Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 43
Helgin 18.-20. maí 2012 viðhald húsa 11 Lög um þjónustukaup – krafa um fagþekk- ingu og löglega starfsemi Lög um þjónustukaup taka til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í atvinnuskyni gegn endur- gjaldi og þegar veitt þjónusta felur í sér meðal annars vinnu við fasteignir, vinnu vegna byggingarframkvæmda eða aðrar framkvæmdir á landi. Útseld þjónusta, sem veitt er í atvinnuskyni, skal ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni. Seljandi þjónustu leggur fram nauðsynleg efni og aðföng nema um annað sé sérstaklega samið. Um sölu á efni og aðföngum til neytanda gilda hins vegar lög um neytendakaup, jafnvel þótt um uppsetningu búnaðar og sölu á efni sé einungis gerður einn samningur. Seljandi þjónustu skal jafnframt gæta þess að hún sé í samræmi við almennar reglur, staðla, reglur sem stjórnvöld setja, stjórnvaldsákvarðanir og lög sem gilda um veitta þjónustu í þeim tilgangi að vernda öryggi neytenda. Mikilvægi þess að skipta við löglega menn Ljóst er að lög um þjónustukaup styðja vel við önnur lög sem miða að því að vernda hagsmuni og öryggi neytenda. Má þar nefna mannvirkjalög sem löggilding iðnmeistara byggir á, lög um rafmagns- öryggi og iðnaðarlög sem standa eiga vörð um réttindi iðnmeistara. Þrátt fyrir góðan vilja löggjafans verður seint komið í veg fyrir að menn án réttinda læðist inn á markaðinn og því brýnt að neytendur séu vel á verði og vandi valið þegar leitað er eftir þjónustu iðnaðarmanna. Ásbjörn R. Jóhannesson, Forstöðumaður rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins Gátlistar auðvelda undirbúning verka Félagsmenn MSI hafa aðgang að ýmsum gátlistum, í gegnum gæðakerfi MSI, til að auðvelda sér undirbúning verka. Gátlistar þessir snúa bæði að því hvað verktakinn sjálfur þurfi að hafa í huga við undirbúning verks og ekki síður hvað verkkaupi þurfi að líta til við undirbún- inginn. Þetta á við hvort sem um er að ræða nýframkvæmd eða viðhaldsverk. Tökum dæmi um það sem verkkaupi þarf að skoða: Er verktakinn með Ábyrgðasjóð að baki sér, er verktakinn tilbúinn að skrifa undir verksamning við verkkaupa, eru undirverktakar með meistararéttindi, gerir verktaki skriflega verksamninga við sína undirverktaka og svona væri lengi hægt að telja. Tökum dæmi um það sem verktaki þarf að líta til: Fellur stærð/umfang verks að tímaramma fyrirtækisins, er verkið byggingarleyfisskylt (ef svo er hefst visst ferli), eru útboðsgögn nógu skýr (svo ekki komi til neins ágreinings), útbúa öryggis og heilbrigðisáætlun, fara yfir alla vinnuaðstöðu (aðgang að rafmagni, vatni, frárennsli, geymslu tækja og síðast en ekki síst girðing um- hverfis vinnusvæðið). Þetta er langt í frá tæmandi listi en sett fram sem sýnis- horn af því sem líta þarf til. Hlutverk húsfélaga Hlutverk húsfélaga er að annast varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameignarinnar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séreigna og sameignar, sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist. H úsfélagið getur því aðeins gengt hlutverki sínu að í því ríki það skipulag sem boðið er í fjöleignarhúsalögum og að fundir fari fram samkvæmt fyr- irmælum þeirra. Á því er byggt að allir eigendur séu með í ráðum og þeir hafi jafna aðstöðu til að setja fram sjónarmið sín en meirihlutinn ráði að meginstefnu til. Sá sem kaupir eign í fjöleignar- húsi verður sjálfkrafa félagi í hús- félagi og enginn getur sagt sig úr því nema með því að selja eign sína. Húsfélag þarf ekki að stofna form- lega því þau eru til í sérhverju fjöl- eignarhúsi í krafti laganna. Þess vegna er ekki þörf á eiginlegum stofnfundi en fyrsti fundur í nýju fjöleignarhúsi ber keim af stofn- fundi. Einhverjir verða að taka af skarið og boða til hans og er víst að ¼ hluti eigenda getur gert það. Eigendur bera sameiginlega og hver fyrir sig ábyrgð á því að hús- félag starfi lögum samkvæmt. Þess vegna er talið að færri og jafnvel ein- stakur eigandi geti gert nauðsyn- legar ráðstafanir til að blása lífi í sofandi eða óvirkt húsfélag. Við fyrsta fund er rétt að fara að fyrir- mælum fjöleignarhúsalaga laga um aðalfundi varðandi fundaboð, stjórnarkjör, stofnun hússjóðs og fleira. Tryggast er að fá ráðgjöf og aðstoð í upphafi við boðun fundar, tillögugerð og fundarhaldið sjálft, það er fundarstjórn og ritun fund- argerðar. Húseigendafélagið býður upp á slíka þjónustu og hefur gert um árabil. Heildarhúsfélag og deildir í stigahúsum Þegar um er að ræða sambygg- ingu fleiri stigahúsa telst hún eitt hús og í henni á að starfa húsfélag, sem oft er kallað „stóra húsfélagið“ eða „heildarhúsfélagið“. Þegar hús skiptist í fleiri stigahús ráða við- komandi eigendur einir innri mál- efnum innan vébanda húsfélags- deildar, sem getur verið sjálfstæð að meira eða minna leyti eða starf- að innan heildarhúsfélagsins. Hús- félagsdeildir starfa samkvæmt fjöl- eignarhúsalögum með sama hætti og önnur húsfélög. Það er hins vegar ekki lögum samkvæmt að ráða málum til lykta innan hverrar deildar og svo á fundum formanna deilda. Húsfélag þyrfti að setja sér sérstakar samþykktir til slíkra af- brigða. Fjöleignahúsalögin byggja á því að sameiginlegar ákvarðanir, til dæmis um viðhald á ytra byrði sambyggingarinnar eða um fram- kvæmdir á sameiginlegri lóð, séu teknar á sameiginlegum húsfundi allra eigenda þannig að þeir eigi hlut að ákvörðun með beinum og milliliðalausum hætti. Húsfundir Æðsta valdið í málefnum hús- félags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: Aðalfundir og al- mennir fundir. Það er grundvallar- regla að ákvarðanir um sameigin- leg málefni skuli taka á húsfundi. Að ganga milli eigenda með und- irskriftarlista fer í bága við þessa grundvallarreglu. Enn síður duga munnleg samráð og ráðagerðir utan formlegra funda. Fundi verður að boða skriflega með lögákveðnum fyrirvara og fundarefni verður að tilgreina skýrt og skorinort. Sé þess ekki gætt getur fundur verið ólög- mætur og ákvarðanir hans óskuld- bindandi. Meginreglan er sú, að einfaldur meirihluti á fundi ráði. En aukins meirihluta, það er 2/3, bæði miðað við fjölda og eignarhluta er krafist þegar um óvenjulegar og meiriháttar endurbætur er að ræða. Þegar um er að tefla framkvæmdir, búnað og tilfæringar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sameign eða eru óvenjulegar, óhóflegar og dýrar er áskilið samþykki allra. Húseigendafélagið Sigurður Helgi Guðjónsson hrl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.