Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Síða 26

Fréttatíminn - 18.05.2012, Síða 26
TAKE AW AY T ILBO Ð 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 24 95.- með tveim ur ále ggju m & 12” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 34 95.- af ma tseðl i & 16” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 18 95.-með tveim ur ále ggju m 1 H austveður á nýbyrjuðu sumri. Dorrit Moussa- ieff hálffýkur á milli heimilis síns og Bessa- staðastofu á Bessa- stöðum með hundinn Sám á undan sér. Hárið sveiflast um og hún stingur glæsilegum, þykkbotna, hlébarða- mynstruðu, háhæluðu skónum fimlega niður í rokinu. Farmers Market-sjalið sveiflast um hana. Aðeins örfáum dögum áður sást hún koma ríðandi á íslenskum hesti inn í sjónvarpssal í vin- sælum þætti vinkonu sinnar, sjónvarps- stjörnunnar og kaupsýslukonunnar Mörthu Stewart. „Ég sagði við Mörthu: Hvers vegna ekki að gera kynningarþátt um heilt land! Það hefur aldrei verið gert. Og hún keypti hugmyndina,“ segir Dorrit eftir að hafa hreiðrað um sig í stól við enda fundarborðs á skrifstofu forset- ans til hliðar við móttökusalinn. Hún leggur svartan iPad-inn sem hún hélt á frá sér á borðið og biður ráðsmanninn að færa sér te og tómata en blaðamaður þiggur kaffi. „Við Martha höfðum rætt um að gera innslag fyrir löngu. Við ætluðum að gera þetta fyrir tæpum fimm árum þegar hún kom og heimsótti okkur Ólaf. En ég var gagnrýnd svo fyrir að hafa hana hér að ég var beðin um að fórna þættinum, sem var mikil synd,“ segir hún um þessa vinkonu sína sem þá aðeins örfáum árum áður hafði verið dæmd í fangelsi fyrir innherjaviðskipti. Sama um gagnrýnisraddir Kynningin sem Ísland fékk var framúr- skarandi; 225 þúsund sáu landið lofað og þó nokkur fyrirtæki voru dregin fram í bandaríska kastljósið: Egils gull bjórinn fyrir að vera sá besti, Saltverk fyrir hreint og snjóhvítt salt sitt og framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækis- ins á bakvið EGF dropanna var fenginn til að lýsa virkni þeirra, svo dæmi séu tekin, en Dorrit hefur dásamað dropana í fjölmörgum viðtölum víða um heim. „Þegar við svo ákváðum að ráðast í þáttagerðina var mér sama um alla þá gagnrýni sem ég gæti hugsanlega fengið. Það var ekki útlit fyrir að Ólafur yrði áfram forseti. Hann ætlaði að hætta. Ég vildi gera þetta á þann hátt sem ég taldi koma best út fyrir Ísland,“ segir Dorrit. Spurð hvort hún hafi oft þurft að fórna hugmyndum sínum vegna stöðu sinnar svarar hún neitandi. „Nei, ekki lengur. Fyrstu fjögur árin Draumar og þrár Dorritar Dorrit Moussaieff hefur verið gift Ólafi Ragnari Grímssyni forseta nú í níu ár. Hún hefur sett mark sitt á land og þjóð og mætti jafnvel fullyrða að Ólafur sé aðeins hálfur maður án hennar. Dorrit segir lesendum Fréttatímans frá ástinni, sambandi þeirra Ólafs, af ofvirkni sinni, mislukkuðu hjónabandi á yngri árum og ástæðunni fyrir því að hún kaus að eignast ekki börn. voru hamlandi fyrir mig. Þá var ég einnig að sinna eigin fyrirtæki og ferð- aðist fram og til baka frá Lundúnum í hverri viku. Það þýddi að í hvorugu hlutverkinu gat ég gert mitt besta. Ég fann mig ekki og vissi ekki til hvers var ætlast af mér, hvað ég mætti eða vildi gera í hlutverki mínu (sem for- setafrú),“ segir hún og kreistir sítr- ónusafa ofan í tebollann sinn. Það er ekki annað hægt en að dást að þessari konu, sem hefur gert íslensku lopa- peysuna að hátískuvöru. „Ég tel að engin hefði tekið þetta hlutverk í þá átt sem ég hef gert. En þar sem ég hef verið alin upp við að selja og markaðssetja hefur það hentað mér að nýta þá krafta hér. Ég kann í rauninni ekkert annað. Eins skrítið og það hljómar, þá finnst mér sem ég hafi lært allt annað sem ég kann hér á landi,“ segir Dorrit þegar hún ræðir hlutverk sitt á Bessastöðum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Fyrstu fjögur árin höfðu hamlandi áhrif á mig. [...] Ég fann mig ekki og vissi ekki til hvers var ætlast af mér, hvað ég mætti eða vildi gera í hlutverki mínu [sem for- setafrú]. Framhald á næstu opnu Dorrit á Bessa- staðastofu með hundinum Sámi, sem þau Ólafur Ragnar eiga. Þau hjónin hafa verið gift í níu ár og áttu brúðkaupsafmæli á mánudag. Ljósmyndir/Hari 26 viðtal Helgin 18.-20. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.