Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 38
6 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012 Sími: 565-7070 100% endurgreiddur vsk af vinnu A llt loft inniheldur vatn í minna eða meira magni sem ósýnilega vatnsgufu. Inniloft inniheldur almennt meiri raka en útiloft vegna þess að í það safnast raki frá starfsemi og efnum innanhúss, svo sem byggingarraki, matargerð, sturtuböðum, þvottum, svita og plöntugróðri. Hlutfallslegur loftraki (HR) og lekar Hlutfallslegur loftraki er hlutfall þess loftraka sem er í loftinu og þess loftraka sem mest getur verið í loftinu við ákveðið hitastig reiknað í prósentum. Hæfileiki lofts til að innihalda vatnsgufu ræðst af hita þess. Heitt loft getur innihaldið meiri raka en kalt loft. Raki eða vatn í húsum getur ver- ið af fjölmörgum ástæðum svo sem lekar vegna frágangsgalla, lekar vegna skafrennings, raki vegna byggingarraka sem ekki hefur þornað, lekar lagnir og rakaþétting- ar eða slagi. Í þessari grein verður aðallega rætt um rakaþéttingu sem orsakast af köldum yfirborðsflötum. Algengasta dæmi um slaga er raka- þétting á glerrúðum, sjá mynd 1 Loftraki Allt loft inniheldur vatn í minna eða meira magni sem ósýnilega vatns- gufu. Inniloft inniheldur almennt meiri raka en útiloft vegna þess að í það safnast raki frá starfsemi og efnum innanhúss, svo sem bygg- ingarraki, matargerð, sturtuböðum, þvottum, svita og plöntugróðri. Hlutfallslegur loftraki (HR) og lekar Hlutfallslegur loftraki er hlutfall þess loftraka sem er í loftinu og þess loftraka sem mest getur verið í loftinu við ákveðið hitastig reiknað í prósentum. Hæfileiki lofts til að innihalda vatnsgufu ræðst af hita þess. Heitt loft getur innihaldið meiri raka en kalt loft. Raki eða vatn í húsum getur ver- ið af fjölmörgum ástæðum svo sem lekar vegna frágangsgalla, lekar vegna skafrennings, raki vegna byggingarraka sem ekki hefur þornað, lekar lagnir og rakaþétting- ar eða slagi. Í þessari grein verður aðallega rætt um rakaþéttingu sem orsakast af köldum yfirborðsflötum. Algengasta dæmi um slaga er raka- þétting á glerrúðum, sjá mynd 1 Rakaþétting Í lofti sem kólnar eykst hlutfalls- rakinn eftir því sem hitinn lækkar, þar til HR = 100 prósent við dagg- armarkið. Lækki hitinn enn frek- ar, fellur út raki sem smáir dropar (þoka) og loftið heldur áfram að hafa HR = 100 prósent. Þegar rakamettað loft eða loft með háu HR snertir kalda fleti, kóln- ar loftið og fær hita undir daggar- marki sínu. Umframrakinn fellur þá út sem dögg eða slagi á flötinn. Þeg- ar raki fellur út á fleti með hita undir 0°C verður rakinn að hrími eða ís. Hindrun rakaþéttingar Til að minnka hættu á rakaþéttingu á byggingarhlutum að vetralagi ætti loftraki innanhús að vera minni en 40 prósent. Þessu markmiði má ná með því að sjá fyrir góðri loftræs- ingu og eftir viðburði sem valda rakaframleiðslu, til dæmis matar- gerð, sturtuböð og þvotta. Auk þess ætti ávallt að nota lok á potta og pönnur og sneiða hjá því að þurrka þvott inni. Rakatæki til bæta raka í inniloft ætti að forðast að vetrarlagi. Vélræn loftræsing er oftast nægj- anleg til að hindra rakaþéttingu ef útiloft er notað í nægilegu magni. Lofthreyfing Með góðri lofthreyfingu við kalda fleti streymir kalt loft burt og/eða blandast heitara sem hefur hæfi- leika til að taka upp raka. Mikil- vægt er að loft verði ekki kyrrstætt við kalda fleti. Kyrrstætt loft eykur varmayfirgangsmótstöðu f latar- ins og eykur á kulda flatarins um- fram það sem verður ef loftið getur streymt óhindrað framhjá fletinum. Aukin varmaeinangrun bygg- ingarhluta sem skilja að rými með mismunandi hita eða snúa að úti- lofti veldur hækkun á innihita yfir- borðsflata og minnkar þannig hættu á rakaútfellingu. Til viðbótar við einangrunina þarf að nota loftþétti- og rakavarnarlag sem hindrar að raki úr heitu innilofti komist út í einangrunina og þar með að kald- ari flötum eða efnislögum sem geta valdið því að raki þess fellur út. Ryksöfnun / óhreinindaflekkir Ryksöfnun í rakaútfellingu eða dökkir óhreinindaflekkir og þess háttar sem festast í yfirborðsfleti inni og valda óhreinindarákum eru nokkuð algengt vandamál við kuldabrýr. Þetta fyrirbrigði er sér- lega áberandi á hvítum og ljósum flötum. Ryksöfnun í rakaútfellingu á sér einkum stað á köldum flötum við það að loft dregst að flötunum vegna hitamismunar eða lofthreyf- inga. Rykagnirnar festa sig á flet- inum vegna rakans. Þegar trekkur eða kalt loftstreymi kemur gegnum rifur getur það nægt til að rykagn- ir setjast á niðurkælda svæðið og mynda dökkar rákir eða flekki, sjá mynd 2. Afleiðingar: Gluggar Rakaþéttingar í stuttan tíma til dæmis á glerjaðri hafa litlar afleið- ingar, en virka pirrandi og geta valdið leiðinda rakaf lekkjum á gluggafagi og karmi. Endurtekn- ar rakaútfellingar í langan tíma geta haft í för með sér málningar- flögnun, myglu- og sveppamyndun. Þéttingarvatn getur komist niður í gler- eða gluggaföls og getur leitt til sveppa og fúa í karmi og ramma. Rakaþétting getur einnig orðið til þess að timbrið í gluggunum verður rakt og þrútnar og ef til vill frýs vatnið þannig að eðlileg virkni gluggans hindrast, sjá mynd 3. Kuldabrýr Kuldabrýr eru staðir í byggingar- hluta sem eru töluvert verr ein- angraðir en aðrir hlutar bygg- ingarhlutans, sjá dæmi í mynd 4 a - d. Kuldabrýr hafa lágan innri yfir- borðshita við lágan útihita. Algeng- ar kuldabrýr eru byggingarhlutar sem ganga í gegnum einangrunar- lag í útvegg og komast í beina snert- ingu við útiloft, t.d. loftplötur, svala- gólf og súlur úr steinsteypu. Steypa leiðir varma 14 sinnum betur en timbur og um 50 sinnum betur en steinull. Stál leiðir varma 35 sinnum betur en steypa. Ál leiðir enn betur. Jafnvel lítil þversnið úr t.d. stáli geta orsakað mikla kuldabrúarvirkni. Hvað mikil kuldabrúaráhrif verða á innhlið byggingarhluta er einnig háð varmaleiðnieiginleika yfirborð- sefnisins inni. Rakaþétting vegna kuldabrúa skapa gróðrarstíu fyrir myglu og sveppi á yfirborði byggingar- hluta. Yfirborðssveppur og mygla er útlitslýti, en hefur venjulega lítil áhrif á sjálfan byggingarhlutann. Sveppir ráðast á timbur og önnur lífræn efni og valda oft ólykt og slæmum loftgæðum innanhúss. Til- vist sveppanna sýnir of hátt raka- stig efnanna og er óheilsusamlegt ástand. Mikill þéttingarraki getur valdið því að fúasveppir skemmi plötuklæðningar og trévirki. Kulda- brýr valda einnig óþarfa orkusóun. Úrbætur Einangra verður kuldabrýr sem valda rakaþéttingu, sjá mynd 3 a - d. Einangrun sem er 25 mm þykk úr til dæmis steinull eða frauðplasti nægir til að yfirborðshiti inni verði yfir daggarmörkum innilofts við venjulegar aðstæður. Ef aðstæður leyfa er þó sjálfsagt að einangra meira. Einnig er nauðsynlegt að tryggja að rakt inniloft komist ekki út í einangrunina. Byggingarhlutar rýma með hátt hitastig og rakastig sem snúa að útilofti þurfa að hafa minnst 50 mm einangrun (steinull eða frauðplast) til að hindra raka- þéttingu. Einangrun utanfrá gefur mesta tryggingu gegn rakaþétt- ingu einkum hvað varðar stein- steypta byggingarhluta. Ef ekki er unnt að auka einangrun byggingar- hluta eða komast hjá rakaþétting- arhættu á annan hátt, getur lausn vandans verið fólgin í að koma fyrir varmaköplum í byggingarhlutanum eða utan á honum sem hægt er að stjórna eftir þörfum. Þetta eykur hins vegar „varmatap“ byggingar- hlutans. Keldnaholti 11. maí 2012 Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur á Mannvirkjasviði NMÍ  LoftRæstinG InnIloft InnIheldur meIrI rAkA en útIloft Raki í húsum Orsakir og afleiðingar. Mynd 1 Rakaþétting á gluggarúðu. Mynd 2b Ljósmynd af loftkverk með svertingu vegna ryks sem sest hefur í slaga í kverkinni. Mynd 2a. Hitamynd af loftleka í loft- kverk vegna óþéttleika vindþétti- og rakavarnarlags. Veldur oft rakaþéttin- gu og óhreinindaröndum. Myndin sýnir greinilega kælingu yfirborðsins um um það bil 2°C vegna loftleka utanfrá. Mynd 3a. Ofn er æskilegur undir hverj- um glugga, ef gólfhiti er notaður er æskilegt að auka sem mest varmagjöf undir gluggum. Varast ber að trufla loftflæðið með lokuðum sólbekkjum. Mynd 3b sýnir hvernig auka má loftstreymi við glugga með borun sól- bekkjar. Mynd 4 a - d Dæmigerðar kuldabrýr. Hvað er það sem oft veldur deilum milli verkkaupa (til dæmis einstaklingar og húsfélög) og verktaka (þeir aðilar sem taka að sér að framkvæma verk)? Svarið við því er oftast að upp kemur ágreinin- gur/misskilningur um það hvað átti að framkvæma og fyrir hvaða verð. Mjög einföld leið er til að koma í veg fyrir slíkan ágreining/misskilning og er sú leið að gera skriflegan og skýran verksamn- ings milli þessa aðila. Í verksamning þarf að setja upplýsingar um ábyrgðarmenn hvors samningsaðila. Lýsing á því sem verktaki tekur að sér að framkvæma, einnig hægt að vísa í magnskrá og verlýsingu. Lýsing á hvaða efni skulu notuð. Telja upp hvaða gögn eru hluti af samningi. Hver er eftirlitsaðili verk- kaupa. Heildar samningsupphæð (hvað verkkaupi greiðir fyrir verkið). Hvernig/ hvenær greitt skuli inná verkið, oftast eftir framvindu verks. Hvenær hefja á og ljúka verki. Rétt er að benda á að ef samningsaðilum dettur eitthvað frekar í hug varðandi framkvæmd er um að gera að setja það í verksamninginn undir til dæmis: ANNAÐ SEM AÐILAR VILJA TAKA FRAM:_________________________osfr. Félagsmönnum MSI stendur til boða fyrirframskrifuð samningsform sem auðvelt er að skrifa inní allar þær upplýs- ingar sem hér eru taldar upp. Mikilvægi verksamninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.