Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 54

Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 54
Ekkert sterkara en malt Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL N Te ik ni ng /H ar i Háskóli lífs og lands www.lbhi.is Háskólanám BS /MS Búvísindi Hestafræði Náttúru- og umhverfisfræði Skógfræði / Landgræðsla Umhverfisskipulag Skipulagsfræði (MS-nám) Garðyrkju- skólinn Nám á framhaldsskólastigi Blómaskreytingar Garðyrkjuframleiðsla Skógur/náttúra Skrúðgarðyrkja Bændaskólinn Nám á framhaldsskólastigi Búfræði Umsóknarfrestur er til 4. júní Nemendur á Umhverfisskipulagsbraut Það er stuð og gleði þar sem börn eru, nokkur fyrirhöfn stundum og hávaði þegar þau eru komin sæmi- lega á legg – en alltaf þakklát samvist. Barnabörnum okkar hjóna fjölgar, sem betur fer, og öll veita þau okkur yndi. Amman heldur hópnum saman og afinn er á kant- inum, skaffar blöð til að lita á, finnur til púsl og leitar að hlaupahjólum í bílskúrnum þegar vorar. Svona er þetta auðvitað á flestum bæjum, það sáum við hjóna- kornin meðal annars er við hitt- umst f jörutíu ára st údent ar um liðna helgi. Það hefði okkur við útskrift, það sæla ár 1972, þótt hár aldur en hóp- urinn hefur elst merkilega vel, komið sér vel fyrir og er víða í forystu. Tvennt stóð upp úr á þessari góðu samkomu, drykkja var í lágmarki, ólíkt því sem stundum var áður og fyrr- um, og um- ræðan sner- ist ekki síst um barna- börnin. Þau eru mörg í þessum hópi enda var hann frjó- samur, fjölg- aði sér jafn- vel í menntaskólavistinni. Elstu börn stúd- entahópsins eru því komin á virðu- legan aldur. Þar er talsverður munur milli kynslóða. Þeir foreldrar sem nú eru að ala upp börn byrja barneignir talsvert síðar en þá var, jafnvel svo munar áratug. Börn okkar hjóna eru uppkomin og flogin úr hreiðrinu. Þar með er ekki sagt að kyrrð og ró sé í kotinu því barnabörnin gleðja afa og ömmu oft- lega – með hæfilegum gauragangi og látum. Dúkkur og dúkkuvagnar eru á sínum stað, sem og bílar, flugvélar og skip. Hælaskór af ömmu eru dregn- ir fram og stundum laumast í gamla varaliti. Þá er ekki víst að liturinn hitti beint á varir en það þykir ekki síðra og vekur ómælda kátínu. Fyrir kemur að börnin eru hjá okkur í lengri vist, ef foreldrarnir þurfa að skreppa út á land eða jafnvel til ann- arra landa. Undanfarna daga hafa tvö börn verið í okkar umsjón vegna slíkr- ar ferðar, grunnskólastúlka og fimm mánaða drengur. Ofmælt er kannski að segja í okkar umsjón, ábyrgðin er á ömmunni. Ég er í hlutverki aðstoðar- mannsins en reyni að standa mig eftir getu. Ég segi ekki að við höfum verið farin að ryðga en þó kom mér á óvart hve stundaskrá barns í öðrum bekk grunnskóla er stíf. Ég ek stúlkunni í skólann á morgnana og amman sækir síðdegis. En prógrammið er ekki búið þegar skóla og svokallaðri dægradvöl lýkur. Þá taka við alls konar æfingar, hvort heldur eru fimleikar, fótbolti eða píanótímar. Amma er því tímabundið í „Sækjum-sendum“ félaginu eins og flestir foreldrar í dag. Við þetta bætist að fylgjast þarf með heimanámi. Tals- vert er um liðið frá því við stóðum síðast í slíku. Að öðru leyti þarf lítið fyrir okk- ar stúlku að hafa. Hún er blíð og góð við ömmu og afa – og sama má vissulega segja um dreng- inn litla, þótt eðlilega þurfi hann meiri og stöðugri umönnun. Það þarf að skipta á honum og gefa honum pela og graut. Þar kemur amman sterk inn. Hlutverkið leik- ur í hennar höndum enda brosir sá litli til okkar í hvert skipti sem á hann er litið. Hún tekur líka að sér óhjákvæmilegt næturrölt og pelahitun sem fylgir fimm mán- aða barni. Þar stend ég mig ekki nægilega vel þótt ég muni vissu- lega þær stundir er ég staulaðist fram úr með stírur í augum vegna eigin barna, hitaði pela og lét dropa leka á handarbak til þess að kanna hitastig mjólkurinnar. Athyglisverðust er þó sú staða okkar, kominn á þann aldur sem sjá má af nýliðnu fjörutíu ára stúd- entsafmæli, að við þurfum pössun fyrir börnin í kvöld. Mér áskotn- uðust nefnilega miðar á tónleika gamla brýnisins James Taylor í Hörpu í kvöld. Hann var frægur á fyrrnefndum menntaskólaárum okkar og kom hinu sígilda lagi eftir Carole King, „You've Got a Friend“, í fyrsta sæti vinsælda- lista vestra ári eða tveimur áður en við settum upp hvítu kollana, þar sem sjálf Joni Mitchell söng bakraddir. Bæði James Taylor og Carole King fengu Grammy- verðlaun fyrir og seldu milljón- ir platna. Fleiri smellir fylgdu í kjölfarið hjá James Taylor, sem þá var síðhærður vel, eins og fleiri á þeim árum. Sjálfsagt er því að kíkja á hann, þótt hárin hafi horfið ofan af hvirflinum á honum og aðeins sé eftir kragi í kringum eyrun. Kallinn er seigur þótt hann sé nokkrum árum eldri en við í stúdentahópnum sæla – og hefur aldrei gefist upp þrátt fyrir skrautlegt og heldur sukk- samt líferni. Langt er síðan við þurftum að fá pössun fyrir börn. Þá leituðum við helst til foreldra okkar, eins og algengast er, en nú bjarga dætur okkar málinu. Fyrir ligg- ur, vegna þessarar tímabundnu ábyrgðar, að við, afinn og amman, höldum svolítið aftur af okkur í stuðinu hjá James Taylor og fé- lögum í Hörpu – drekkum ekk- ert sterkara en malt og sleppum sennilega eftirpartíinu. Ekki þýðir að mæta óstyrkur á fótum og jafnvægislaus að sækja korna- barnið að tónleikum loknum. Amma þarf að vakna til að gefa pela og skipta á barninu, nema hún hnippi í bónda sinn og afa barnsins, svona um fjögur leyt- ið aðfararnótt laugardagsins, og segi: „Nú er komið að þér, góði minn.“ AHC samtökin óska eftir styrkjum til að vinna að grunn- rannsóknum á Alternating Hemiplegia of Childhood auk þess að stuðla að kynningu á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Reikningsnúmer samtakanna er 0319-13-300200 kt. 5905091590 Upplýsingar um AHC er að finna á heimasíðu AHC samtakanna www.ahc.is 38 viðhorf Helgin 18.-20. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.