Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 8
8 fréttir Helgin 18.-20. maí 2012 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* www.volkswagen.is Sparar sig vel Volkswagen Polo Trendline TDI Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Polo kostar aðeins frá 2.390.000 kr. A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8“ á lfe lg ur , þ ok ul jó s og li ta ða r rú ðu r Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmda- stjóri Fjölmiðlanefndar, segir í sam- tali við Fréttatímann að nefndin hafi engar lagalegar heimildir til að krefja eigendur fjölmiðla um svör ef einhverjar spurningar vakna um eignarhald þeirra. Nú liggur fyrir Alþingi breytingartillaga á lögum um fjölmiðla þar sem nefndin fær heimildir til að krefja fjölmiðla um svör ef eitthvað er óljóst varðandi eignarhaldið. „Þetta er hluti af því að gera eignarhaldið gegnsætt,“ segir Elfa Ýr. Bæði Smugan og DV hafa fjallað um eignarhaldið á 365 að undan- förnu og þá sérstaklega félagið Moon Capital sem er, samkvæmt upplýsingum frá 365, alfarið í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Spurn- ingamerki hefur verið sett við dótturfélag Moon Capital, sem heitir Apogee, en það var tengt Jóhannesi Jónssyni, tengdaföður Ingibjargar og sölu á SMS í Færeyjum. Ekki hafa fengist skýr svör frá Jóhannesi eða Ingibjörgu en Jón Ásgeir Jóhann- esson, eiginmaður ingibjargar og sonur Jóhannesar, segir við Frétta- tímann að Jóhannes hafi aldrei verið hluthafi í Apogee. Hans aðkoma að sölunni snerist ekki um að hann ætti hlutinn heldur að hann fengi hlutdeild í hagn- aði samkvæmt samningi. „Hann hefur aldrei átt í þessum félögum, hvorki Apogee eða Moon Capi- tal. Þetta er stormur í vatnsglasi,“ segir Jón Ásgeir. -óhþ M argir þeirra sem komnir eru á sjötugsaldur og hafa misst vinnuna hjá Orkuveitu Reykjavíkur telja litlar líkur á að fá aðra vinnu. Af um tuttugu manna hópi sem misst hefur vinnuna hjá orkufyrirtækinu og hittist vikulega hafa þrír fengið nýtt starf. Nú síðast var tuttugu sagt upp. Frá árinu 2008 hefur starfsmönnum Orku- veitunnar fækkað um 200. Af 68 starfsmönnum sem urðu 63 ára um síðustu áramót hafa 48 ákveðið að þiggja boð Orkuveitunnar um að flýta starfslokum sínum. Tilboðið gildir til ársloka 2014. Þrjátíu þeirra hafa þegar látið af störfum og fá greidd eins árs laun frá þeim degi sem þeir ákveða að hætta – án þess þó að vinna sér inn orlof. Fréttatíminn hefur leitað til þó nokk- urra fyrrum starfsmanna Orkuveitunar. Þeir sem ekki hafa ná 67 ára aldri eftir að launagreiðslum lýkur sjá fæstir fram á að fá aðra vinnu. En þeir eru einnig nokkrir sem höfðu misst vinnuna áður en tilboðið var sett fram og upplifa sár- indi og reiði yfir því að ljúka starfsferli sínum með uppsögn. „Ferilskráin er fín en ég fæ enga vinnu,“ sagði einn þessara fyrrum starfs- mannanna. Annar sá fram á að þurfa að minnka við sig húsnæði og lifa spart fram á ellilífeyrisaldur. Fæstir vildu koma fram undir nafni. Sagt upp fyrir 65 ár afmælið Örn Tyrfingsson verður 67 ára í desember en var þó ekki einn af þeim sem fékk boð um að flýta starfslokum sínum. „En þeir borguðu mér átta mán- uði á launum,“ segir hann. „Ég var í fyrsta hollinu sem var sagt upp.“ Hann vísar til þeirra 65 sem sagt var upp fyrir októbermánuð 2010. Þá, stuttu fyrir 65 ára afmælið hans, var honum tilkynnt að hann væri að vinna sinn síðasta vinnu- dag. „Ég var vélstjóri í Elliðaárvirkjun í 17 ár tæp og var ekki með nein áform um að fara þaðan.“ Örn segir að sér hafi sárnað. „Mér fannst þetta svolítið kaldranalega að þessu staðið. Mér leið eins og ég hefði brotið af mér sem var ekki og þeir stað- festu það við mig. Svo það var ekk- ert að gera nema að taka þessu.“ Örn verður 67 ára í desember og er skráður atvinnuleitandi hjá Vinnumálastofnun. „Leitin hefur ekki gengið vel og ekki eru atvinnuleysisbæturnar háar.“ Myndi ekki vilja skipta Ólafur Ingimundarson, 62 ára, missti vinnuna hjá Orkuveitunni í febrúar. Hann hafði í þrjátíu ár unnið hjá fyrir- rennurum Orkuveitunnar og svo henni við sameiningu og hjá Rafmagnsveitu ríkisins frá árinu 1973. „Ég gæti sagt margt um þetta. Eftir langan starfs- aldur finnur maður að þetta kemur við mann. Hitt er svo annað mál að í þessum síðasta hópi sem sagt var upp; tuttugu manna hópi, var starfsaldurinn 12 til 15 ár að meðaltali. Flestir voru komnir yfir fimmtugt,“ segir hann. „Þarna var verið að fjarlægja þá sem höfðu verið erfiðir, á móti og gagnrýnt og ég var gagnrýninn á Orkuveituna. Mér finnst þetta ruddalegt, því þessar hagræðingaraðgerðir ráða engu um fjárhaginn. Þetta er svo lítið brot, þegar skuldirnar eru nærri 235 milljarðar.“ Ólafur hefur þó ekki lagt árar í bát og er ekki einn þeirra sem óttast að standa uppi án vinnu fram að ellilífeyrisaldri. „Ég dreif mig nú í að taka meirapróf og er að ljúka því. Ég get fengið starf við það,“ segir hann. „Eftir því sem lengra hefur liðið frá er ég hálf feginn. Ég myndi ekki vilja skipta við nokk- urn þeirra félaga minna sem eftir eru á bilanavaktinni. Álagið er ómannlegt og þekking stjórnenda á þjónustunni sem við veittum lítil.“ Honum finnst sem á síðustu árum hafi fyrirtækið verið rústað. „Það er búið að taka svo mikla þekkingu út úr þessu. Handbrögðum sem búið var að þróa í mörg ár hefur að mínu mati verið kastað í burtu.“ Uppstokkun í rekstri Orkuveitunnar er lokið. Á þá frétt vísar upplýsinga- fulltrúinn spurður um frekari uppsagnir. Reiknað er með að rekstrarkostnaður lækki um 900 milljónir króna á árinu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  FjölMiðlaneFnd aukin völd í undirbúningi á þingi Ekki heimild til að krefjast frekari svara Jón Ásgeir Jóhannesson.  Orkuveitan Sjötíu próSent þiggja að Flýta StarFSlOkuM Óttast atvinnuleysi á sjötugsaldri Orkuveitan hefur boðið öllum starfs- mönnum sem náðu 63 ára aldri við síðustu áramót að flýta starfs- lokum sínum og vera á launum í eitt ár. Þrjátíu hafa þegar þegið boðið sem stendur til ársins 2014. Í tutt- ugu manna hópi fyrrum starfsmanna sem hittast vikulega hafa þrír fengið aðra vinnu. Í lok árs voru starfsmenn Orkuveitunnar 427. Áætlað var að starfsmönnum fækkaði um 90 á milli áranna 2011-2016 en þessu marki var náð í lok febrúar 2012. Mynd/Hari Orkuveitan mildar áfallið Orkuveitan reynir að milda áhrif uppsagnanna meðal þeirra sem fyrir þeim verða. Þeim stendur 100.000 króna styrkur til boða til greiðslu náms- eða námskeiðsgjalda. OR greiðir starfsfólki laun á uppsagnar- fresti í samræmi við lög og skyldur og viðbótargreiðslur sem miðast við starfsaldur viðkomandi hjá fyrirtækinu. OR samdi við ráðningarþjónustu um vinnumarkaðsaðstoð og við sálfræðistofu um að aðstoða þá sem þess óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.