Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 30
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ NÝ JUN G! Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla. MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2– 06 31 fjölskyldu. Ég á mín barnabörn; heil- an ættbálk með Ólafi,“ segir hún. „Ég hélt á tvíburunum [hennar Tinnu dóttur Ólafs] núna um helgina. Það eru ekki allir svona heppnir. Hefði ég haft val um að eiga börn á Íslandi, þar sem svo miklu auðveldara er að sjá um þau, hefði staðan hugsanlega orðið önnur,“ segir hún. „En ég dvel ekki löngum stundum við það sem ég hef ekki gert. Mér fellur betur að horfa í þá hluti sem ég er að gera og ætla að gera.“ Níu ára hjónaband að baki og ís- lenskur ríkisborgari í sex ár. Dorrit verður hugsi spurð um það hvernig Fólk skildi ekki af hverju ég spurði þrisvar sömu spurningarinnar. Það sendi mér skilaboð sem ég kannaðist ekkert við að hafa fengið. Ég lagði eitthvað frá mér og mundi ekkert tveimur mínútum seinna hvar og áður en ég tók fleiri verkefni að mér hér hjá forsetaembættinu hafði ég hugsanlega tvíbókað mig. líf hennar breyttist við að kynnast Ólafi. Hún viðurkennir að með honum hafi hún farið í allt aðra átt en áður. „Ég hafði aldrei átt kærasta í líkingu við hann. Helstu kærastarnir voru mjög ólíkir honum. Einn var framleiðandi í Los Angeles, annar amerískur, farsæll kaupsýslumaður og ég skildi ekkert í því um hvað þetta forsetastarf snerist. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að þú gerir úr því það sem þú vilt.“ En embættinu fylgir ekki mikið fé, skýtur blaðamaður inn í. „Ég er mjög lánsöm að ég hafði unnið allt mitt líf og aflað fjár. Hefði ég ekki gert það hefði þetta líf verið erfitt fyrir mig, því þarna þurfti ég að fara fram og til baka til London. Og ég veit að það hljómar skringilega en peningar fyrir mér eru ekki svo mikilvægir. Heldur það hvað þú gerir við þá og hvernig þú eyðir þeim. Hvernig þú sparar. Það er hið mikilvæga,“ segir Dorrit. „En Ólafur er mikill karakter. Hann vann sleitulaust og ég velti því fyrir mér hvers vegna hinir, sem unnu ekki nálægt því eins baki brotnu, höfðu miklu meira fé milli handanna. En það skipti mig engu máli. Strax í upphafi féll ég fyrir landinu. Ég féll fyrir vatninu, hreina loft- inu og hugmyndinni um að þegar ég týni símanum mínum er hann fundinn innan tíu mínútna og kominn í mínar hendur. Og ekki gleyma að þegar ég kom hingað þekkti mig enginn. Enginn bjóst við neinu af mér eða krafðist neins. En, það er erfitt að segja, þar sem ég hélt bara lífi mínu áfram breyttist það í raun ekki stórkostlega, enda hafði ég farið í svo margar áttir. Verð þó að segja að veðrið heillaði mig ekki til að byrja með,“ segir hún sposk. Ástfangin af Ólafi og Sámi En voruð þið ástfangin?. „Já,“ hrópar Dorrit upp. „Og nú hef ég fleira til að elska. Við eigum hundinn Sám og ég elska Ísland; sem ég féll fyrir strax í upp- hafi,“ segir hún. Eitt af því sem þau Dorrit og Ólafur eiga sameiginlegt er vinnusemin. „Já, og hann er alltaf að hugsa, lesa og skrifa. Orka hans virðist án takmarkana. Við komum á miðnætti heim frá einhverju og hann er tilbúinn að fara að vinna. Eftir stend ég of þreytt til að skríða upp í rúm. Ég skil þetta ekki. Og ég sem hélt að ég væri svo orkumikil.“ Hún segir sveigjanleika einmitt einn helsta kostinn sem forseti þurfi að hafa og Ólafur búi yfir honum. „Eina mínút- una gerir hann eitt og þá næstu annað. Eina stundina talar hann um loftslags- breytingar og þá næstu við Kínverja um mannréttindi. Tíu mínútum seinna talar hann við einhvern sem vill opna gagnaver hér á landi. Þetta eru ólík við- fangsefni.“ Spurð hvort hún fylgi þessum verkefn- um hans eftir svarar hún neitandi. „Nei, yfirleitt ekki. Flest af þessu höfðar ekki til mín. Og það minnir mig á heimilis- hætti ömmu og afa, þar sem við bjugg- um þegar ég var lítil – svona á árunum 1955 til 1956 í Ísrael: Fólk streymdi að úr ólíkum áttum til Ísraels og fundaði í húsi þeirra. Afi stjórnaði umræðunum en amma sá um að 24 stundir sólar- hringsins væri matur á borðum. Fólk var velkomið.“ Lítið fyrir kóngaveislur En Dorrit: Illar tungur hafa sagt að þú værir komin hingað fyrir forsetafrúar- titilinn og skemmtilegar kóngaveislur. Særir það þig að heyra svona fullyrð- ingar? „Mér gæti ekki staðið meira á saman,“ segir hún og lætur sér ekki bregða. „Ég hafði hitt marga konungborna áður við Ólafur kynntumst. Þegar Ólafur bað mig fyrst um að giftast sér var það eina sem ég sagði að ég myndi giftast honum þegar hann væri ekki lengur for- seti. Hann varð órólegur. Ég er ekkert yfir mig hrifin af veislum kóngafólksins; allur þessi undirbúningur. Ég þekkti prinsessuna af Wales löngu áður en ég kynntist Ólafi. Faðir minn, afi og langafi hafa selt konungbornum allt sitt líf. Það er líklega ein ástæða þess að ég vildi í fyrstu ekki giftast Ólafi. Ég vildi ekki vera í þessu andrúmslofti. Ég vildi ekki hafa skyldur á herðum mínum.“ En finnur þú fyrir menningarmun á milli ykkar Ólafs? „Auðvitað. Ef ég verð reið, æpi ég og öskra. Hendi jafn- vel einhverju, gleymi því svo strax og faðma og kyssi. En Ólafur ræðir ekki vandamál. Enda held ég að norrænt fólk sé oft þögult um vandann. En það er þó að breytast. Nú sé ég fólk faðmast og kyssast meira en áður. Ólafur kunni ekki að faðma á meðan ég faðmaði alla. Það er stór menningarmunur. Mér finnst það ekki skipta máli, því það var líka mikill menningarmunur milli foreldra minna og þau hafa verið hamingjusamlega gift í 64 ár. Þetta snýst um sveigjanleika og að laga sig aðstæðunum sem maður er í hverju sinni og að gera það besta úr hlutunum. Þetta lærði ég af foreldrum mínum og föðurforeldrum. Þau hafa farið í gegnum mörg stríð en einnig upp- lifað góða tíma.“ Framtíðin í höndum þjóðarinnar Og Dorrit sér fram á spennandi tíma, þótt hún viti ekki hvort hún verji þeim á Bessastöðum. Hún setur stefnuna á kynningarstörf fyrir Íslands hönd verði hún áfram þar en að koma sér fyrir á Sámsstöðum í Mosfellsbæ, býlinu sem þau Ólafur keyptu ekki fyrir löngu, nái hann ekki þessu markmiði sínu. Þar ætl- ar hún að rækta sitt grænmeti og njóta lífsins. Hún lætur þjóðinni eftir að ráða því hvort hlutverkið verður ofaná. „Það virkar ekki að skipuleggja langt fram í tímann. Ég hefði ekki séð fyrir í mínum villtustu plönum að ég myndi kynnast þessum manni, þessum víkingi frá þessu kalda og vindasama landi. Það er því enginn tilgangur í því að gera áætlanir,“ segir Dorrit spurð um áætl- anir sínar. Þýðir þá ekkert að spyrja þig hvar þú sérð sjálfa þig eftir tíu ár? „Nei, alls ekki,“ segir hún glaðlega. „Ég sé auð- vitað fyrir mér að eiga ennþá Sámsstaði, en hver veit hvað ég mun gera? Það getur tíminn einn leitt í ljós.“ 30 viðtal Helgin 18.-20. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.