Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 41
Helgin 18.-20. maí 2012 viðhald húsa 9 M eð gluggum frá plast-gluggaverksmiðjunni PGV Framtíðarform ehf þarf ekki að hafa áhyggjur af við- haldi svo áratugum skiptir. PGV Framtíðarform ehf stóðst slagveð- urspróf Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands án athugasemda. PGV Framtíðarform ehf fram- leiðir einangrandi, viðhaldsfría og orkusparandi glugga en PGV Framtíðarform ehf er íslensk plastgluggaverksmiðja. Hún var stofnuð árið 2010 og að baki henni standa fagmenn með áralanga reynslu. Framleiðslan er íslensk og þjónustustigið er hátt að sögn framkvæmdastjórans og húsa- smíðameistarans Gísli Jóhann Sig- urðsson. „Við framleiðum PCV-u glugga úr smíðaefni frá þýska fram- leiðandanum Deceuninck en allir eru þeir glerjaðir að innan með 28 millimetra K-gleri frá Glerskálan- um , Kópavogi. Gísli segir ekkert gluggaefni standast PVC-u í end- ingu en það er algerlega viðhalds- frítt. „Hitatap mun minna, með þvi lægsta sem þekkist og hljóð- einangrun er mikið betri“. PVC-u gluggar eru vinsælasta gluggaefni í heiminum í dag og sem dæmi þá velja Þjóðverjar PVC-u gluggaefni í yfir 60 prósenta tilvika og Bretar yfir 85 prósent tilvika, og er vakn- ingin hafin hér á landi enda er þetta frábært gluggaefni fyrir íslenskar aðstæður þar sem allra veðra er von. Allir póstar bræddir saman Það sem framleiðsla PGV Framtíð- arforms ehf hefur fram yfir aðra er að öll samskeyti eru brædd saman, líka millipóstar. Eldri aðferð er að millipóstar PVC glugga voru skrúf- aðir saman. Með þessu móti er eng- in hætta á leka eða taumum milli samskeyta. Slagveðursprófið sýnir ótvírætt kosti bræddra samskeyta. Íslensk framleiðsla Framleiðslan fer fram í Grinda- vík og er PGV Framtíðarform eina verksmiðjan á Suðurnesjum. Einnig er söluskrifstofa í Fiskislóð 45 Reykjavík. „Við sérsmíðum alla glugga eftir óskum viðskiptavina og sökum þess að framleiðslan fer fram á Íslandi er afhendingartím- inn skemmri en almennt þekkist. Við leggjum mikið uppúr gæð- unum og viljum vera vissir um að fólk þurfi ekki að standa í kostn- aðarsömu viðhaldi eins og gerist stundum þegar ódýrar eftirlíkingar verða fyrir valinu,“ segir Gísli fram- kvæmdastjóri. Stóðust slagveðurspróf Gluggarnir frá PGV framtíðar- form stóðust slagveðurspróf Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands án athugasemda. Slagveðursprófið er eina prófið sem Íslendingar geta litið á sem eigin gæðastimpil en það prófar raunverulega frammi- stöðu glugga við íslenskar aðstæð- ur. Niðurstöður prófsins í heild er að finna á heimasíðu fyrirtækis- ins www.pgv.is. „Við erum stoltir af árangrinum enda með hæstu einkunn. Við mælum sérstaklega með að fólk spyrjist fyrir um hvort gluggar sem það kaupir hafi staðist slíkt próf. Það er mikil fjárfesting í gluggum og mikilvægt að vita hvað maður er með í höndunum. Við bendum fólki á að ekki er alltaf fullnægjandi trygging fyrir gæðum þó að gluggar hafi staðist próf er- lendis þar sem veðurskilyrði eru allt önnur hér heima,“ segir Gísli og lýsir yfir mikilli ánægju með að geta boðið uppá glugga og hurðir sem standast okkar veðurskilyrði í áratugi, og það án viðhalds. Gluggi í glugga – sparar tíma Hér er um að ræða ísetningarað- ferð sem snýst í stuttu máli um það að hægt er að spara umtalsverða vinnu með því að hreinsa burt gler og pósta úr gamla tréglugganum og leggja nýjan plastglugga í gler- falsið á þeim gamla. Frágangslistar eru svo notaðir til að klæða gamla trékarminn af og mynda loftun um gamla karminn og veðurkápu yfir hann. „Með þessari aðferð þarf ekkert múrbrot sem sparar mikið rask. Svona er með einföldum hætti hægt að skipta úr tréglugga í plast- glugga,“ segir Gísli Öryggið í fyrirrúmi Allir gluggalistar frá PVC fram- tíðarform eru að innanverðu sem er mikið öryggisatriði. „Þeir koma með barnalæsingu og næturönd- un. Hurðir koma með 5-punkta læs- ingu og gluggar með 4-8 punkta læsingu.“ Smíðalína okkar hefur hlotið hina eftirsóttu vottun „Sec- ured by design“ sem þýðir að þær eignir sem hafa okkar glugga og hurðir þykja öruggari gagnvart inn- brotum.“ Viðhaldsfríir plastkarmar með viðarútliti PGV Framtíðarform ehf býður uppá Golden Oak og RoseWood viðarútlit, og einnig hvítt viðarútlit fyrir utan venjulega hvíta glugga. Viðhaldsfríar rennihurðir PGV Framtíðarform býður uppá vandaðar rennihurðir með 6 punkta læsingum, tvöföldum þéttingum og frárennsliskerfi. Rennihurðirnar eru einnig glerjaðar með 28mm K- gleri eins og gluggarnir. Svalalokanir og sólstofur í úrvali PGV Framtíðarform ehf sérsmíðar einnig svalalokanir og sólstofur og eru útlitsmöguleikar óteljandi. Þetta eru lokanir sem eru 100 prósent vind- og vatnsþéttar. Vin- sælasta þakefnið er poly-carbonite sem er 35mm marhólfa plastefni, en einnig er hægt að fá öryggisgler. PVC-u glugginn er umhverfisvænn „Það kemur sumum á óvart þegar við fullyrðum þetta“, segir Sigurvin Sigurðsson sölustjóri PGV Fram- tíðarforms ehf. Staðreyndir er samt sú að það þarf ekki að fella eitt ein- asta tré til að búa til PVC glugga og engin þörf er á málningu eða leysi- efnum til að viðhalda þeim. Svo eru þeir orkusparandi og 100 prósent endurnýtanlegir. KYNNING Mikilvægi slagveðursprófs Gísli Jóhann Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sigurvin Sigurðsson, sölustjóri PGV Framtíðarforms ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.