Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 28
 Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum? Beitir sér á meðan Ólafur er forseti Dorrit hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir að vinna ötullega með íslenskum hönnuðum og litlum sprotafyrirtækjum sem vinna með afurðir landsins. En hvað ætlar hún að gera nái Ólafur ekki kjöri? „Ég veit það ekki. Ég hreinlega veit það ekki. Ég tel þó að verði hann áfram á forsetastóli gefi ég starf mitt hjá fjölskyldufyrirtæki mínu algjörlega upp á bátinn. Þetta er svo miklu mikilvægara. Ég setti starf mitt þar í biðstöðu og hafði alltaf hugsað mér að sinna því síðar, þegar Ólafur yfirgæfi Bessa- staði. En þetta fer allt eftir því hver verður hér á Bessastöðum. Í það minnsta veit ég að það verður erfitt fyrir mig að halda áfram á þessari braut sem ég er á, (verði annar kos- inn forseti) því fólk mun hugsan- lega túlka það sem svo að ég gefi nýjum forseta ekki grið.“ Dorrit Moussaieff er 62 ára göm- ul. Hún er stórglæsileg og spurð um útlitið stendur ekki á svari. Það sé þetta frábæra, íslenska um- hverfi. Hún brosir og segist alltaf hafa hugað að mataræði sínu. „Ég hef aldrei reykt, borða ekki mikið hveiti og ekki mikinn sykur. Ég hef alltaf hugsað um það sem ég set ofan í mig. Þannig líður mér betur. En ég borða sykur þegar ég er í vondu skapi og get þá ekki rennt buxunum upp næsta dag,“ segir hún og hlær. „Ég æfi á hverjum degi, eins og Ólafur. Hann fer með hundinn okkar Sám út í göngu á hverjum degi. Ég fer í jóga, stunda Pilates og teygi. Það er mikilvægt. Þetta veit ég því fyrir nokkrum árum fótbrotnaði ég illa á skíðum. Ég kom hingað heim til Íslands og er sannfærð um að ég hafi náð mér svo vel vegna lífsgæðanna hérna heima; góður matur, loft, vatn og færir læknar.“ Fjölmörg bein Dor- ritar brotnuðu í þessari örlagaríku skíðaferð til Aspen í Bandaríkjun- um í mars árið 2007 og metur hún það sem svo að hún hafi náð um 90 prósent af fyrri styrk eftir slysið. Sögð heimsk og rekin úr skóla Ólíkt þjóðinni, sem rígheldur í nokkur handrit og Íslendingasögur til sönnunar þess að hún eigi sér merka fortíð má lesa um Dorrit að rekja megi ættir forfeðra hennar til Úzbekistan. Hún er fædd í Jerú- salem þegar tuttugasta öldin var hálfnuð og fólk streymdi þangað í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Hún er dóttir skartgripasalans og milljarðamæringsins Schlomo Moussaieff og hinnar austurrísku Alisu – sem bæði koma enn að fjöl- skyldufyrirtækinu þótt á níræðis- aldri séu og rekur móðir hennar fjölskyldufyrirtækið burðuga ásamt systur hennar. Fjölskylda hennar er fjáð langt aftur í ættir, þótt faðir hennar og móðir hafi byggt sjálf upp auð sinn. Langafi hennar var einnig kaup- maður, bjó í Jerúsalem og var einn stofnenda Bukharim hverfisins þar árið 1891. Fyrstu þrettán árin bjó hún í Ísrael en fluttist þá til Bret- landseyja. Þótt fjölskyldan hafi staðið vel lenti Dorrit snemma á vegg. Henni var svo gott sem vikið úr skóla vegna lesblindu. „Hringt var í föður minn úr skólanum þegar ég var sex ára. Kennarinn sagði pabba að hann ætti mjög heimska dóttur sem truflaði kennsluna. Vinsamlegast ekki senda hana aftur í skólann. Pabbi sagði, ók. Ég var sátt, því ég vildi ekkert endilega fara aftur í skólann og var svo lánsöm að hann kenndi mér sjálfur og svo fékk ég einkakennslu heima. Við vorum svo lánsöm að hafa efni á því.“ Hafði ekki áhrif á sjálfstraustið Hún segir föður sinn hafa sýnt sér mikinn skilning. „Algjörlega, enda hafði hann sjálfur upplifað það sem ég gekk í gegnum. En þetta fólk skildi þetta ekki.“ Dorrit segir viðmót kennarans ekki hafa haft mikil áhrif á sig. „Það hefði hugsan- lega getað haft meiri áhrif á mig, en pabbi sagði: Veistu, Dorrit: Það eru ekki allir kennarar klárir. Hafðu ekki áhyggjur af þessu. Og eins skrýtið og það hljómar þá hafði þetta heldur ekki áhrif á sjálfstraust mitt. Hugsanlega í stuttan tíma en þá ekki orðin sem kennarinn hafði um mig heldur frekar sú staðreynd að ég var upp frá því lítið í kringum önnur börn og gat ekki lesið og skrifað á við þau. En ég var betri í sundi og gat gert aðra hluti sem vógu upp á móti því.“ Dorrit hefur ekki farið leynt með lesblindu sína, sem faðir hennar glímir einnig við og önnur systra hennar. Nú nýlega var einnig sagt frá því að hún hefði greinst með ofvirkni- og athyglisbrest, ADHD. „Það er ein helsta ástæða þess að mér hefur ekki gengið eins vel að læra íslensku og ég vildi. Ég var viss um að ég yrði fljót að læra tungu- málið. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu hversu erfitt tungumálið er, en ég átti í erfiðleikum með að setjast niður og læra það. Ég bara get það ekki. Ég les eina setningu og hún hverfur úr minni mínu. Ég hef reynt rítalín, ég hef reynt allt. En það virðist ekki virka. Kostirnir eru færri en gallarnir.“ Athyglisbrestur háði henni Spurð hvers vegna hún sóttist eftir því að fá greiningu og hvort rösk- unin hafi komið henni á óvart svarar hún neitandi. „Það var ekki það að ég vildi fá staðfest að ég væri með ADHD heldur fannst mér þessi röskun há mér og ég vildi ná tökum á henni. Ég hef alltaf vitað að ég væri með ADHD og hef í gegnum tíðina haft mikinn stuðning og stuðningskerfi í rekstri mínum. En hér hafði ég ekki þennan stuðning,“ segir hún. „Fólk skildi ekki af hverju ég spurði þrisvar sömu spurningarinn- ar. Það sendi mér skilaboð sem ég kannaðist ekkert við að hafa fengið. Ég lagði eitthvað frá mér og mundi ekkert tveimur mínútum seinna hvar og áður en ég tók fleiri verkefni að mér hér hjá forsetaembættinu hafði ég hugsanlega tvíbókað mig. Svo ég hugsaði sem svo að ég yrði að sækja mér meiri þekkingu, svo ég gæti starfað betur án stuðnings- kerfisins.“ En hafði þetta áhrif á samband ykkar Ólafs? „Já, auðvitað. Ég var alltaf að týna hlutum. Það gat ekki annað en reynt á taugarnar hjá honum. En þar sem hann er svo sveigjanlegur veit hann hvernig rétt er að taka á þessum vanda. Rétt eins og ég veit að þegar við komum heim úr verkefnum kýs hann að setjast við tölvuna til að ræða við menn í Bandaríkjunum – vegna tímamis- munarins – á meðan ég bíð eftir knúsinu,“ segir hún og hlær. En pirraði þetta hann? „Já, mjög enda skipulagður maður. En hann las sig til og skilur nú málið full- komlega.“ Giftist átján ára og stofnaði fyrirtæki Dorrit segir þó þessa röskun ekkert hafa með það að gera að hún hafi ekki eignast börn. „Nei, hún hafði áhrif á menntun mína. Ég hefði að sjálfsögðu sótt mér háskólamenntun hefði ég getað. Líf mitt hefði örugg- lega orðið allt annað, því vegna röskunarinnar fór ég að vinna frá unga aldri. Ég hefði alveg viljað vera betri í skrift. En réttritunarforrit auðvelda mér skrift í dag. En það er þó stundum þannig að forritið þekkir ekki orðin mín.“ En hvers vegna ákvaðstu að eign- ast engin börn? „Jú, ég giftist fyrri manni mínum ung,“ svarar Dorrit. „Ég var ákveðin í að stofna eigið fyrirtæki. Þarna átján ára sagði ég skilið við fyrirtæki fjölskyldunnar og stofnaði mitt eigið, sem gekk vel. Ég þurfti ekki að eignast börn svo ung þótt móðir mín eignaðist mig tvítug – ég gat beðið. Ég vissi að ég gæti ekki sinnt barnauppeldi og Dorrit ætlar ekki troða nýjum forseta um tær kjósi meirihluti þjóðarinnar að afþakka frekari starfskrafta Ólafs Ragnars á forsetastóli. 11 Helgin 18.-20. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.