Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 12

Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 12
það á við og/eða við vinnslu starfsleyfis við- komandi starfsemi. Þegar komið er út fyrir þessa afmörkun er jafnframt komið út fyrir það svæði sem taldar eru líkur á að geti valdið mengun, nema helst ef um væri að ræða umfangsmikla mengandi starfsemi. Það er síðan verkefni viðkomandi starfs- leyfisveitanda – hér heilbrigðiseftirlit – að meta hvort sú starfsemi sem sett er upp utan vatnsverndarsvæðis sé ásættanleg og hafa eftirlit með því að ákvæðum starfs- leyfis sé fylgt.“ Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þessa nálægð og því þurfi að fara að með gát. Hún bendir jafnframt á að um er að ræða óvirkan úrgang en umferð um svæðið þarf að vera undir eftirliti. Þá sé talað um að eftirlitsmaður sé á svæðinu og starfs- leyfi tekur til þess. Hún segir að viðbragðsáætlanir séu til hjá vatnsveitunum við mengunaróhöppum á og við vatnsverndarsvæði auk þess sem Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur sé viðbragðsaðili á sínu svæði ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Allt neysluvatn Reykjavíkur úr Elliðaár- straumnum Árný vísar einnig til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá því í janúar síðastliðnum um hinn sameiginlega jarðvegstipp í Bolaöldum, sem hafi verið tillaga verkefnahóps sem falið var að fjalla um sam- eiginlega sýn á framtíð flokkunar sorps og sorphirðu- mála á höfuðborgarsvæðinu en þar var meðal annars lagt til að nýta Bolaöldusvæðið. Í umsögninni er það nefnt að hvorki í samningnum né í minnisblaði hafi verið minnst á að landmót- unarsvæðið í Bolaöldu liggi að mörkum fjarsvæðis vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og sé á mörkum tveggja grunnvatnsstrauma, annars vegar Elliðavatnsstraums, eða Elliðaárstaums, og hins vegar Selvogsstraums. Elliðaárstraumurinn rennur í átt að Elliðaánum en sá grunnvatnsstraumur er einn sá mikilvægasti fyrir höfuðborgarbúa þar sem allt neysluvatn Reykjavíkur og nágrennis er fengið úr þessum straumi. Selvogsstraumurinn rennur hins vegar nokkuð beint í Selvog en neysluvatn Þorláks- hafnar er fengið úr þeim straumi. Í umsögninni segir síðan: „HER [Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur] hefur í umsögnum vegna hinna ýmsu framkvæmda á og við vatnsverndarsvæðið bent á að meirihluti landsmanna fær neysluvatn frá vatnsvernd- arsvæði höfuðborgarsvæðisins. Að mati HER er nauð- synlegt að þess sé getið í samningnum því þrátt fyrir að umrætt landmótunarsvæði sé ekki inni á vatns- verndarsvæði getur starfsemin, t.d. aukin umferð stórra ökutækja, haft áhrif á vatnsverndina.“ Síðar í umsögninni segir: „Í minnisblaði með til- lögunni er rætt um helstu kosti við að reka sameigin- legan jarðvegstipp á þessum stað, m.a. að verkefnið sé umhverfisvænt því það snúi að því að endurheimta land með efni sem fellur til. Á landmótunarsvæðinu er skv. samningnum m.a. ætlunin að losa úrgang eins og steinsteypubrot sem gætu að öðrum kosti farið til endurvinnslu, þar sem járnið væri tekið úr, flokkað sem brotajárn og nýtt en steinsteypan endurnýtt við t.d. húsbyggingar. HER vill í þessu samhengi benda á að ef að það er ætlunin með þessum hætti að endur- nýta steinsteypubrot með steypustyrktarjárni þá er annar farvegur fyrir það sem er umhverfisvænn. HER telur ekki rétt að flokka þetta sem umhverfisvænt verkefni þegar þetta atriði er haft í huga. Sé ætlunin, eins og fram kemur í samningnum að farga þarna steinsteypubroti með steypustyrktarjárni er að mati HER verið að tala um urðun á úrgangi, sem félli þá undir starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir urðunar- staði fyrir óvirkan úrgang, ekki endurnýtingu. En HER bendir í því samhengi á að ólíklegt er að leyfi til slíks urðunarstaðs á þessum stað fengist.“ Heilbrigðiseftirlitið bendir einnig á hlutverk eftir- litsmanns á svæðinu og að í samningum þurfi skýrt að koma fram hvað átt sé við með „óvirkum úrgangi“, en í reglugerð segir: „Óvirkur úrgangur: úrgangur sem breytist ekki verulega líf-, efna- eða eðlisfræðilega og hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið, t.d. múrbrot, gler og uppmokstur.“ Nálægðin verjandi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að samkvæmt starfsleyfisskilyrðum fyrir Bolaöldur ehf vegna land- mótunar sé talað um að eingöngu sé heimilt að taka á móti endurnýtanlegum, óvirkum jarðvegsúrgangi, svo sem mold, möl og grjóti. Í samningnum er hins vegar búið að bæta við að þarna megi losa stein- steypubrot sem búið er að klippa af útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum. „Að klippa burt útistandandi járn er að mati HER ekki fullnægjandi og því um að ræða úrgang sem á að fara í annan farveg.“ Í lok umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir að koma þurfi fram að svæðið liggi að mörkum vatnsverndar og á mörkum tveggja grunnstrauma. „Einnig vill HER benda á að í gangi er heildarendur- skoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið á vegum SSH [Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu] og þar hefur HER þegar bent á að kanna þurfi í þeirri vinnu hvaða framkvæmdir eru í gangi í nágrannasveitarfélögum t.d. Ölfusi.“ Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands, segir nálægð losunarsvæðis- ins við vatnsból höfuðborgarsvæðisins verjandi þar sem búið sé að ákvarða í gegnum vatnsverndina stærð þess svæðis sem talið er að þarfnist sérstakr- ar verndar vegna vatnsnýtingar. Umrætt svæði sé utan vatnsverndarsvæða. Þá segir Elsa að fyrirtækið sem annast móttökuna sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands en það eftirlit sé tilfallandi. Rekstraraðili eða eigandi beri þó alltaf ábyrgð á að fara eftir settum reglum eða skilyrðum varðandi starfsemina. Hún segir að ekki hafi verið haft samband við átöppunarfyrirtæki vatns frá Gvendarbrunnum og vísar þar til fyrirliggjandi ákvörðunar um vatns- verndarsvæði, auk þess sem starfsemi af þessu tagi sé undanskilin ákvæðum um auglýsingu starfs- leyfisútgáfu og ekki sé krafist ítarlegrar starfsleyfis- reglugerðar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Náma í hlíðum Vífilfells, ekki langt frá frá Litlu kaffistof- unni við Suðurlandsveg, er nýr losunarstaður sveitar- félaganna á höfuðborgar- svæðinu, svokallaður jarð- vegstippur. Móttaka er fyrir „óvirk jarðefni“ í námunni sem liggur að hluta til upp við vatnsverndarsvæði höfuð- borgarsvæðisins. Náman er einnig í nálægð við fjarsvæði vatnsverndarsvæði Ölfuss. Ljósmynd Hari 12 fréttaskýring Helgin 18.-20. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.