Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 49

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 49
Helgin 18.-20. maí 2012 viðhorf 33 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Elstu þegnar þessa lands muna þá tíð þegar leyfi þurfti fyrir innflutningi margs konar vöru. Höft höfðu plagað þjóðina í áratugi og voru ekki afnumin fyrr en viðreisnar- stjórnin komst til valda í upphafi sjöunda áratugs liðinnar aldar. Nú búa Íslendingar við gjaldeyrishöft sem sett voru í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Þau voru óhjá- kvæmileg þá, í afleitri stöðu í kjölfar hruns bankakerfisins. Höftunum þarf hins vegar að aflétta, svo fljótt sem auðið er, enda almennt viðurkennt að þau valda miklu tjóni. Áform eru vissulega fyrir hendi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum um afnám hafta í áföngum án þess að valda óstöðugleika í efnahags- lífinu, en fram hafa komið áhyggjur, á þingi og meðal hagsmuna- samtaka, um að ólíklegt sé að sú stefna skili fullnægjandi árangri. Meðal annars hefur Árni Páll Árnason, fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, nefnt að sú mikla aukning sem varð á umfangi svokallaðs aflandskrónuvanda með síðustu lagabreyt- ingum valdi því að tiltækar lausnir séu allt of seinvirkar. Ráðherrann fyrrverandi minnir á að áhætta fylgi öllum tilraunum til að losna við höftin og sú stærsta sé gengisfall krón- unnar. Hann kallar því eftir mótvægisað- gerðum þegar til haftalosunarinnar kemur enda hækki verðtryggðar skuldir með gengislækkun krónunnar, auk þess sem ætla megi að rétt verðlögð óverðtryggð lán rjúki einnig upp við gengisfall. Hann varpar fram þeirri spurningu, sem vert er að skoða, hvort hægt sé að taka áhrif gengisfalls við afnám hafta út fyrir sviga, til dæmis með því að flytja öll lán í óverðtryggð kjör á föstum vöxtum fram yfir áhrifatímabil afnámsins. Þar er kallað eftir aðkomu ríkis og banka- kerfis – og hvort framlag lífeyrissjóða geti verið afsal á hækkun verðtryggðra eigna vegna verðbólgu í einhverja mánuði eftir af- nám hafta. Það gæti aukið þol samfélagsins til að taka á sig högg af tímabundnu gengis- falli og verðbólguskoti. Í endurskoðaðri hagspá Alþýðusambands Íslands kemur fram að mikið óhagræði, hár viðskiptakostnaður og glötuð fjárfestinga- tækifæri fylgi gjaldeyrishöftunum. Því sé brýnt að aflétta þeim eins fljótt og kostur er án þess að það valdi óstöðugleika. Sam- tök atvinnulífsins berjast einarðlega fyrir afnámi gjaldeyrishafta, telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga. Þau séu full- komlega óásættanleg fyrir atvinnulífið enda þrífist alþjóðatengt atvinnulíf ekki með höftunum. Eðlilegt fjármagnsflæði inn og út úr landinu vegna fjárfestinga eða lántöku sé heft og aðgangur atvinnulífsins að erlendu lánsfé takmarkaður. Samtökin benda á að stjórnvöld þurfi að horfast í augu við þann möguleika að gengi krónunnar geti fallið eftir að gjaldeyrisvið- skipti verða gefin frjáls á nýjan leik. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir mótvægisaðgerðum til að takmarka tjón af hugsanlegu gengis- falli á skuldug heimili. Þar er meðal annars gert ráð fyrir sérstökum vaxtabótum vegna hækkunar verðtryggðra lána umfram við- miðunarmörk og að bæturnar verði fjár- magnaðar með skattlagningu á fjármagns- viðskipti sem höftin taka nú til, einkum krónueignar erlendra aðila. Að skynsamlegum lausnum þarf að hyggja. Afnám gjaldeyrishafta er í ferli Seðlabankans en það er einkum verkefni ríkisstjórnar og Alþingis. Ólíklegt er að Samtökum atvinnulífsins verði að ósk sinni að höftin falli niður í árslok. Kosningaþing tekur við í haust. Hið brýna verk bíður því væntanlega nýrrar ríkisstjórnar – sem horfa má til fordæmis viðreisnarstjórnarinnar. Hættan er sú, eins og fram kom í fyrrnefndri grein Árna Páls Árnasonar, að menn vakni upp við það eftir fáein haftaár í viðbót að leita þurfi leyfis Seðlabankans til að kaupa bíl, jakkaföt, kjól eða skó. Það er óbærileg framtíðarsýn. Gjaldeyrishöft Óbærileg framtíðarsýn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þ örfin fyrir tæknimenntað fólk hefur sjaldan verið jafn mikil á íslenskum vinnumarkaði. Forsvarsmenn fyrir- tækja fullyrða jafnvel að skortur á tækni- menntuðum einstaklingum standi vexti fyrirtækja fyrir þrifum og einhver fyrir- tæki hafa kosið að flytja starfsemi úr landi til að freista þess að hafa betri aðgang að vinnuafli. Augljóst er að slík þróun hefur neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir efnahagslíf og samfélag. Starfstækifærum fækkar, skatttekjur minnka og mun lengri tíma mun taka að komast upp úr efnahags- lægðinni. Við aðstæður sem þessar væri skynsam- legt að fjárfesta í menntun einstaklinga á þeim sviðum sem skortur er á. Reynsla ná- grannaþjónanna, til að mynda Finna, hefur sýnt að fjárfesting í háskólamenntun og rannsóknarstarfi er lykilatriði við endurreisn atvinnu- lífs og lífskjara. Þrátt fyrir þetta hafa framlög ríkisins til háskóla verið skorin harkalega niður á síðustu árum, þvert á ráðleggingar sérfræðinga (til dæmis Taxell, et.al, 2009). Niðurskurðinum var beitt á háskólakerfi sem var illa fjármagnað fyrir. Árið 2008 voru framlög á hvern nemanda á Íslandi aðeins 76 prósent af meðalframlagi OECD landanna og um 58 prósent með- alframlags Norðurlandanna. Síðan hafa framlög til háskóla verið skorin niður um 25 prósent að raunvirði. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa framlög til tæknimenntunar verið skorin enn meira niður. Þetta hlýtur að teljast óheppileg ráðstöfun í ljósi þess skorts sem blasir við á íslenskum vinnu- markaði. Aðhald í ríkisfjármálum og niðurskurð- ur eru nauðsyn við núverandi efnahags- þrengingar. Háskólarnir hafa eins og aðrir hlotið sinn skerf og vel það. Til þess að koma í veg fyrir að niðurskurðurinn bitni á gæðum náms og starfs hafa háskólar gripið til ýmissa aðgerða til að hagræða og spara, mest áhrif hafa þó verið í auknu vinnuálagi og skertum kjörum starfs- manna sem hafa tekið á sig byrðarnar í von um að um tímabundna stöðu væri að ræða. Ljóst er að lengra verður ekki haldið. Viðvarandi niðurskurður til háskólastarfs mun leiða til stöðnunar og tapaðra tækifæra. Því skora ég á stjórnvöld að skera ekki af sér höndina, forgangsraða verkefnum og tryggja þannig að við munum búa að þeim mannafla og þekkingu sem við þurfum á að halda á komandi árum til að vinna að uppbyggingu og velferð. Skortur á tæknimenntuðum einstaklingum Niðurskurður til háskólastarfs leiðir til stöðnunar Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri rekstrar og stjórnunar við Háskólann í Reykjavík Leiðrétting Rangt höfundarnafn birtist með greininni „Íslenskt atvinnulíf kallar eftir tæknimenntun“ sem birtist í Fréttatímanum í síðustu viku. Höfundur greinarinnar er Ingunn Sæmundsdóttir, Tækni- og verkfræðideild HR. Beðist er velvirðingar á mistökunum. AHC samtökin óska eftir styrkjum til að vinna að grunn- rannsóknum á Alternating Hemi- plegia of Childhood auk þess að stuðla að kynningu á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Reikningsnúmer samtakanna er 0319-13-300200 kt. 5905091590 Upplýsingar um AHC er að finna á heimasíðu AHC sam- takanna www.ahc.is H E LGA R BL A Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.