Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 19

Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 19
úttekt 19 Helgin 18.-20. maí 2012 BIKINÍ-ÁSKORUN Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Innifalið í námskeiðinu: • Þjálfun og mataræði tekið í gegn • Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að komast úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum • Dagleg hvatning, fróðleikur og aðgangur að uppskriftum frá Ágústu Johnson á lokuðu heimasvæði inni á www.hreyfing.is • Sérstakt mataræði sem er byggt upp á sama hátt og vinsælt er hjá Hollywood-stjörnum sem þurfa að koma sér í toppform fyrir rauða dregilinn –við tryggjum að það er heilsusamlegt og skynsamlegt! • Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir • Kvöldstund í Blue Lagoon spa Taktu áskorun og vertu í þínu allra besta formi í sumar. Vertu léttari á þér, léttari í lund, sterkari og flottari! Við borgum ekki, við borgum ekki! Ólögleg gengislán, niðurfellingar, skjaldborgir um heimili og skuldaleið- réttingar hafa litað umræðuna síðustu misseri en þegar hæstiréttur kvað upp sinn gengislánadóm ætlaði allt um koll að keyra á Facebook. Fólk sem skuldaði lán í erlendum myntum fagnaði en því verð- tryggða var síður skemmt. Guðmundur Andri Thorsson Samgleðst þeim sem sjá fram á betri tíð með dómi Hæstaréttar. Sveinn Andri Sveinsson Ég sem hélt að ég hefði verið heppinn að taka ekki lán í erlendri mynt - FML Sigurður G. Tómasson Á sínum tíma var ég einn af þeim sem varaði vini mína við því að taka gengistryggð lán. Þau voru afar álitlegur kostur, því vextir voru líkari því sem gerist í öðrum löndum en ekki sama okrið og hér. Ég þurfti hins vegar að taka lán og tók tvö slík hjá lífeyrissjóðnum mínum. Nú hafa dómstólarnir leiðrétt gengis- tryggðu lánin sem nemur sjálfsagt um 180-190 milljörðum en við hin sem höfum þolað kjararýrnun og stórhækkaða greiðslubyrði höfum sáralitlar leiðréttingar fengið. Þetta eru laun varfærninnar! Eva Hauksdottir Ég trúi því varla að fólk sé að öfundast út í þá sem fá leiðréttingu á ólöglegum vöxtum. Enn erfiðara finnst mér að trúa því að fólk sé að vorkenna „kerfinu“ . Grétar Mar Jónsson Árni Páll biðst ekki afsökunar á þeim lögum sem hann ber ábyrgð á að hafa lagt fram, hafi verið dæmd ólögleg en fagnar því að réttlætið hafi náð fram að ganga, með dómi. Hann á að segja af sér. Andrés Magnússon Síðasti naglinn í kistu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur? Hverju ætti það svo sem að breyta, stjórnin hefur frá öndverðu verið eins Zombíar í C-klassa mynd: Lifandi dautt lið, rænulausir þrælar reflexa sinna, sem mega hafa sig alla við til þess að týna útlimunum ekki, en neita að halda kyrru fyrir í gröf sinni. Sigurður Þ. Ragnarsson Sú aðferðarfræði ríkisstjórnar- innar að menn skulu ætíð leita á náðir dómstóla ef þeir eru ósáttir að ríkisstjórnin brjóti á þegnum sínum með ólögum, sé ekki að ganga upp hjá Jóhönnu og Steingrími. Og nú þegar hæstiréttur dæmir í málinu þá virðast bankarnir eiga borð fyrir báru, en áttu ekkert slíkt borð í skýrslu Hagfræðistofnunar sem kom út fyrir skemmstu. Kristján B Jónasson Mun einkaneysla ekki rjúka upp núna þegar 20-40 milljarðar rúlla aftur inn í hagkerfið? Er ekki kominn tími á tjaldvagn og sækött? Elín Arnar Tek undir þetta hjá Palla. Ragnar T. Ragnarsson Eurovision status: Þeg- ar einhver drepleiðin- legur fyllerísleikur er farinn að hafa áhrif á líf fólks og brjóta á mann- réttindum þá má Ísland alveg sniðganga það Eiður Svanberg Guðnason Ríkisútvarpið ætti að sjá sóma sinn í að draga sig í hlé. Í versta falli, ef fólki þykir keppni af þessu tagi alls ekki mega missa sín, - þá gætu Norður- löndin staðið saman og efnt til norrænnar keppni. Það væri skárra . Hin vitleysan og glamúrinn í kringum það allt saman er löngu farið úr böndunum. Örn Úlfar Sævarsson Legg til að við tökum ekki þátt í Evróvisjón af virðingu við mannrétt- indi evrópskra sjón- varpsáhorfenda. Sveinn Andri Sveinsson Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að hætta við þátttöku í Eurovision. Orri Björnsson Held að Euroliðið geti alveg farið þarna með góðri samvisku. Þeim væri nær að henda öllu sem framleitt er í Kína (símanum, tölvunnietc.) og hætta að kaupa hluti framleidda þar. Ef þeim er alvara með samúð sinni með þeim sem er brotið á. Mannréttindi 0 stig Fulltrúar Íslands eru mættir galvaskir til Bakú í Azerbætsjan til þess að syngja í Eurovision fyrir hönd þjóðarinnar. Á tímabili reyndi aðal Eurovision- bolti þjóðarinnar, sjálfur Páll Óskar, að fá landið dregið úr keppni vegna mannréttindabrota í keppnislandinu.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.