Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 18
18 úttekt Helgin 18.-20. maí 2012 Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Vald ar v öru r á allt að %50afslætti Stakir sófar Tungusófar Hornsófar Leður sófasett Borðstofustólar Hægindastólar Heilsukoddar Púðar frá 86.450kr. frá 85.450kr. frá 142.950kr. frá 199.900kr. frá 12.900kr. frá 59.900kr. frá 3.000kr. frá 2.900kr TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ H Ú S G Ö G N Þar sem allir góla af eigin kassa Internetið hefur gjörbylt sam- skiptum fólks og með tækninni er hver manneskja nánast orðin að eigin fjölmiðli þannig að umræðan hefur aldrei verið jafn margradda og nú – hraðinn og anarkisminn er allsráðandi. Sam- skiptavefurinn Facebook vegur þungt í þessum efnum en vefurinn er orðinn öflugur vettvangur skoð- anaskipta og þar tekst fólk á í návígi, en samt í órafjarlægð, um hugðarefni sín og hugsjónir og rífur stóplakjaft þegar svo ber undir; gallhart við lykla- borðið. Gremja og reiði og vaðall fer óhindraður um æðar netsins. Fréttatíminn rifjar hér upp nokkur hjartans mál sem fólk hefur vaðið á súðum með á Fés- bókinni undanfarnar vikur og mánuði. Úthrópaður biskup Síðla hausts kom saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, skráð af Elínu Hirst, út og af því tilefni mætti Guðrún Ebba í magnað sjónvarpsviðtal við Þórhall Gunnarssson. Fáir sem á horfðu voru ósnortnir og tilfinningatjáningin á vefnum var mögnuð. Steinunn Fjóla Jónsdóttir Pressan er ekki lengur í minni frétta- veitu...þvílík og önnur eins fagmennska eða þannig. Bless Press! Gisli Ásgeirsson Fordæmalaus lágkúra Pressunnar núna í morgun er svívirði- leg. Birtar eru myndir af fórnarlambi kynferðisofbeldis. Athugasemdum þeirra sem mótmæla þessu á pressan. is er eytt og lokað á viðkomandi. Þetta er botninn. Ingibjörg Stefánsdóttir Á enn 104 vini sem líkar við Pressuna á facebook. Finnst það skrítið og er að hugsa um að breyta því. Stígur Helgason Það eru svosem nógu margir búnir að þessu, en ætli það sé ekki best að ég sé með svona for the record: Ábyrgðar- menn Pressunnar þurfa sárlega að fara á námskeið í siðlegri blaðamennsku. Sigurður Hólm Gunnarsson Ég ældi aðeins yfir Pressunni rétt í þessu. Óli Gneisti Sóleyjarson Er ekki ágætt að hafa þetta í huga? Er ég að gleyma einhverju hérna? Pressan = Eyjan = Bleikt = Menn Óli Gneisti Sóleyjarson „Pressan er óháður frétta- og afþreying- armiðill sem stundar vandaða frétta- og upplýsingamiðlun“ - Nei, djók. Hildur Knútsdóttir Pressan er ömur- legur og ógeðslegur sorpmiðill. Saltskandallinn mikli Gríðarleg reiði braust út í samfélaginu þegar í ljós kom að þjóðin hafði óafvitandi gætt sér á ýmsum matvælum bragðbættum með iðnaðarsalti í rúman áratug. Heiða B. Heiðars Djöfulsins skrímsli var þessi biskupsdrusla. Kolbrún Baldursdóttir Guðrún Ebba er hetja. Þorsteinn J. Vilhjálms- son Lengsta bókarkynning Íslandssögunnar á RÚV og algjör tilviljun auð- vitað að hún er á sama tíma og Heimsendir á Stöð 2, það hitti bara þannig á, fullt tungl, eða Straumnesviti logar ekki. Torfi Geirmundsson Guðrun Ebba alveg frábær hja Þorhalli. Helga Vala Helgadóttir Er stolt af hugrakkri frænku. Takk Guðrún Ebba fyrir að segja sögu þína. Þorfinnur Ómarsson Getur kirkjan ekki einfaldlega svipt fyrrverandi biskup þeim titli og gert hann non grada innan kirkjunnar? Jenný Anna Baldurs- dóttir Ég er óendanlega þakklát fyrir konur eins og Guðrúnu Ebbu. Þór Jónsson Er einstaklega ánægður í kvöld með að vera einn af fáum sem hallmælt er í ævi- sögu Ólafs Skúlasonar biskups. Illugi Jökulsson Ætti ekki einhver að fara og taka niður mál- verkið af Ólafi Skúla- syni á Biskupsstofu? Bryndis Holm Guðrún Ebba er Íslendingur ársins! Biskupinn yfir Íslandi á að láta af embætti! Hann hefur sýnt það ítrekað að hann er algerlega óhæfur til að gegna starfinu! Pressuklúður ársins Undir lok árs varð Pressunni.is hált á svellinu þegar menn þar á bæ freistuðust til þess að birta mynd af ungri konu sem kært hafði Gillzenegger fyrir nauðgun. Upp úr sauð á Facebook svo ekki sé meira sagt. Lára Björg Björnsdóttir Mig langar í iðnaðarsalt. Hipparnir ykkar. Jón Oddur Guðmundsson Var að fá fax frá Grínlögreglu ríkisins: Saltbrandarakvót- inn hefur verið fylltur. Hafliði Helgason Eitthvað eru menn súrir yfir salti. Rósa Guðbjartsdóttir Auglýsi eftir upplýstri umfjöllun og umræðu um salt! Egill Helgason Það er merkilegt að heyra frá framleiðendum matvæla sem segjast ekkert vita hvaða efni þeir nota í matinn. Frú Sigurveig notar ekki salt í hafrklattana né kökurnar sem hún framleiðir, en ögn af Maldon salti - sem er sjávarsalt - í soyabaunirnar sem selur líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.