsteypu þannig að steypuskil
verði góð. Ákvörðunin hvenær eigi
að gera við steypuskil og hvenær
ekki var ekki tekin strax í upphafi
í þessari byggingu, svo að verktak-
inn taldi sig komast upp með það að
kasta til hendinni við öll steypuskil.
Það endar með því að gera þarf við
gríðarlegt magn steypuskila áður
en frekari vinna hefst. Í stað þess að
leggja strax áherslu á framkvæmd
niðurlagnar. Við uppsteypu veggja
er öruggt að við fáum steypuskil.
Það er því undir okkur komið að
ganga frá þeim á fullnægjandi hátt.
Þegar vanda skal til steypuskila þarf
að hafa eftirfarandi í huga: Yfirborð
þarf að vera laust við öll óhreinindi.
Titra skal steypuna alveg niður að
steypuskilum. Í byggingunni sem
var magntekin, voru steypuskil sem
þurfti að gera við að meðaltali 1,6 m
á hverja 10 fermetra.
Myndin sýnir léleg steypuskil. Myndir þú
láta gera við þetta?
2 Steypuhreiður
Steypuhreiður voru næstalgengasti
gallinn. Óeðlilega mörg steypu-
hreiður sáust á öllum byggingum.
Á myndinni hér að neðan má sjá til-
tölulega stórt steypuhreiður sem
hefur blætt yfir að hluta. Til hliðar
má einnig sjá hvernig léleg steypu-
skil breytast smám saman í steypu-
hreiður.
Steypuhreiðrum má skipta upp í
tvo hluta.
1. Steypuhreiður í steypuskilum.
2. Steypuhreiður ótengd steypu-
skilum.
Steypuhreiður snúast einungis um
lélega titrun steypunnar (nema hugsan-
lega í mjög þéttum járnagrindum) og
samkvæmt því ættu þau að vera mjög
sjaldgæf. Í umræddum byggingum, var
rúmlega eitt steypuhreiður að meðaltali
á hverja 10 fermetra.
3 Ónóg járnahula/
röng staðsetning
steypustyrktarjárna
Á myndinni má sjá hvar brjóta þarf
upp sárið og steypa í að nýju. Stað-
setning steypustyrktarjárna er kol-
röng og vegna staðsetningar þeirra
á svölum þyrfti líklega að gera
einhverjar frekari ráðstafanir til
þess að ná fram nægri steypuhulu.
Vegna þess hve járn eru utarlega,
er líklegt að viðgerð verði kostnað-
arsöm.
4 Kantar
Það hefur oft reynst verktökum
þrautin þyngri að leggja steinsteypu
þannig að kantarnir verði góðir. Svo
eru þeir oft verið að flýta sér það
mikið daginn eftir að heilu kant-
arnir brotna af þegar mótin eru rifin
af. (Einnig: svalakantar, vegghorn,
steypt handrið) Hér er einkum átt
við útbrúnir glugga og hurðaopa. Á
myndinni hér að neðan þar þarf að
brjóta allan kantinn upp.
Niðurstaða
Í þeirri byggingu sem útveggir voru
skoðaðir nákvæmlega má áætla að
magn viðgerða sé frekar vanmetið
en ofmetið. Valin voru meðalverð
í viðgerðum, en þær ekki skráðar
sérstaklega m.t.t. stærðar (til dæm-
is eins og stærð steypuhreiðra). Í
töflunni hér að neðan koma fram
lykiltölur er varða útveggi þeirrar
byggingar. Gert er ráð fyrir að upp-
steypukostnaður sé um 15.000 kr/
m2 en lesendum er frjálst að hafa
aðrar skoðanir á því. Það sem kom
í ljós var að viðgerðir á utanverðum
útveggjum byggingarinnar myndu
kosta ríflega 2,6 milljónir, eða 2.630
kr á hvern fermeter útveggjar. Til
samanburðar má nefna að öll steyp-
an í útveggina kostar líklega um
4.000 kr/m2 (m.v. 20.000 kr/m3,
og 20 cm steyptan vegg sem er við-
miðunarverð án afsláttar.)
Þeir verktakar sem stóðu að upp-
steypu á þessu húsi, höfðu ekki mik-
inn áhuga eða þekkingu á niðurlögn
steinsteypunnar. Einnig er hægt að
draga þá ályktun að þeim hafi fund-
ist titrun steypunnar mjög leiðinlegt
verk. Ekkert breyttist eftir því sem
leið á verkið, þar sem ekki sáust
framfarir á neinu sviði. Járnun virð-
ist einnig illa af hendi leyst. Bygg-
ingarstjóri sá greinilega ekki ofsjón-
um yfir því að þurfa að framkvæma
viðgerðir fyrir rúmar 2,6 m.kr á út-
veggjum þessarar byggingar... Eða
ætlaði hann sér kannski ekki að
gera við? Þessu verður hver að svara
fyrir sjálfan sig en ég minni enn á að
innanverðir útveggir og innveggir
eru ekki með í þessum tölum.
Við skoðun á öðrum bygging-
um kom fljótt í ljós augljós munur
á handbragði. Sumar byggingar
voru afar vel af hendi leystar en
algengara var þó að sjá að menn
virðast ekki leggja mikinn metnað
í uppsteypu. Virðing fyrir stein-
steypunni, mótunum eða járnunum
virðist ekki vera fyrir hendi. En við
eigum að vera menntuð á þessu
sviði og kaupendur eiga rétt á því
að handbragðið sé gott.
Mikilvægi þess að mæta
Hverjar eru skyldur hönnuða,
byggingarstjóra, verktaka í þess-
um málum gagnvart kaupendum,
þar sem hús eru reist jafnvel án
eftirlits? Hvernig er hægt að gæta
hagsmuna kaupenda gagnvart
svona framkvæmd? Undirritaður
hvetur áhugasama aðila til að fara
í bíltúr um hverfin sem eru í bygg-
ingu hér á höfuðborgarsvæðinu og
skoða hvað viðgengst hér. Það er
með öllu óásættanlegt að tveggja
til þriggja ára bygging þarfnist við-
halds, vegna lélegra vinnubragða á
byggingartíma.
Steinsteypufélag Íslands, hvetur
alla aðila sem telja sig geta grætt
á því að læra um niðurlögn stein-
steypu að skrá sig og mæta á næsta
námskeið félagsins. Leiðbeinendur
eru helstu sérfræðingar á þessu
sviði á Íslandi. Námskeiðin eru
haldin í samvinnu við Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands, Iðuna, BM
Vallá og Steypustöðina og er opið
öllum en einkum ætlað þeim sem
meðhöndla steypuna á bygginga-
stað. Markmiðið er að þátttak-
endur öðlist skilning á steypu og
meðhöndlun hennar og læri réttu
vinnubrögðin. Þetta mun stuðla
að betri gæðum og meiri hag-
kvæmni steyptra mannvirkja auk
þess sem að gefa bæði almennum
og faglærðum byggingarmönnum
tækifæri til starfsmenntunar. Aug-
ljóst er að eftir miklu er að slægj-
ast geti verktaki bætt vinnubrögð
sinna manna.
f.h Steinsteypufélags Íslands og
Verkís
Indriði Níelsson
Hvenær verða steypuskil steypuhreiður?
Skoðun á uppsteypu bygginga í nýju hverfi á höfuðborgarsvæðinu.
Lykilstærðir eining magn kr/ein Samtals
Útveggir uppsteypa
20 cm veggur
m2 1000 15.000 15.000.000
Viðgerðir
Steypuskil m 158 5000 790.000
Steypuhreiður stk 103 7500 772.500
Kantar m 50 10000 500.000
Járn stk 104 5000 520.000
Sprungur m 15 3000 45.000
Samtals viðgerðir 2.627.500