Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 22
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! B arnasprengja. Það er kreppa og krakkarnir hrúgast niður. Eftir sitja ófullnægðir for- eldrar í öðru hverju húsi! Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, Sigga Dögg, bjóst ekki við þeim miklu viðbrögðum sem pistlar hennar um kynlíf eftir barneignir fengu eftir þegar hún settist við tölvuna og ritaði einn sinna vikulegu pistla fyrir Frétta- blaðið nú í vetur. Og ekki bjóst blaðamaður við þessu barnasprengjusvari þegar hann settist við eldhúsborð henn- ar, fyrir framan níu mánaða gamla dóttur hennar. Við hittumst í þak- íbúð hennar og eiginmannsins, Her- manns Sigurðssonar, þennan sólríka mánudag og hún fær að heyra að út- gangspunkturinn sé þessi óendan- lega leiðinlega kreppa – leiðinlegasta umræðuefni síðustu ára – og kynlíf sem alla ærir. Það hlýtur að vera góð blanda! „Auknar barneignir eru ein af- leiðing kreppunnar. Það er enginn að tala um álagið af barneignum og hvernig þær geta haft áhrif á sambandið og á kynlífið. Ég fékk þvílík viðbrögð. Fólk stöðvaði mig úti á götu og þakkaði mér fyrir að skrifa pistlana. Ég fékk tölvupósta og nokkrir póstar rötuðu inn á Fréttablaðið. Það er gaman að búa til börnin en það getur verið erfitt að kljást við afleiðingarnar,“ segir Sigga Dögg, sem talar um kynlíf alla daga – í vinnunni. Pör verða að tala um kynlífið „Maðurinn minn hefur engan sér- stakan áhuga á að ræða kynlíf en fólk og kunningjar hafa líka stöðvað hann til að miðla af reynslu sinni; jafnvel sagt honum að sambandið hafi splundrast þar sem kynlífið hafi ekki verið neitt-neitt fyrsta ár eftir að barnið fæddist.“ Hún boðar fleiri pistla um sam- bönd, börn og samskipti, enda voru viðbrögðin slík, en Fréttatíminn tekur forskot á sæluna. „Barnið er fætt og samskiptin við makann snú- ast um skipti á upplýsingum: Bleiur, matur, þrif, gera og græja,“ segir Sigga Dögg. Já, hvað er til ráða - spyr hálffertugur blaðamaðurinn ráð- þrota, svefnlaus og þremur börnum ríkari frá ársbyrjun 2008. „Fólk verður að tala saman,“ segir hún. „Og það er það sem fæstir gera. Það vonar að hinn aðilinn taki ekki eftir þessu kynlífsleysi. Báðir vita að langt er liðið og hvorugur þorir að segja neitt. Það getur verið gott að láta vita, jafnvel segja: Ég er að hugsa um þig kynferðislega á dag- inn. Ég veit að við höfum ekki stund- að kynlíf í einhvern tíma og að það gengur ekki vel núna. En þetta er tímabil. Það er ekki af því að ég er minna ástfangin af þér eða af því að ég er búin/n að gleyma þér.“ Sigga Dögg segir margar konur upplifa litla kynlífslöngun í kjölfar barneigna. „Þegar þú ert að sinna barnauppeldi og brjóstagjöf færðu hormónaendurgjöfina þar. Svo er sjálfsmynd kvenna oft breytt. En þegar álag er í sambandi þarf fólk að vera extra nærgætið og með- vitað um það; báðir aðilar. Það er leiðinlegt þegar konan fer í fasann að segja nei. En einnig ef hún bíður Kynlífsvandi í kjölfar barnasprengingar eftir því að hann hafi frumkvæðið á meðan hann vill vera tillitssamur af því að hann veit að hún er þreytt. Allur þessi dans í stað þess að segja bara: Ég er þreytt ég nenni ekki að stunda kynlíf. Við verðum að finna lausn á því.“ Karlar ekki í kjaftaklúbbum Hva, tala við makann. Er ekki nóg að tala um það við vini sína? „Það bara gengur ekkert að við konurnar séum að tala um það við vinkonurn- ar. Við ætlum ekki að stunda kyn- líf með þeim heldur með makanum. Það verður að temja sér að tala um kynlíf.“ En ræða karlar kynlíf sín á milli, spyr blaðamaður í góðri trú um að kallinn sýni traustið, sem hún gerir ekki. „Af því sem ég hef komist virð- ast þeir ekki gera mikið af því. Jú, jú, strákar eiga kannski trúnaðarsam- band við einn við tvo vini sína, en virðast ekki ræða málin eins djúpt og við stelpurnar. Við erum oft að hugsa; hvað eru þeir að hugsa? Það er leiðinlegt að koma með staðalí- myndir, en oft virðist sem þeir séu lausnamiðaðari: Setjum bara barnið í pössun. Þá er tími! Vandamálið er ekki að koma barninu í pössun, það er dýpra en svo,“ segir Sigga Dögg og að ekkert sé eins gaman og að halda fyrirlestra fyrir nýbakaðar mömmur í kippum. „Það er brjálæðislega skemmti- legt. Það er brjálað að vera í mömmu- hópum. Ég hef aldrei lent í eins krefj- andi hópum. Þær eru brjálaðar og þær vilja svör; haldbærar ráðlegg- ingar og svör.“ Og hvað eru þær að spyrja um? „Þetta að gefa sér tíma. Þær benda á: Og svo er barnið sofnað og karlinn stendur upp og segir; jæja nú er tími. TÍMI. Ertu að grínast? Ég er ekki búin að fara í sturtu. Ég er svöng. Það er ekki búið að þrífa hérna. Það er allt í rúst. Heldur þú að ég ætli að leggjast upp í rúm núna og dúlla mér! Stemningin verður oft konur vs. karlar í stað þess að bæði finni lausn. Kynlíf er fyrir bæði. Það er ekki fyr- ir annan aðilann. Það er fyrir sam- bandið ykkar,“ bendir hún á og er spurð: Gleymist það? Náin snerting sem bjargar „Já, mér finnst það oft. Og það gleymist að kynlíf er meira en bara samfarir. Oft er sagt: Já, en barnið er í sama herbergi: OK, þá segi ég: Hvað með runk og tott? Og þá er eins og ég sé að tala klingonsku úr Star Trek – ég skilst ekki. Það er alveg hægt að runka hljóðlega undir sæng. Ég segi runk og það á bæði við stelpu og strák. Þetta er smá af- slöppun. Þetta er náin snerting, tekur kannski ekki brjál- æðislegan tíma og svo má bara fara að sofa. Það er enginn brjálaður hamagangur. Það eru ekki brjáluð læti endilega og þetta getur virkað fyr- ir bæði og til að byrja að stunda kynlíf aftur.“ Sigga Dögg eignaðist sjálf litla stúlku fyrir níu mánuðum síðan og seg- ir að sér hafi fundist af- slappandi að vita að mestu líkurnar á sam- bandsslitum væru á fyrsta ári fyrsta barns- ins. „Það róaði mitt hjarta og ég er búin að predika það við alla sem vilja heyra: Komdu þér í gegn- um fyrsta árið. Gerið það saman og þá verður þetta auðveldara. Þetta eru svo mikil við- brigði.“ Hvað ger ir fólk? „Það þarf að finna nýjar útfærslur og lendingu. Þetta er ekki eitthvað sem reddast sjálfkrafa. Það þarf að hafa fyrir því að stunda kynlíf. Þetta gerist ekki í svefni. Kynlíf er bara eins og rækt- in. Því reglulegra sem fólk gerir það er auðveldara að stunda það og fólk langar meira í það.“ Ekkert eitt meðaltal Sigga Dögg segir að þótt margt fólk sæki fyrirlestra hennar veigri það sér ekki við að spyrja spurninga fyrir framan aðra. „Fólk vill laga og vill svör,“ segir hún og kemur inn á algengt viðfangsefni. „Fullyrðingin: Við þurfum að stunda meira kynlíf er svo hlaðin. Hvað er mikið, hvað er lítið? Hvernig voruð þið áður, hver er ykkar rútína? Það er ekki hægt að mæla með því sama við þá sem eru vanir því að stunda kynlíf hvern dag og þá sem stunduðu kynlíf einu sinni í mánuði og fannst það fínt. Það á hvert og eitt sitt meðaltal.“ En hvert er meðaltalið? „Já, ég er svo oft spurð að því. En gallinn er að þegar kynlíf er skoðað er yfirleitt talað um samfarir. Það er ekki verið að spyrja um annars konar kynlíf. Mjög margir karlmenn afgreiða sig í sturtu áður en þeir fara í vinnuna. Þar með eru þeir komnir með sína daglegu fullnægingu. svo er konan heima með barnið. Komst hún í sturtu? Og ef hún gerði það, var hún þá í stuði til að dúlla við sig eða leit Brjálaðir mömmuhópar sem krefjast svara mæta Siggu Dögg kynfræðingi á fyrirlestrum hennar. Barna- sprengjan í kjölfar kreppunnar hefur leitt til þess að fólki í kynlífsvanda hefur fjölgað. Sigga Dögg segir fyrsta árið í lífi fyrsta barns oft það erfiðasta þegar kemur að kyn- lífi í samböndum foreldranna. „Þær eru brjálaðar og þær vilja svör; haldbærar ráðleggingar og svör,“ segir kynlífsráð- gjafinn við frústreðan blaða- mann og þriggja barna móður sem krefst svara fyrir hönd lesenda Fréttatímans: Hvað er til ráða? Hvað virkar og hvert er eiginlega meðaltalið? Hvað er málið, erum við ekki allar til? Sigga Dögg fer yfir kynlíf landans eftir kreppu og telur að barneignasprengjan sé uppspretta ótal vandamála. Hver er Sigga Dögg?  Þrítug. Elst fimm systkina  Ólst upp til þrettán ára aldurs í Keflavík. Flutti þá til borgarinnar  Gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og í kjölfarið í Háskóla Íslands, þar sem hún útskrifaðist úr sálfræði árið 2007.  Fór til Perth í Ástralíu árið 2009 í meistarnám í kynfræði, varði ári þar og skrifaði meistararitgerð um íslenska karla og áhrif ófrjósemi hér heima.  Heldur fyrirlestra um kynlíf og skrifar vikulega pistla í Fréttablað- ið.  Er komin á fullt með fyrirlestra og önnur verkefni eftir fæðingarorlof. Fræðir unglinga og foreldra saman um kynlíf Sigga Dögg er að fara af stað með átak fyrir foreldra og unglinga í 7.-10. bekk, þar sem hóparnir eru fræddir í sitt hvoru lagi og svo saman. „Bara til að brjóta ísinn og æfa þau,“ segir hún galvösk. „Margar rannsóknir sýna að börn vilja fyrst og fremst kynfræðslu frá for- eldrum sínum.“ Foreldrar ættu þó ekki að skilja það þannig að unglingarnir vilji vita hvað þau geri saman. „Það er engan veginn þannig. Þetta er meira að flétta kynlífsfræðslu inn í hversdagslegar umræður og nýta tækifærið þegar það birtist í sjónvarpinu og fjölmiðlum. Þetta er mikið í umræðunni og því alltaf grundvöllur til að ræða málið.“ hún á klukkuna, sá að barnið ætti eftir að sofa í tuttugu mínútur og hugsaði að hún ætlaði líka að ná að borða og gera þetta og hitt?“ Kynlífsvandi stór vandi Og hvernig er að upplifa þetta í raun, með níu mánaða stúlku? „Maður þarf ekki að hafa upplifað til þess að tala um eitthvað. Oft heldur fólk að ef ég tala um eitthvað svið kynlífsins hafi ég upplifað það eða sé hlynnt því. Ég skrifaði eitt sinn pistil um dýraníð. Þá fékk ég tölvupósta frá hinum og þessum og var spurð af hverju ég væri að skrifa um þetta? Jafnvel hvort ég hefði prufað þetta sjálf og mælti með þessu? Þetta var ekki þannig heldur var ég að læra um málið í skólanum og ákvað að nýta mér það og skrifa um það hvað rannsóknir hafa sýnt á þessum sam- félögum,“ segir hún. „Fólk heldur oft að kynlíf sé bara kynlíf, en svo er ekki. Það nær yfir svo ótrúlega margt. Það snýst ekk- ert um sjö leiðir sem þú átt og sjö sem þú mátt alls ekki að gera heldur stýrir kynlífið oft upplifuninni af líf- inu,“ segir Sigga Dögg. „Kynlíf er hjartans mál. Það er líf þitt og sam- bönd þín. Það getur verið feimnis- mál, því mörg höfum við ólíkar skoðanir á því. Ég vitna oft í orð frægra hjónabandsráðgjafa – Gott- man-hjónin – sem sögðu eftir að hafa kortlagt samskipti fólks, að þegar kynlíf gengur vel er það 20 prósent af hamingju fólks. En þegar kynlíf gengur illa er það 90 prósent af öll- um vandamálum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 22 viðtal Helgin 18.-20. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.